Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 39

Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 39
FERMINGARVEISLUR LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Kynningarblað Uppskriftir, góð ráð, salir, veisluþjónusta, smáréttir, hlaðborð Veisluturninn í Kópavogi býður upp á fimm glæsilega veislusali sem samtals rúma allt að 500 manns í hæstu byggingu lands- ins þar sem útsýnið er einstakt. „Jú, það er rétt,“ segir Þórey Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Veisluturnsins. „Við bjóðum upp á þetta óvið- jafnanlega útsýni til allra átta sem klárlega spill- ir ekki fyrir á fermingardaginn sjálfan. Nú þegar er nánast allt fullbókað hjá okkur fyrir ferming- arnar þetta árið og fólk farið að bóka hjá okkur veislur fyrir árið 2013.“ Þórey segir mikilvægt að skoða alla þætti sem snúa að fermingarveislunni og undirbún- ingi hennar. Fermingardagurinn sé enda dagur fjölskyldunnar en ekki bara fermingarbarnsins sem þó sé að sjálfsögðu í aðalhlutverki. „Það er gaman að njóta þess að vera gestur í eigin veislu og láta aðra sjá um hlaupin á fermingardaginn sjálfan,“ segir Þórey brosandi. Veisluturninn býður upp á þrjú mismunandi fermingarhlaðborð: „brunch“-hlaðborð, kaffi- hlaðborð og kvöldverðarhlaðborð. Þar af er ferm- ingar-„brunchinn“ langvinsælastur enda hent- ar hann sérlega vel um hádegisbilið. Á brunch- hlaðborðinu má meðal annars f inna krem- aða villisveppasúpu, drottningarskinkusalat og grafna bleikju ásamt reyktum svínavöðva, vil- likrydduðu lambalæri og hina sívinsælu súkkul- aðiköku Veisluturnsins. Þórey segir því nokk- uð ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. „Þá er allt innifalið í verði veitinga, drykkir, salarleiga, allur borðbún- aður, þjónusta og annað slíkt en viðskiptavinum okkur þykir þetta fyrirkomulag mjög þægilegt.“ Að hennar sögn eru verðinu stillt í hóf. „Sem dæmi kostar fermingar-brunch aðeins 4.950 krónur á mann, en börn sex ára og yngri borða alltaf frítt hjá okkur og börn sjö til tólf ára greiða hálft gjald. Við erum einnig með sérhannað Dis- ney-leikherbergi þar sem börnin geta leikið sér eftir matinn.“ Þá segir Þórey mikilvægt að reikna dæmið til enda. „Því oftar en ekki er það mun hagkvæm- ara að halda veisluna í fallegum sal eins og hjá okkur þar sem allt er innifalið í verði veitinga og þú mætir bara í veisluna og átt yndislega stund með fermingarbarninu.“ Þá býður Veisluturninn einnig upp á veislu- þjónustu. „Þá komum við með fermingarveisl- una heim til þín eða í sal sem fólk hefur leigt sjálft en oftast kýs það heldur að halda veisl- una hjá okkur í Veisluturninum,“ segir Þórey að lokum og hvetur fólk til að nálgast frekari upp- lýsingar á heimasíðu fyrirtækisins á slóðinni www.veisluturninn.is og setja sig í samband ef einhverjar spurningar vakna. Gestur í eigin fermingarveislu Veisluturninn í Kópavogi býður upp á þrjú mismunandi fermingarhlaðborð í hæsta gæðaflokki. Þá státar fyrirtækið af frábæru aðgengi með nægum bílastæðum og glæsilegum sölum með einstöku útsýni í hæstu byggingu landsins. Súkkulaðikaka að hætti Veisluturnsins er sívinsæl. Í boði eru fimm glæsilegir veislusalir sem rúma allt að 500 manns. Þórey Ólafsdóttir, sölu- og markaðsstjóri. FERMINGAR „BRUNCH“ Forréttir Kremuð villisveppasúpa Reykt gæsabringa með bláberjum og piparrót Drottningarskinkusalat með hrærðum eggjum og tómötum Blandað blaðsalat Dillgrafin bleikja með engifer- kremi Kjúklinga- og pastasalat með parmes- andressingu Spænsk eggjabaka með grænmeti Nýbakað brauð og tapenade Grillaður lax með mangó- chutney og pecanhnetum Aðalréttir Reyktur svínavöðvi með kremaðri villisveppasósu Ofnbakaðir kartöflubátar Villikryddað lamba- læri með rauðvíns- sósu Braserað rótar- grænmeti Ofnbakaðar sætar kartöflur Eftirréttur Súkkulaðikaka að hætti Veisluturnsins Verð á mann 4.950 krónur Börn sjö-tólf ára greiða hálft gjald en sex ára og yngri borða frítt Innifalið í verði er salarleiga, full þjónusta, kaffi og gos Þú mætir bara í veisluna og átt yndislega stund með ferm ingar- barninu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.