Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 102
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR66 sport@frettabladid.is KEFLAVÍK ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um að úrslit leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í körfubolta skuli standa en Keflavík kærði framkvæmd leiksins sem Njarðvík vann í framlengingu. Mótanefnd KKÍ hefur því sett undanúrslitaleikina á mánudagskvöldið klukkan 19.15. Njarðvík tekur þá á móti Haukum og Stjarnan sækir Snæfell heim. Þetta tryggir það jafnframt að bikaúrslitaleikur kvenna fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. febrúar. IE-deild karla: KR-Stjarnan 89-87 KR: Joshua Brown 21, Robert Ferguson 15, Finnur Atli Magnusson 15, Martin Hermannsson 13, Hreggviður Magnússon 8, Emil Þór Jóhannsson 6, Dejan Sencanski 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Ágúst Angantýsson 2. Stjarnan: Justin Shouse 28, Keith Cothran 15/10 stoðsendingar, Renato Lindmets 14, Marvin Valdimarsson 12, Jovan Zdravevski 9, Fannar Freyr Helgason 5, Guðjón Lárusson 4. Haukar-Keflavík 73-71 Haukar: Emil Barja 23, Hayward Fain 13/10 frák., Christopher Smith 12/19 frák/6 varin, Alik Joseph-Pauline 11, Örn Sigurðarson 6, Steinar Aronsson 5, Davíð Páll Hermannsson 2, Helgi Björn Einarsson 1. Keflavík: Jarryd Cole 22, Magnús Þór Gunnarsson 14, Kristoffer Douse 11, Charles Michael Parker 9, Valur Orri Valsson 6, Almar Guðbrandsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Ragnar Albertsson 2. STAÐAN: Grindavík 15 14 1 1341-1160 28 KR 15 10 5 1321-1277 20 Stjarnan 15 10 5 1335-1248 20 Keflavík 15 10 5 1362-1250 20 Snæfell 15 9 6 1434-1336 18 Þór Þ. 15 9 6 1277-1216 18 Fjölnir 15 7 8 1298-1348 14 ÍR 15 6 9 1294-1367 12 Tindastóll 15 6 9 1274-1351 12 Njarðvík 15 6 9 1257-1284 12 Haukar 15 3 12 1150-1263 6 Valur 15 0 15 1133-1376 0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði. Patrice Evra, bakvörður Man- chester United, sakaði Luis Suárez, framherja Liverpool, um kynþátta- níð eftir leikinn og Úrúgvæmað- urinn var síðan dæmdur í átta leikja bann af enska knattspyrnu- sambandinu. Málið fór strax hátt í öllum fjölmiðlum og hefur ekki þagnað síðan. Í raun má segja að menn hafi í raun beðið eftir því í 119 daga að þeir Suárez og Evra hittust á ný og í dag er komið að því. Sir Alex Ferguson, stjóri Man- chester United, og Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafa undanfarna fjóra mánuði þurft að svara ótelj- andi spurningum um mál þeirra Suárez og Evra. „Allir þeir sem koma að þessum leik með einum eða öðrum hætti, þar á meðal fjölmiðlar, stuðnings- menn og liðin sjálf, bera þá ábyrgð að þessa leiks verði aðeins minnst fyrir frábæran fótbolta en ekki einhvers annars,“ sagði Kenny Dalglish og bætti við: „Ég veit að allir vilja tala um Luis Suárez en hann er búinn að taka út sitt bann og er kominn aftur til baka. Það er kominn tími til að við komumst yfir þetta mál og höldum áfram,“ sagði Dalglish. „Við ætlum bara að halda áfram að sinna okkar starfi. Við höfum haldið okkar virðingu í gegnum allt þetta mál og ætlum bara að einbeita okkur að leiknum. Liver- pool-menn hafa tjáð sig mikið um málið, en við höfum haldið okkur til hlés og það er að mínu mati rétta leiðin í svona málum,“ sagði Sir Alex Ferguson. Flestir knattspyrnuáhugamenn munu þó örugglega bíða spenntast- ir eftir því hvort þeir Luis Suárez og Patrice Evra heilsist fyrir leik og hvernig barátta þeirra á vellin- um eigi eftir að þróast. Það er líka spurning hvort fleiri hljóðnemar eða fleiri myndavélar verði á vellinum fari svo að það sjóði aftur upp á milli þeirra. Eitt er nokkuð öruggt að Suárez mun draga sig út til hægri og sækja ítrekað á Patrice Evra því annars væri hann ekki að spila sinn leik. „Ég hef talað við Luis og ég veit að hann mun taka í höndina á Pat- rice Evra og öðrum leikmönnum Manchester United fyrir leikinn,“ sagði Dalglish og Ferguson hefur ekki miklar áhyggjur af einu mest umtalaða handabandi síðari tíma. „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það og það er ekkert til umræðu og hefur aldrei verið til umfjöllunar innan okkar raða. Við erum bara að einbeita okkur að þessum fótboltaleik,“ sagði Sir Alex Ferguson. Man. Utd. hefur unnið 7 af 8 síð- ustu leikjum sínum í deild og bikar á móti Liverpool á Old Trafford og fær hér kjörið tækifæri til að hefna fyrir bikartapið á Anfield í síðasta mánuði. Það má búast við því að annað liðið fagni sigri í dag því jafntefli liðanna í október var aðeins annað af tveimur jafntefl- um liðanna í síðustu 23 deildar- leikjum. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 12.45 í dag. Luis Suárez og Patrice Evra eru bara tveir af 22 frábærum fót- boltamönnum á vellinum og allir þeirra vita fátt verra en að tapa á móti erkifjendunum. Það verður því barist fyrir hverjum bolta í 90 mínútur á Old Trafford. Stigin þrjú eru líka lið- unum afar mikilvæg, United á í titilbaráttu við City og Liverpool- menn lifa enn í voninni um sæti í Meistaradeildinni. Sigur í þessum leik væri stórt skref í átt að því að ná þeim markmiðum. ooj@frettbladid.is SUÁREZ OG EVRA HITTAST Á NÝ Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er viðureign erkifjendanna Manchester United og Liverpool á Old Trafford í hádeginu í dag en allir bíða spenntir að sjá hvað gerist á milli þeirra Luis Suárez og Patrice Evra. FYRIR 119 DÖGUM Patrice Evra og Luis Suárez í leik Manchester United og Liverpool á Anfield í október. AFP Sunnudagurinn 12. febrúar 15.45 SchenkerhöllinniHaukar FH– Mánudagurinn 13. febrúar 19.30 DigranesiHK Fram– HANDBOLTI 2012 UNDANÚRSLITFíton / SÍA EIMSKIPSBIKAR KARLA FÓTBOLTI „Ég verð að sitja uppi með það að ég hélt trúnaði við Ólaf og hélt hann vera rétta manninn í fjögur ár. Stigin töluðu svo sínu máli,“ sagði Geir Þor- steinsson, formaður KSÍ, í við- tali í útvarpsþættinum Boltinn á X-inu 977 í gær en hann var þar í ítarlegu viðtali. Þar svarar hann því hvort rétt hafi verið að veðja á Ólaf Jóhannesson sem lands- liðsþjálfara. Geir sér ekki eftir því. „Nei, ég sé ekki eftir því. Ég lít ekki á þessa ráðningu sem mistök. Ég sé ekki eftir þessum tíma.“ Í viðtalinu var farið um víðan völl og Geir segist meðal annars hafa kosið Sepp Blatter með góðri samvisku. Viðtalið við Geir er aðgengilegt í heild sinni inni á Vísir.is. Geir Þorsteinsson: Sé ekki eftir að hafa ráðið Ólaf GEIR OG ÓLAFUR Stóðu þétt saman er Ólafur stýrði landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI KR vann mikilvægan tveggja stiga sigur 89-87 á Stjörn- unni á heimavelli sínum í gær- kvöldi þar sem Joshua Brown tryggði sigurinn með tveimur vítum þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. KR var lengst af yfir í leiknum sem jafnaðist í fjórða leikhluta. Allt virtist benda til þess að leikur- inn yrði framlengdur þar til Keith Cothran braut á Brown í þriggja stiga skoti rétt fyrir leikslok. „Við virðumst bara spila spenn- andi leiki núna. Þetta spilaðist ekki eins og við ætluðum okkur. Mér fannst við hafa alla burði til að vera mun meira yfir í fyrri hálf- leik. Glötuð víti og glataðir bolt- ar gegnum gangandi allan leikinn valda okkur vandræðum,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR í leikslok. „Við fáum umdeild víti í lokin en við gerum vel í að halda boltanum þangað til í lokin og taka ákvörð- un,“ sagði Hrafn sem tók leikhlé fyrir vítaskot Brown þar sem lagt var upp með að hann klikkaði úr þriðja vítinu svo Stjarnan gæti ekki tekið leikhlé. Í hinum leik gærkvöldsins komu Haukar á óvart með því að leggja Keflavík eftir framlengingu. - gmi KR vann sigur á Stjörnunni í háspennuleik: Dýrt brot hjá Cothran BARÁTTA Það var hart barist í DHL-höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.