Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 16

Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 16
16 11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR N iðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um fylgi flokkanna, sem birtust í gær, sýna að mikil hreyfing er á kjósendum. Hátt hlutfall óákveðinna – sem þó hefur lækkað frá síðustu könnun – sýnir að margir hafa litla trú á pólitíkinni almennt og geta ekki gert upp hug sinn. Stóra fréttin er auðvitað 21 prósents fylgi Samstöðu, undir for- ystu þingmannsins Lilju Mósesdóttur. Flokkurinn nýtur sennilega tímasetningar könnunarinnar, nýbúinn að kynna stefnumál sín og forystu. Og kjósendur þyrstir klárlega í nýja kosti. Svipuð stökk í skoðanakönn- unum hafa sézt áður; Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur mældist til dæmis með um 20 prósenta fylgi fyrir kosningarnar 1995, en endaði reyndar í sjö prósentum. Og svo er það Bezti flokkurinn, sem margir töldu að væri svipuð bóla en fékk að lokum þriðjungs- fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Hvað sem er virðist geta gerzt í íslenzkri pólitík þessi misserin. Samstaða virðist að talsverðu leyti taka fylgi sitt af núverandi stjórnarflokkum, sem samanlagt fá svipað fylgi og nýja vinstri- framboðið. Það er óneitanlega umhugsunarvert að eftir þriggja ára valdatíð fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar á Íslandi skuli vinstrivængurinn enn og aftur vera að klofna upp í smáflokka. Þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins sé ekki í sömu hæðum og það hefur verið í síðustu könnunum getur hann þó sæmilega við unað ef hann fær þau 35 prósent sem könnunin spáir honum í næstu kosningum. Áfram ætti að vera pláss fyrir borgaralegt framboð á miðju stjórnmálanna. Björt framtíð undir forystu Guðmundar Steingríms- sonar fær sex prósenta stuðning í könnuninni og gæti samkvæmt því fengið fjóra þingmenn, en er þó áreiðanlega langt frá því að fylla gatið sem Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa skilið eftir á miðjunni. Ein ástæðan fyrir fylgi Samstöðu gæti verið gylliboð Lilju Móses- dóttur og félaga, sem vilja láta afskrifa drjúgan skerf af húsnæðis- lánum allra og láta skattgreiðendur og lífeyrisþega borga. Þau vilja líka hækka ríkisútgjöldin, lækka skattana, hækka lífeyrisbætur hjá þeim sem þiggja þær í dag og láta framtíðarkynslóðir borga. Ef hinir flokkarnir panikkera og bregðast við góðu gengi Samstöðu með yfirboðum tekur ekki mörg ár að koma Íslandi í stöðu Grikk- lands; ríkissjóður á hausnum og efnahagurinn í kaldakoli. Það væri óneitanlega óheppileg afleiðing af „endurnýjun stjórnmálanna eftir hrun“ sem stundum er talað um. Lýðskrumið hefur átt upp á pallborðið í öllum flokkum að undan- förnu. Flest bendir þó til að nýju framboðin, sem eru orðin allnokkur, ætli að ganga enn lengra í því en hinir grónu stjórnmálaflokkar. Fái þau þriðjung atkvæðanna, eins og könnunin gefur vísbendingu um, gæti svo farið að næsta ríkisstjórn yrði stofnuð sem varnarbandalag sæmilega ábyrgra stjórnmálaflokka gegn óábyrgri atkvæðakaupa- stefnu á borð við þá sem hefur sett mörg lönd á hausinn. En þá neyðast foringjar gömlu flokkanna líka til að sitja á sér í hnútukastinu og svikabrigzlunum sem einkenna stjórnmála- umræðuna um þessar mundir og byrja að byggja brýr sín á milli. Niðurstöður skoðanakönnunar sýna að allt getur gerzt í íslenzkum stjórnmálum: Panikk í pólitík Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ögmundi Jónassyni tókst með haldbærum rökum í Kastljóssþætti í vikunni að sýna fram á yfirborðs- mennsku í umræðunni um stöðu lífeyrissjóðanna. Hann skaut sér aðeins undan að svara þeirri spurn- ingu hvort hann beitti líkri vörn og Geir Haarde gegn ákæru meiri- hluta Alþingis. Málin eru vissulega af sömu rót runnin. Af sjálfu leiðir að málsvörn aðgætinna manna með ábyrgð svipar saman þó að þeir hafi ólíka pólitíska sýn. Lífeyrissjóðirnir hafa verið helsta uppspretta sparnaðar í landinu. Hann er aftur undirstaða í tveimur höfuðkerfum samfélags- ins: Í velferðarkerfinu og í fjár- málakerfinu. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er óhjákvæmi- legt að spinna þessa ólíku hags- muni saman. Skýrsla rann- sóknarnefnd- ar lífeyrissjóð- anna ber með sér að stjórnend- ur þeirra hafa andað að sér óheilbrigðu lofti í því umhverfi sem þeir lifðu og hrærðust í. Þar er þó ekki að finna afgerandi vísbend- ingar um að þeir hafi orðið jafn alvarlega sjúkir og stjórnendur gömlu bankanna. Það gerir gæfu- muninn. Þeir þurfa að endurheimta traust. En skýrslan kallar á annars konar umræðu en um bankana. Tvennt ræður því að lífeyriskerf- ið er sterkara hér en víða annars staðar. Annars vegar er sú fyrir- hyggja að spara fyrir lífeyrinum og þeim miklu tryggingabótum sem sjóðirnir standa undir meðan margir aðrir byggja þau réttindi á samtíma sköttum og jafnvel lánum. Hins vegar er sjálfstæði sjóðanna, sem eru óháðir pólitísku áhrifa- valdi, og jöfn ábyrgð bæði atvinnu- fyrirtækja og launamanna á stjórn þeirra. Mesta hættan sem sjóðirnir standa andspænis nú er sú að þess- ar forsendur fyrir kerfinu bresti og það verði orðið hluti af ríkissjóði og pólitíska stjórnkerfinu innan fárra ára. Reyndar bendir flest til að þannig fari nema tekið verði í taumana. Ríkisvæðing er mesta hættan ÞORSTEINN PÁLSSON Þeir þingmenn sem hæst láta um ábyrgðarleysi stjórnenda lífeyrissjóð-anna halda því fram að þeir hafi farið óvarlega með því að fjárfesta í pappírum eins og hluta- bréfum sem ekki eru verðtryggð. Þetta eru mest sömu þingmennirn- ir og hrópa sig hása af hneykslan yfir því að stjórnendur lífeyrissjóð- anna skuli ekki samþykkja að falla frá verðtryggingu skuldabréfa til þess að þeir sem spara megi borga fyrir þá sem skulda. Þessi viðbrögð þingmanna lýsa skinhelgi og lýðskrumi. Verst er að þingmenn úr röðum allra flokka eru undir sömu sök seldir í þessu efni. Enginn flokkur stendur leng- ur heill fyrir ábyrgum viðhorfum um framtíðarskipan þessara mála. Lífeyrissjóðirnir eiga nú ekki annarra kosta völ en fjárfesta í skuldabréfum ríkisins og opin- berum framkvæmdum. Stjórnvöld áforma að halda flestum þessara framkvæmda utan við bókhald rík- issjóðs. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig ríkissjóður á að afla fjár til endurgreiðslu. Eftir fá ár verða þessir áhættuhagsmunir orðnir svo samtvinnaðir að hætt er við að sú freisting að gleypa kerfið verði stjórnmálamönnum ómótstæðileg. Um leið koma brestir í sjálfar und- irstöður velferðar og fjármálalífs í landinu. Engir þingmenn ræða þessa hættu. Þær upplýsingar sem dregnar eru saman í rannsóknarskýrslunni sýna að Ísland má ekki loka sig af eins og nú er gert með gjaldeyris- höftunum. Lífeyrissjóðirnir þrífast ekki nema við eigum óhindraðan aðgang að stærri fjárfestingamark- aði. Enginn stjórnmálaflokkur tefl- ir fram þingmönnum sem ræða vandann í þessu samhengi. Enginn flokkur er heill Upp úr hverjum kjafti stendur nú krafan um að breyta stjórnkerfi lífeyrissjóðanna. Það á að leysa allan vanda. En í þeirri umræðu allri gleyma menn að núverandi kerfi byggir á hug- myndum sátta, sameiginlegrar ábyrgðar á velferðarmálum og gagnkvæms skilnings á heilbrigð- um rekstri fyrirtækja. Lífeyrissjóðakerfið er ávöxt- ur af þróun þessara hugmynda í kjarasamningum launafólks og atvinnufyrirtækja. Stjórnkerfi sjóðanna er andstaðan við átaka- stjórnmál og stéttastríð. Án þess hefði óróleiki og ójafnvægi í þjóð- arbúskapnum verið meira. Það byggir á hófsemdarhugsun sem stuðlar að jafnvægi. Þjóðarsáttin fyrir rúmum tutt- ugu árum var einhver besta efna- hagsráðstöfun síðari tíma. Hún var ekki afráðin á vettvangi stjórnmálanna. Hún var ekki patentlausn sem varð til upp úr þurru. Hún spratt úr þessum jarð- vegi sem hafði verið lengi í rækt- un. Bankaveikin birtist meðal annars í því að á þeim vettvangi slitnaði strengur gagnkvæmrar félagslegrar ábyrgðar. Er þá mest forvörn fólgin í því að slíta þann streng hvar sem hann finnst? Þingmenn úr röðum allra flokka virðast telja það. Ástæða er til að vara við kenningum þeirra. Gagnkvæm ábyrgð Ert þú með slæma túrverki? Þá gætir þú verið með endómetríósu Samtök kvenna með endómetríósu halda aðalfund laugardaginn 18. febrúar kl. 13.00 DAGSKRÁ ● Venjuleg aðalfundarstörf ● Ný lög fyrir samtökin verða lögð fyrir fundinn ● Farið verður yfir helstu verkefni sem eru á döfinni hjá samtökunum á þessu ári ● Fyrirlestur um endómetríósu/legslímuflakk og ófrjósemi ● Almennar umræður FUNDARSTAÐUR Landspítalinn við Hringbraut Gengið er inn um aðaldyr kvennadeildar á fyrstu hæð og síðan til hægri. NETFANG www.endo.is | PÓSTFANG: endo@endo.is FACEBOOK: Samtök kvenna með endómetríósu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.