Fréttablaðið - 11.02.2012, Qupperneq 60
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR14
Akureyri - Egilsstaðir - Ísafjörður - Mývatn - Patreksfjörður
Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar
Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2012 á eftirtalin svæði:
Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, verndarsvæði við Mývatn og Laxá, Suðurland,
Vesturland, sunnanverða Vestfirði og Miðhálendi.
LANDVARSLA
Um er að ræða tímabundin 100% störf
en starfstími er breytilegur eftir svæðum.
Þeir fyrstu hefja störf um miðjan maí og
síðustu ljúka störfum í september.
Störf landvarða felast m.a. í vöktun,
eftirliti, fræðslu og móttöku gesta.
Umsóknir skulu sendar á netfangið ust@ust.is
eða á Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Umsóknir um störfin skulu hafa borist fyrir
5. mars 2012. Í umsókn þarf að koma fram hvaða
svæði verið er að sækja um eða forgangsröðun
þar um. Æskilegt er að umsóknum sé skilað á
sérstökum umsóknareyðublöðum fyrir störfin,
sem hægt er að nálgast á heimasíðu Umhverfis-
stofnunar (umhverfisstofnun.is) og í móttöku
hennar að Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Ítarlegri upplýsingar um störfin, tímabil hvers
starfs, svæðin og hæfniskröfur eru að finna á
starfatorg.is og www.ust.is/storf_i_bodi/
SUMARSTÖRF 2012
NJÓTUM UMHVERFISINS OG STÖNDUM VÖRÐ UM ÞAÐ SAMAN
Landsfulltrúi
Ungmennafélag Íslands óskar eftir að ráða lands-
fulltrúa, með aðsetur í Reykjavík, í fullt starf.
Starf landsfulltrúa UMFÍ tengist m.a. fræðslu- og
forvarnamálum ungmennafélagshreyfi ngarinnar
og erlendum samskiptum.
– Starfi ð er krefj andi, en jafnframt fj ölbreytt og lífl egt.
– Landsfulltrúi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð
og hafa góða framkomu.
– Þekking á starfi ungmennafélagshreyfi ngarinnar er
góður kostur en ekki nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til 1. mars
Skrifl egri umsókn með upplýsingum um fyrri
störf, menntun og reynslu skal skila til
Þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Sigtúni 42,
105 Reykjavík, fyrir 1. mars 2012.
Umsóknir má einnig senda í tölvu-
pósti á umfi @umfi .is fyrir sama tíma.
Nánari upplýsingar um starfi ð eru
veittar á Þjónustumiðstöð UMFÍ í
síma 568 2929.
Ungmennafélag
Íslands
www.umfi .is
Barnaverndarstofa
STARF ÞERAPISTA Í
FJÖLKERFAMEÐFERÐ
Fjölkerfameðferð (Multisystemic Therapy – MST)
er gagnreynd meðferð með fjölskyldum unglinga
með alvarlegan hegðunarvanda sem annars
þyrftu vistun utan heimilis. MST miðar að því
að efla foreldrahæfni og bæta samheldni og
samskipti í fjölskyldu. Meðferðin fer fram á heimili
fjölskyldunnar og í nærsamfélagi í samstarfi við
skóla og aðra lykilaðila. Aðgengi er að ákveðnum
meðferðaraðilum (þerapistum) í síma allan
sólarhringinn.
Laus er til umsóknar staða MST þerapista.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi á sviði
heilbrigðis- eða félagsgreina og hafa góða faglega
þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu. Þerapistar
starfa undir stjórn sálfræðings sem er handleiðari
og teymisstjóri, eftir meðferðarreglum og aðferðum
MST, í samstarfi við erlendan MST sérfræðing. Um
er að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar um starfið
og ráðningarskilyrði er að finna á Starfatorgi
(www.starfatorg.is).
Við úrvinnslu umsókna gildir mat Barnaverndarstofu
á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör
eru samkvæmt kjarasamningum Barnverndarstofu
við viðkomandi stéttarfélög. Í byrjun fá starfsmenn
5 daga grunnþjálfun í MST og reglulega þjálfun í
framhaldi.
Umsóknarfrestur er til 26. febrúar. Viðkomandi þarf
annað hvort að geta hafið störf sem fyrst eða eftir
nánara samkomulagi. Allar umsóknir gilda í sex
mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að
nýju. Nánari upplýsingar veittar á Barnaverndarstofu
í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknum má
einnig skila rafrænt til ingibjorg@bvs.is.
sími: 511 1144
Bílabúð Benna ehf er þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins stofnað 1975.
Bílabúð Benna ehf er m.a. umboðsaðili nýrra bíla frá Porsche, Chevrolet og SsangYong.
Umsóknir berist til Bílabúðar Benna, Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík eða á tölvupóstfangið
atvinna@benni.is fyrir mánudaginn 20. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Björn Ragnarsson.
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 110 Reykjavík - 590 2000 - www.benni.is - benni@benni.is
Hefur þú gaman af bílum?
Sérfræðingar í bílum
Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingum
með þægilegt viðmót og ríka þjónustulund. Um er að ræða
framtíðarstörf hjá spennandi og öflugu fyrirtæki í sókn.
Bílabúð Benna óskar eftir drífandi starfsfólki
Sölumaður nýrra bíla og
flotasala til fyrirtækja
Starfssvið:
- Sala nýrra bíla, aðaláhersla á Porsche
- Flotasala á nýjum bílum til fyrirtækja og stofnanna
Hæfniskröfur:
- Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu
- Reynsla af sölumennsku
- Reynsla af sölu á bílum er kostur
- Áhugi á bílum
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði, eldmóður og vinnusemi
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Bifvélavirki
á þjónustuverkstæði
Starfssvið:
- Viðgerðir á bílum frá Porsche,
Chevrolet og Ssangyong
Hæfniskröfur:
- Menntun í bifvélavirkjun
- Reynsla í bílaviðgerðum
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði, eldmóður og vinnusemi
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð