Fréttablaðið - 11.02.2012, Page 86
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR50
krakkar@frettabladid.is
50
1. Hvað heita hinir bangsalegu íbúar skógartunglsins
Endor?
2. Hvað heitir tvíburasystir Loga geimgengils og hvaða
titil ber hún?
3. Hver er aðstoðarflugmaður á geimskipinu Millenium
Falcon?
4. Hver var það sem Jedi-meistarinn Qui-Gon Jinn
bjargaði úr þrælahaldi á plánetunni Tatooine?
5. Hver er Padmé í raun og veru?
6. Hvaða smávaxni en vitri Jedi-meistari kemur
við sögu í öllum myndunum nema þeirri
fyrstu?
7. Hver er Svarthöfði?
8. Hver er faðir Loga geimgengils?
9. Hver tekur hjálminn af Svarthöfða í
Return of the Jedi?
10. Hver var frystur af illmenninu Jabba
the Hut?
Hvað veistu um Star Wars-myndirnar?
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Konan: Eftir hverjum ert þú
skírður, Hans?
Hans: Eftir spænska kónginum.
Konan: En hann heitir ekki
Hans.
Hans: Jú víst. Hans hátign!
Hvernig brenndi drekinn sig á
hendinni?
Hann hélt fyrir munninn þegar
hann geispaði.
Á veitingastaðnum:
Ég vildi gjarnan panta mér
borð.
Nei, því miður. Húsgögnin eru
ekki til sölu.
Mamma: Af hverju setur þú
bangsann þinn inn í frysti?
Halli: Af því mig langar í
ísbjörn.
VEFSÍÐAN fjolmenningarvefurbarna.net er forvitnileg síða þar sem fi nna má
upplýsingar um lönd og þjóðir víða um heim auk íslensks orðabanka, þýðingar-
véla á mörgum tungumálum, barnasöngva frá Evrópu og alls kyns fróðleiks.
Svör:
1. Ewokar. 2. Leia prinsessa. 3. Chewbacca,
sem er af tegundinni Wookie. 4. Anakin geim-
gengill. 5. Amidala, drottning plánetunnar
Naboo. 6. Yoda. 7. Anakin geimgengill. 8.
Svarthöfði. 9. Logi geimgengill. 10. Han Solo.
Nafnið þitt er mjög fallegt, getur
þú sagt okkur frá því? Takk fyrir
það. Mamma og pabbi völdu
nafnið mitt, mamma valdi Mána
því henni hefur alltaf þótt það
svo fallegt og pabbi valdi Ramzy
því besti vinur hans hét þessu
nafni. Norðfjörð og Secka eru
fjölskyldunöfnin mín.
Hvar lærðir þú að spila á
trommu? Ég lærði að spila á
trommur í Kramhúsinu hjá guð-
föður mínum, honum Alseny
Silla, og líka hjá Antonio sem var
með krakkanámskeið í Kramhús-
inu þarsíðasta sumar. Svo kemst
ég alltaf í trommurnar hjá ömmu
minni á Kryddlegin hjörtu. Þar
eru alls konar trommur til stað-
ar.
Hvernig líður þér þegar þú spil-
ar? Mér líður bara mjög vel, ég
elska að tromma.
Eru aðrir krakkar hissa á því
hvað þú ert flinkur að spila? Nei,
ekkert svo.
Spilar þú á einhver önnur hljóð-
færi? Ég hef spilað á gítar en mér
finnst skemmtilegast að tromma.
Finnst þér líka gaman að dansa?
Já, það er alveg gaman. Ég hef
verið á dansnámskeiði í Kram-
húsinu hjá Natöshu í breiki og
hipphoppi.
Hvað heitir skólinn þinn? Ég er í
Austurbæjarskóla.
Er gaman að vera þar? Já, mjög
gaman, en ekki þegar einhver er
að stríða mér.
Er það satt að þú sért löngu
búinn að læra að lesa? Já ég
lærði að lesa 5 ára.
Og kanntu að skrifa og reikna
líka? Já, ég er mjög góður í skrift
og reikningi.
Hver eru uppáhalds fögin þín í
skólanum? Mér finnst skemmti-
legast í sundi og textílmennt.
Ef þú fengir að vera fullorðinn
einn dag, hvað myndir þú þá
gera? Ég myndi vilja keyra um
á mótorhjóli.
Hefur þú heimsótt pabba þinn til
Gana? Já, þegar ég var tveggja
ára fór ég til pabba og ömmu.
Hvar ætlar þú að búa þegar þú
verður stór og með hverjum? Ég
ætla að búa hjá mömmu. Ég ætla
sko ekki að gifta mig.
ÆTLAR ALLTAF AÐ EIGA
HEIMA HJÁ MÖMMU
Máni Ramzy Norðfjörð Secka verður sjö ára eftir nokkra daga. Hann gengur í
Austurbæjarskóla og býr með Dagbjörtu mömmu sinni. Honum finnst oftast
gaman í skólanum en skemmtilegast þykir honum að tromma. Þegar hann verður
fullorðinn langar hann að keyra um á mótorhjóli og hann ætlar aldrei að gifta sig.
Máni Ramzy Norðfjörð Secka elskar að spila á trommur. Hann lærði að spila hjá guð-
föður sínum, Alseny Silla, sem spilar á trommur í Kramhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Einnig lokaútsala aðeins
þrjú verð 2000, 3000
og 4000 krónur.
Kynnum vor/sumar
2012 vörurnar
í Tvö líf í dag!