Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 39
FERMINGARVEISLUR
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Uppskriftir, góð ráð, salir, veisluþjónusta, smáréttir, hlaðborð
Veisluturninn í Kópavogi býður upp á fimm glæsilega veislusali sem samtals rúma allt að 500 manns í hæstu byggingu lands-
ins þar sem útsýnið er einstakt. „Jú, það er rétt,“
segir Þórey Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri
Veisluturnsins. „Við bjóðum upp á þetta óvið-
jafnanlega útsýni til allra átta sem klárlega spill-
ir ekki fyrir á fermingardaginn sjálfan. Nú þegar
er nánast allt fullbókað hjá okkur fyrir ferming-
arnar þetta árið og fólk farið að bóka hjá okkur
veislur fyrir árið 2013.“
Þórey segir mikilvægt að skoða alla þætti
sem snúa að fermingarveislunni og undirbún-
ingi hennar. Fermingardagurinn sé enda dagur
fjölskyldunnar en ekki bara fermingarbarnsins
sem þó sé að sjálfsögðu í aðalhlutverki. „Það er
gaman að njóta þess að vera gestur í eigin veislu
og láta aðra sjá um hlaupin á fermingardaginn
sjálfan,“ segir Þórey brosandi.
Veisluturninn býður upp á þrjú mismunandi
fermingarhlaðborð: „brunch“-hlaðborð, kaffi-
hlaðborð og kvöldverðarhlaðborð. Þar af er ferm-
ingar-„brunchinn“ langvinsælastur enda hent-
ar hann sérlega vel um hádegisbilið. Á brunch-
hlaðborðinu má meðal
annars f inna krem-
aða villisveppasúpu,
drottningarskinkusalat
og grafna bleikju ásamt
reyktum svínavöðva, vil-
likrydduðu lambalæri og
hina sívinsælu súkkul-
aðiköku Veisluturnsins.
Þórey segir því nokk-
uð ljóst að allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi. „Þá er allt innifalið í
verði veitinga, drykkir, salarleiga, allur borðbún-
aður, þjónusta og annað slíkt en viðskiptavinum
okkur þykir þetta fyrirkomulag mjög þægilegt.“
Að hennar sögn eru verðinu stillt í hóf. „Sem
dæmi kostar fermingar-brunch aðeins 4.950
krónur á mann, en börn sex ára og yngri borða
alltaf frítt hjá okkur og börn sjö til tólf ára greiða
hálft gjald. Við erum einnig með sérhannað Dis-
ney-leikherbergi þar sem börnin geta leikið sér
eftir matinn.“
Þá segir Þórey mikilvægt að reikna dæmið til
enda. „Því oftar en ekki er það mun hagkvæm-
ara að halda veisluna í fallegum sal eins og hjá
okkur þar sem allt er innifalið í verði veitinga og
þú mætir bara í veisluna og átt yndislega stund
með fermingarbarninu.“
Þá býður Veisluturninn einnig upp á veislu-
þjónustu. „Þá komum við með fermingarveisl-
una heim til þín eða í sal sem fólk hefur leigt
sjálft en oftast kýs það heldur að halda veisl-
una hjá okkur í Veisluturninum,“ segir Þórey að
lokum og hvetur fólk til að nálgast frekari upp-
lýsingar á heimasíðu fyrirtækisins á slóðinni
www.veisluturninn.is og setja sig í samband ef
einhverjar spurningar vakna.
Gestur í eigin fermingarveislu
Veisluturninn í Kópavogi býður upp á þrjú mismunandi fermingarhlaðborð í hæsta gæðaflokki. Þá státar fyrirtækið af frábæru aðgengi með
nægum bílastæðum og glæsilegum sölum með einstöku útsýni í hæstu byggingu landsins.
Súkkulaðikaka að hætti Veisluturnsins er sívinsæl.
Í boði eru fimm glæsilegir veislusalir sem rúma allt að 500 manns.
Þórey Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri.
FERMINGAR
„BRUNCH“
Forréttir
Kremuð villisveppasúpa
Reykt gæsabringa með
bláberjum og piparrót
Drottningarskinkusalat með
hrærðum eggjum og tómötum
Blandað blaðsalat
Dillgrafin bleikja með engifer-
kremi
Kjúklinga- og
pastasalat
með parmes-
andressingu
Spænsk
eggjabaka með
grænmeti
Nýbakað brauð og
tapenade
Grillaður lax með mangó-
chutney og pecanhnetum
Aðalréttir
Reyktur svínavöðvi með
kremaðri villisveppasósu
Ofnbakaðir kartöflubátar
Villikryddað lamba-
læri með rauðvíns-
sósu
Braserað rótar-
grænmeti
Ofnbakaðar
sætar kartöflur
Eftirréttur
Súkkulaðikaka að hætti
Veisluturnsins
Verð á mann 4.950
krónur
Börn sjö-tólf
ára greiða hálft
gjald en sex ára
og yngri borða
frítt
Innifalið í verði
er salarleiga, full
þjónusta, kaffi og gos
Þú
mætir
bara í veisluna
og átt yndislega
stund með
ferm ingar-
barninu.