Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 24
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR24 B rjóstastækkanir hafa verið vinsælar meðal kvenna í hinum vestræna heimi í hálfa öld. Á hverju ári láta hátt í þúsund íslenskar konur stækka á sér brjóstin í fegr- unarskyni og svo virðist sem fjöldinn hafi farið hækkandi á síðustu árum. Ekki þarf að hafa orð á því mikla umstangi sem hefur orðið á síðustu vikum í kringum PIP-sílikonmálið svokallaða, en nú bíða hundruð kvenna eftir að gallaðir brjósta- púðar verði fjarlægðir úr líkama þeirra á kostnað ríkisins. Knútur Björnsson framkvæmdi fyrstu brjóstastækkunina í fegrunarskyni hér á landi. Það var á Landspítalanum árið 1967. Hann lét af störfum sem lýtalæknir fyrir tólf árum, en fylgist enn náið með umræðunni í samfélaginu og þá sér í lagi því sem hefur átt sér stað í kringum PIP- brjóstapúðana. Knútur er fæddur árið 1930 og fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi árið 1962. Snemma á ferlinum ákvað hann að gerast lýtalæknir og fluttist til Malmö í Svíþjóð þremur árum síðar til að hefja nám við lýtalækningadeild ríkissjúkrahússins í borginni. Brjóstastækkunaraðgerðirnar sem gerðar voru á spítalanum voru töluvert tilraunakenndari á þessum árum en þær eru í dag, að sögn Knúts. „Þetta var öðruvísi þegar ég var að byrja. Þá tókum við stóran bita úr rass- kinninni á konunum, þar sem rassinn mætir lærinu, og settum í brjóstin. Við gerðum þannig aðgerðir á þó nokkrum konum. Það leit vel út til að byrja með, en fór hins vegar í hálfgerða vitleysu og velt- ist eitthvað til. Brjóstin aflöguðust og urðu skrýtin í laginu þegar frá leið, svo við þurftum að taka allt út. Þá reyndum við að nota Ivalone-svamp. Það var sérstakur svampur sem við fengum sendan í kubbum og snyrtum til þar til manni fannst hann líta út eins og brjóstafylling. Úr urðu voða fín brjóst til að byrja með, en svo fór að verða bölvað vesen í kringum þetta. Það komu göt og það fór að vessa út úr þessu, svo við ákváðum að hætta að nota svamp- ana,“ segir Knútur. Hann segir að þetta hafi allt reynst frekar mislukkað þegar frá leið og það hafi ekki verið fyrr en sílikonið kom á markaðinn að ástandið lagaðist. Prófess- orinn hóf að setja það í konur í lok ársins 1965. „Ég byrjaði sjálfur að gera brjósta- stækkanir um leið og ég kom aftur heim.“ Knútur fluttist á ný til Íslands í júlí árið 1967 og hóf störf á Landspítalanum. „Ég er fyrsti lýtalæknirinn á Íslandi sem stækk- aði brjóst kvenna með púðum. Það var ég sem kom með þetta til landsins. Og ég gætti þess að vera alltaf með hreint sílikon í púðunum.“ Þessar fyrstu brjóstastækkanir á Íslandi gengu þó ekki slysalaust fyrir sig. Knútur útskýrði alltaf vel fyrir þeim konum sem óskuðu eftir stærri brjóstum að líkaminn gæti hafnað púðunum. Á þess- um árum var hlutfall þeirra kvenna sem lentu í vandræðum vegna þessa allt að 35 prósent. Það var þó komið niður í þrjú til fjögur prósent þegar Knútur hætti störf- um árið 2000. „Mér finnst það ekki hafa komið nægi- lega vel fram að það getur alltaf gerst að líkaminn hafni aðskotahlutum sem í hann eru settir,“ segir Knútur. „Í slíkum til- vikum getur myndast bandvefshjúpur í kringum púðana og þegar frá líður getur brjóstið orðið hart. Þá getur vefurinn jafn- vel sprengt púðann. En gæði púðanna fóru hratt batnandi svo að höfnunin varð mun óalgengari.“ Knútur hefur ekki tölu á því hversu margar brjóstastækkanir hann hefur framkvæmt á ferli sínum. „Svakalega margar. Þær eru mörg, mörg hundruð. Ég gerði svo mikið af þessu að ég lenti í öllum fjandanum, alls konar erfiðleikum og ves- eni þegar líkamar kvennanna höfnuðu púðunum. Maður þurfti að taka þá út og setja inn nýja, alls konar vesen. En mjög oft gekk þetta virkilega vel,“ segir hann. Um 150 konur voru á biðlista eftir brjóstastækkunaraðgerð hjá Knúti á Landspítalanum þegar ný reglugerð um greiðslur fyrir sjúkratryggða vegna lýta- lækninga tók gildi. Það var 1. mars árið 1991 og þar sagði að sjúkratrygging- ar greiddu einungis kostnað vegna lýta- skurðlækninga, en ekki fegrunarskurð- lækninga. „Brjóstastækkanir urðu vinsælar um leið og ég kom til Íslands. Auðvitað borg- uðu Sjúkratryggingar með þessu svo konurnar þurftu bara að kaupa púðana, aðgerðin sjálf var ókeypis. Í þá daga gat maður gert alls konar lýtalækningar á Landspítalanum; andlitslyftingu, eyrna- aðgerð, augnlokaaðgerð, brjóstastækkun, fitusog, þetta var allt undir tryggingun- Hálf öld frá fyrstu brjóstastækkun Fyrir daga sílikonpúðanna prófuðu lýtalæknar sig áfram í brjóstastækkunum með rassfitu og svömpum. Fyrsta brjósta- stækkunin var gerð á Íslandi af Knúti Björnssyni lýtalækni á Landspítalanum árið 1967. Sunna Valgerðardóttir skoðaði sögu stækkaðra, og sumir segja fegraðra, brjósta. KOM MEÐ BRJÓSTASTÆKKANIR TIL LANDSINS Knútur Björnsson var fyrsti lýtalæknir landsins til að stækka brjóst á konu í fegrunarskyni. Aðgerðirnar urðu vinsælar í lok sjöunda áratugarins og í dag láta hátt í þúsund konur stækka á sér brjóstin á ári hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Árið 1962 ákvað Timmie Jean Lindsey, 25 ára kona úr verkamannastétt í Texasríki, að gerast tilraunadýr fyrir lýtalækna. Hún varð fyrsta konan til að fá sílikonfyllingar í brjóst sín og hefur greint frá sögu sinni víða í fjölmiðlum erlendis, meðal annars á BBC og Daily Mail. Timmie var nýskilin við ofbeldisfullan eiginmann sinn og stóð í ströngu við að ala upp börn sín og halda heimili. Hún segist hafa verið plötuð í aðgerðina, sem hún hvorki skildi tilganginn með eða hvernig yrði framkvæmd. Eins og við var að búast komu alls kyns fylgikvillar eftir aðgerðina; sársauki og óeðlileg band- vefsmyndun og eftir tvö ár voru brjóst Timmie orðin hörð og aflöguð. Hún lét þó ekki fjarlægja púðana og er með þá enn þann dag í dag, 75 ára gömul og orðin langamma. Hún býr enn í Texas. Á hverju ári eru um sex þúsund brjósta- stækkanir framkvæmdar í Bretlandi, sem er ekki mikið samanborið við þær þúsundir sem gerðar eru hér á landi. Í Bandaríkjunum ákveða um 330 þúsund konur ár hvert að leggjast undir hnífinn til að fá sér stærri brjóst. ■ FYRSTA BRJÓSTASTÆKKUNIN VAR ÁRIÐ 1962 Þetta var öðruvísi þegar ég var að byrja. Þá tókum við stóran bita úr rasskinninni á konunum, þar sem rassinn mætir lærinu, og settum í brjóstin. Við gerðum þannig aðgerð- ir á þó nokkrum konum. um. Svo varð svo mikil eftirspurn eftir þessu að tryggingarnar hættu að taka þátt í svona,“ segir Knútur. Lýtalæknar landsins leystu þó úr þeim vanda sem fylgdi því að tryggingarnar hættu þátttöku í fegrunaraðgerðum á Landspítalanum með því að fara út í einka- rekstur. „Auðvitað kom svolítið hik á viðskiptin þegar þessar breytingar voru gerðar. En þá fórum við bara að gera þetta á einka- stofum. Í brjóstastækkunaraðgerðum fór konan þá bara heim um kvöldið, því aðgerðin sjálf er ekkert voðalega mikið mál. Maður er fljótur að þessu, kannski hálftíma til 40 mínútur ef það gengur vel.“ Þrátt fyrir að tólf ár séu síðan Knútur lét af störfum hefur hann fylgst með umfjöllun fjölmiðla að undanförnu um PIP-brjósta- púðana. Hann segir umræðuna hafa verið leiðinlega. „Þeir sem bjuggu til þessa púða eru glæpamenn. Kostnaðurinn ætti auðvi- tað allur að lenda á franska ríkinu,“ segir hann. „En ég veit auðvitað ekkert hvernig þetta fer. Mér finnst það voðalega vel gert af stjórnvöldum að bjóða þessum konum að láta fjarlægja púðana. En svo vilja þær auð- vitað flestar fá nýja púða, en það verður bara að vera ný aðgerð sem verður á þeirra eigin kostnað. Ég skil hins vegar fullkom- lega ef lýtalæknar í landinu vilja ekki að púðarnir verði allir teknir út á Landspítal- anum. Því í dag er nú ekki mikið eftir af lýtalæknum þar.“ Timmie Jean Lindsey var 25 ára einstæð móðir í Texas þegar hún ákvað að gerast tilraunadýr fyrir lýta- lækna og fór í brjóstastækkun fyrst kvenna. Hún er 75 ára í dag, enn með silíkonpúða í brjóstunum. Brjóst Timmie fyrir aðgerðina, tveimur mánuðum eftir aðgerð og svo tveimur árum síðar. SPRUNGNIR PIP-PÚÐAR FJARLÆGÐIR Lýtalæknir í Venesúela skoðar sjúkling sinn áður en hann fjarlægir sprungna PIP-púða úr brjóstum hennar. Alls hafa 105 íslenskar konur með PIP-púða látið skoða brjóst sín og eru púðarnir sprungnir hjá 71 konu. Talið er að um 440 íslenskar konur séu með púðana í brjóstum sínum. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.