Fréttablaðið - 11.02.2012, Side 76
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR40
H
önnuðurinn Sruli Recht sýndi haust- og vetrarlínu
sína fyrir herra, Field Dressing – Where the Dark-
ness Devides, á tískuvikunni í París við góðar undir-
tektir. Fullt var út úr dyrum á sýningunni sem vakti
athygli fyrir frumlega framsetningu ekki síður en fal-
leg klæði. „Field Dressing samanstendur af 35 heildar-
klæðum, allt frá kjólfötum og upp í æfingagalla, þar sem klæðskera-
sniðnir jakkar, frakkar, hnepptar peysur, buxur, leggings og hnébuxur
koma við sögu. Að ógleymdum fylgihlutum, skóm, stígvélum, hönsk-
um og 75 gerðum af skarti,“ upplýsir Sruli, sem hefur ásamt sam-
hentum hópi aðstoðarfólks verið önnum kafinn við að setja línuna
saman síðustu mánuði.
Þetta er í þriðja sinn sem Sruli tekur þátt á tískuvikunni í París en
í fyrsta skipti sem lína frá honum lítur dagsins ljós á sjálfum sýning-
arpöllunum. Að þessu sinni fór hann þá óvenjulegu leið að fá til liðs
við sig þrjá íslenska dansara, Ernu Ómarsdóttur, Valdimar Jóhanns-
son og Sigríði Soffíu Níelsdóttur sem voru með innslag á sýningunni.
Ljósmyndir Marinós Thorlaciusar vöktu svo verðskuldaða athygli.
Karlmannlegt og
klæðskerasniðið
Hönnuðurinn Sruli Recht sýndi sína þriðju tískulínu fyrir karl-
menn á tískuvikunni í París í janúar. Kjólföt, peysur og æfinga-
gallar eru á meðal þess sem finna má í fötum Sruli sem hefur
verið búsettur í Reykjavík um árabil.
MADE IN ICELAND Allt í línu Sruli Recht er búið til á Íslandi. marino thorlacius
ÁHUGI UM ALLAN HEIM 20 verslanir um heim allan sýndu tískulínu Sruli Recht áhuga að lokinni sýningunni í París. Einnig munu fötin fást í netverslun hans þegar líður að hausti. Myndir/Marinó Thorlacius
ULL, LEÐUR, SILKI
Fagurt handverk
og flott efni ein-
kenna hönnun
Sruli Recht.