Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 11. febrúar 2012 23 Að gifta sig er hamingja en að skilja er óhamingja. Eða hvað? Kannski er þetta frekar ein- hvern veginn svona: Að gifta sig er yfirleitt hamingja en að skilja er alltaf erfitt. Hjónaskilnaðir eru ekki allir óhamingjusamir þó þeir séu alltaf erfiðir. Oft þýðir skilnaður betra líf, betri líðan fyrir flest eða öll í umhverfi pars- ins sem skilur. Börn sem eiga fráskilda for- eldra eru ekki öll óhamingjusöm. Ætli þeim líði ekki jafn misjafn- lega og börnum giftra foreldra eða foreldra í sambúð? Rannsókn- ir sem gerðar hafa verið á líðan barna sem eiga fráskilda foreldra hafa sýnt að börnunum líður yfir- leitt mun betur eftir skilnaðinn en með foreldrum sem ekki líður vel saman. Það segir sig reyndar sjálft. Að þessu sögðu verð ég að segja að það að tala um að börn komi frá „brotnu heimili“ eða „brot- inni fjölskyldu“ vegna þess að foreldrar þeirra hafa skilið er í besta falli virðingarleysi og allt- af niðrandi. Við vitum að það sem brotnar er sjaldan hægt að líma, ef það gengur þá sjást sprungurnar yfirleitt vel og hluturinn verður aldrei jafn góður og fallegur og áður. Er ekki svolítið sérkennilegt að líkja heimili og fjölskyldum nær helmings allra barna, í það minnsta, við brotinn hlut? Það sem er brotið er ekki gott. Og ef við segjum að barn komi frá brotnu heimili eða brotnum bak- grunni þá gerum við lítið úr fyrstu árum þessarar manneskju. Við dæmum auk þess með því fram- tíðarmöguleika barnsins. Ég sting upp á því að við, árið 2012, hættum að tala um brotin heimili og setjum ekkert í staðinn. Barn getur átt fráskilda foreldra en það þarf ekki að þýða að heim- ili þess hafi brotnað. Það beygðist sjálfsagt eitthvað og beyglaðist kannski en þannig er lífið. Svolítið beyglað og aldrei fullkomið. Ég tel að virðingarverðast sé að hætta að alhæfa og tala frekar um að for- eldrar hafi skilið en ekki leggja meiri skilning í það en nauðsyn- legt er. Skilnaður þýðir ekki enda- lok heimsins. Skilnaður getur jafn- vel þýtt nýtt og betra líf. Að gifta sig er yfirleitt ham- ingja en að skilja er alltaf erfitt. Við erum alin upp við ævintýra- leg endalok, eigum að lifa ham- ingjusöm til æviloka en ekki bara í 12 ár, 20 ár eða 3 ár, skilja þá og gifta okkur kannski aftur síðar. Eða ekki. Í prestsþjónustu minni hitti ég mikið af fólki sem stendur frammi fyrir skilnaði. Algengt er að fólk komi seint í ráðgjöf og lítið sé hægt að gera á þeim tíma til þess að laga sambandið/hjóna- bandið. Þegar svo er byggir ráð- gjöfin að miklu leyti á því að leið- beina fólki varðandi skilnaðinn, jafnt um praktísk atriði sem og úrvinnslu tilfinninga. Merkilega lítið hefur verið rannsakað hvernig fólki sem gengur í gegnum hjónaskiln- að gengur að vinna úr tilfinn- ingunum, sorginni sem honum fylgir. Sorgin sem fólk finnur fyrir er ekki ósvipuð þeirri sem fólk gengur í gegnum þegar það missir maka sem á við hvort sem viðkomandi vildi skilja eða ekki. Sorgin getur síðan verið misjafn- lega djúp. Prestar og djáknar hafa mikla þjálfun í að vinna með fólki í sorg og sorgarhópar í kirkjum hafa reynst vel í kjölfar ástvina- missis. Nú eru einhverjir söfn- uðir farnir að nýta sér þessa reynslu við úrvinnslu tilfinn- inga er tengjast hjónaskilnuð- um. Sjálfstyrkingarhópar fyrir fólk sem hefur skilið hafa reynst vel. Þessi hópur er stór og lítið hefur verið í boði fyrir hann. Það er engin útför eða erfidrykkja eftir hjónaskilnað. Fólk sendir hinum fráskildu hvorki samúðar- kort né blóm. Þrátt fyrir að nú sé árið 2012 erum við enn tilbúin til þess að líta á hjónaskilnaði sem okkar verstu mistök og þegjum þá reynslu helst í hel. Við áttum jú að lifa saman hamingjusöm til æviloka. Brotin fjölskylda eða betra líf? Tilraunir sveitarfélaga til að treysta fjárhagsstöðu sína og draga úr útgjöldum hafa falist í fækkun skóla, sameiningu skóla, niðurskurði til skólamála, mynd- un nýrra skóla með samfléttingu á grunn-, leik- og tónskólum og fækkun starfsfólks í grunnskól- um landsins. Skólarnir hafa þurft að taka á sig stærstan hluta þess niðurskurðar sem sveitarfélögin hafa stýrt. Nú er komið að sárs- aukamörkum, sveitarfélögum landsins mun verða ljóst að skól- arnir geta naumast starfað með þann litla stuðning sem þau fá frá sveitarfélögunum. Forsenda skólastarfs verður og er alltaf starfsfólkið og á því hvíl- ir mikil ábyrgð nú þegar sveitar- félögin hafa svelt skólana nær viðstöðulaust í fjögur ár. Fjár- magn til skólamála þarf að aukast verulega svo skólarnir nái að upp- fylla skyldur sínar samkvæmt lögum og reglugerðum og kröfum samfélagsins í dag til skólanna. Smám saman mun skólastarf- ið og starfsfólk skólanna snúa vörn í sókn. Reiði fólksins mun ná hámarki vegna þess ömurlega hugarfars sem sveitarfélög hafa gagnvart skólum, nemendum og menntun þeirra. Von skóla í dag er tormelt því sveitarfélögin eru ekki hætt nið- urskurði, þau finna sífellt nýjar og sársaukafyllri leiðir til að ná fram sætum hagnaði í fjárhags- uppgjöri mánaðarins. Nú geta skólarnir ekki tekið á sig meiri niðurskurð og sveitarfé- lög landsins verða að finna leiðir til að fjármagna skólastarfið og smám saman styrkja menntun í samfélaginu. Ýmislegt neikvætt hefur verið sagt um ungmenni okkar og æsku landsins. Þessi umræða hefur oftar en ekki komið frá menntafólki sem sakar skólana um ófaglegt starf, getuleysi og vanhæft starfsfólk. Skólafólk er orðið langþreytt á fjandskap háskólamenntaðs fólks á störfum þeirra og skólastarfi í landinu. Umræða um skólana í landinu þarf að vera uppbyggileg og for- dómalaus. Menntað háskólafólk á ekki að leyfa sér niðurrif grunn- skólastarfs með orðum sínum og athöfnum vegna sinnuleysis sveit- arfélaga. Umræðan nú í dag þarf að beinast að hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart mennt- un barnanna okkar. Sveitarfélög taka ómarkviss og vanhugsuð niðurskurðarskref undir gáleys- islegu skjalli menntamannanna og háskólasamfélagsins. Margt verður að breytast og það verður að setja fjármagn í menntun barnanna okkar. Það verður að gera skólana mikil- væga og sjá til þess að þeir geti uppfyllt kröfur nútímasamfélags um menntun. Menntun má tæta Samfélagsmál Guðrún Karlsdóttir prestur Menntamál Brynja Dís Björnsdóttir móðir barns í grunnskóla .000! Vertu í hópi þeirra bestu. Hönnun Ford er gegnheil og tekur mið af þér og þínum, allri fjölskyldunni - stórum sem smáum. Spyrðu um fyrirmyndarþjónustu Brimborgar. Nýttu þér Þorratilboðið: seldu okkur gamla bílinn þinn og kauptu Ford Kuga Titanium S AWD. Veldu Ford. Komdu í Brimborg í dag. skoðaðu Þorratilboðið Opið 12-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.