Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 28

Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 28
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR28 Í slendingar eru búnir að virkja fimm sinnum meira en þjóðin notar, 90 prósent orkunnar eru seld lágu verði til stórfyrirtækja sem flytja hagnaðinn úr landi. Hagnaður orkufyrirtækjanna er hins vegar lítill. Maður getur því ekki annað en velt fyrir sér hvort lausnin felist í því að halda áfram á þessari sömu braut virkjana eða hvort leita beri annarra lausna,“ segir Andri Snær Magnason rit- höfundur. Hann og María Ellingsen, leik- ari og leikstjóri, sitja bæði í stjórn Framtíðarlandsins, grasrótarsam- taka sem stofnuð voru í aðdrag- anda Kárahnjúkavirkjunar og hafa starfað síðan. Samtökin beittu sér gegn Kárahnjúkavirkjun og hafa verið gagnrýnin á umræður um aðra virkjanakosti. Nú þegar fyrir liggur rammaáætlun ríkisstjórn- arinnar um vernd og nýtingu nátt- úrusvæða er fyllsta ástæða að mati félagsins að hefja á ný gagn- rýna umræðu um virkjanaáform, í nálægri og fjarlægri framtíð. Nýtum brot af orkunni „Auðvitað er mjög gott að það sé horft til lengri tíma eins og gert er með rammaáætluninni og jákvætt að Torfajökulssvæðið, Þjórsárver og Kerlingarfjöll falli í verndar- flokk. En stundum finnst manni að þeir sem eru að hlutast til um þessi mál gleymi því að þeir eru bara manneskjur staddar á ákveðnu tímabili í Íslandssögunni. Ég hitti um daginn grunnskólakrakka, var að lesa fyrir þau og ræða málin. Þau hafa ekkert að segja um þess- ar ákvarðanir sem er verið að taka núna. Út frá heimspekilegu sjónar- miði veltir maður fyrir sér hvort einhverri kynslóð sé stætt á því að taka svona stórar ákvarðanir. Það er nefnilega látið eins og það sé verið að taka endanlega ákvörðun um framtíð landsins núna, svona svipað eins og þegar nýlenduherr- ar voru að skipta Afríku niður í lönd,“ segir Andri Snær. María bendir á að nýting ork- unnar eigi sér líka hliðstæðu í sögu Afríku. „Nýtingin á jarð- varmaorkunni sem er verið að afla núna minnir á þegar fílar voru veiddir út af tönnunum. Við nýtum ekki nema brot af því sem við erum að afla, eða um 10 til 15 prósent. Það er svona svipað eins og við færum út á sjó og hentum 85 prósent af aflanum. Það kemur alls ekki heim og saman við þær fullyrðingar að jarðvarmavirkjan- ir séu sjálfbærar og grænar. Þær eru það alls ekki, þetta eru jarð- varmanámur sem tæmast hratt ef þær eru nýttar eins og við gerum eða á 30 til 50 árum. Ekki má svo gleyma menguninni sem hlýst af þeim og er hættuleg heilsu þeirra sem búa nálægt þeim. Allt tal um sjálfbærni og græna orku er því ákveðinn blekkingarleikur.“ Orðræðan er mikilvæg Orðræða í tengslum við virkjanir og nýtingu orku er Framtíðarland- inu mjög hugleikið. „Við höfum sérstaklega verið að skoða það hvernig orð eru notuð í tengslum við þessi mál. Sem dæmi þá er alltaf talað um verndun náttúr- unnar annars vegar og nýtingu hins vegar eins og á bak við þær sé annars vegar fólk sem vill halda að sér höndunum, og hins vegar nýtið og framtakssamt fólk. Þessu þurfum við að vera vakandi fyrir. Ómar Ragnarsson stakk upp á að tala um verndarnýtingu sem and- heiti orkunýtingar, það væri líka hægt að tala um friðunarauðlind versus orkuauðlind. Við þurfum að fikra okkur áfram með þetta því orð eru mjög máttug.“ Verndun svæða þarf nefnilega alls ekki að þýða að þau séu til einskis nýt eins og þau María og Andri benda á. Þau vilja, eins og félagar þeirra í Framtíðarlandinu og öðrum náttúruverndarsam- tökum á Íslandi, að miðhálendi Íslands verði gert að þjóðgarði. „Það að eiga svæði eins og miðhá- lendið ósnortið er mikil auðlind,“ segir María. „Miðhálendið er í rauninni ekki svo stórt svæði, þó mörgum finnist annað,“ bætir Andri Snær við. „Þetta eru um 200 kílómetrar sinnum 200 og í raun ein viðkvæm heild, sem ber að vernda fyrir mannvirkjum en nýta til annars.“ Ferðamennska getur verið skrímsli Þegar hugmyndir um þjóðgarða eru viðraðar benda margir á að ferðamönnum sem þeim er ætlað að höfða til fylgi óhjákvæmilega mikið umhverfisrask. „Auðvitað fylgir eitthvert rask ferðamönn- um. En við verðum að taka á því eins og góð húsmóðir gerir, taka vel á móti gestum og byggja upp góða aðstöðu til þess og sýna fyrir- hyggju,“ segir María. „Ferðamennska getur í sjálfu sér verið mesta skrímsli í heimi. En það er hægt að þróa hana í ýmsar áttir. Við getum notað ferðamenn sem farveg til að auka gæði okkar sem hér búum. Ég get tekið dæmi af Perlunni. Við getum ákveðið að reisa þar hótel sem nýtist þá ferðamönn- um, en Reykvíkingar geta ekki notið. Eða við getum komið Nátt- úrugripasafni þar fyrir, safni sem myndi auka gæði okkar sem hér búum og er um leið áhugavert fyrir ferðamenn. Landið okkar er eftirsóknarverður áfangastað- ur sérstaklega á sumrin, og það er nóg pláss á flestum stöðum. Maður getur til dæmis alveg lent í því að vera nánast einn í Skafta- felli um miðjan júlí. Og þar hafa verið gerðir stígar að áhugaverð- um stöðum, og gönguferðir eftir þeim þýða því ekki rask fyrir umhverfið. Það er hins vegar spurning hvort ætti að rukka inn á svo vinsælan stað eins og Land- mannalaugar í júní og júlí,“ segir Andri Snær. Til að hnykkja á sjónarmið- um sínum um framtíð og stefnu Íslands hefur Framtíðarland- ið sett nýjan vef í loftið. Þar er meðal annars að finna Nátt- úrukortið, Íslandskort þar sem merktar hafa verið inn helstu Punkturinn er sá að ef að við, sem veiðum tvö prósent af öllum fisk í heiminum og öflum fimm sinnum meiri orku en við þurfum, getum ekki lifað góðu lífi af þessum auðlindum þá er jörðin óbyggileg. Erum löngu búin með kvótann Engin kynslóð hefur rétt á að ákveða framtíðarskipan í virkjanamálum segja Andri Snær Magnason og María Ellingsen sem bæði eru í stjórn Framtíðarlandsins. Þau segja nóg hafa verið virkjað á Íslandi og vilja nýta landið á annan hátt, til dæmis með verndun. Sigríður Björg Tómasdóttir ræddi við þau um náttúru og nýtingu, rammaáætlun og raunsæjar áætlanir. VILJA FÓSTRA VERÐMÆTI ÍSLANDS Andri Snær Magnason og María Ellingsen vilja breyta hugsunarhætti Íslendinga. Þau segja miðhálendi Íslands verðmæta auðlind sem best verði nýtt með friðun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Meðal verkefna Framtíðarlands-ins er að skoða og greina orðræðu samtímans. Á heimasíðu samtakanna segir: „Hver á orðið er verkefni þar sem orðræðan er skoðuð og lagfærð. Orða- og hugtakasafninu er ætlað að skemmta og fræða og draga athyglina að orðum og orðanotkun og valdi orðanna.“ Til að vekja athygli á verkefninu var hannað veggspjald sem sjá má hér til hægri. Hönnuður þess er Sóley Stef- ánsdóttir en myndirnar eru teknar af henni og Mats Wibe Lund. www.framtidarlandid.is ■ HVER Á ORÐIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.