Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 16
16 16. mars 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í slendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launa- maður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað „greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts“ samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári. Lífeyrissjóðir eru skuldbundnir samkvæmt lögum að fjárfesta að minnsta kosti helming eigna sinna, sem í dag eru rúmlega 2.100 milljarðar króna, innanlands. Þess utan eru í gildi gjaldeyrishöft sem gera þeim ókleift að fjárfesta nýjar innborganir í kerfið utan Íslands. Þær eru um 120 milljarðar króna á ári hverju. Ýmsir hafa séð sér leik á borði í þessum aðstæðum. Þeirra á meðal er íslenska ríkið og tæknilega gjaldþrota sveitarfélög. Hægt og rólega hafa þessir aðilar látið lífeyrissjóðina kaupa upp skuldir sínar. Í byrjun árs 2007 áttu sjóðirnir skuldabréf útgefin af þeim fyrir um 55 milljarða króna. Þá voru slík bréf 3,6% af heildareignum sjóðanna. Í lok september 2008, við anddyri hrunsins, nam eignin 97 milljörðum króna og hlutfallið af heildareignum var 5,5%. Í lok janúar síðastliðins áttu íslenskir lífeyrissjóðir skuldabréf ríkis og sveitarfélaga fyrir 297,4 millj- arða króna. Þau eru nú 13,9% af heildareignum þeirra. Þar sem nýir fjárfestingarmöguleikar á Íslandi eru nánast engir er hrikaleg stærð lífeyrissjóðanna í íslensku samhengi bóluvaldandi. Þá neyðast þeir líka til að leita í gerninga sem eru ekki nægilega arðbærir. Með öðrum orðum eru kjöraðstæður til að neyða þá til að taka þátt í fjárfestingum sem eru andstæðar starfsmarkmiði þeirra. Innanríkisráðherrann vill til dæmis að lífeyrissjóðir einbeiti sér að óútskýrðum „samfélagslega verðugum verkefnum“ og að þeir séu nýttir til „markvissrar uppbyggingar á innviðum samfélags- ins“. Seðlabankanum fannst kjörið að neyða sjóðina til að taka þátt í gjaldeyrisútboðum sínum með hótunum um himinháa skattlagningu yrðu þeir ekki við þeim kröfum. Aðrir vilja nota peninga sjóðanna til að byggja risavaxið sjúkrahús, endurfjármagna himinháan bygg- ingarkostnað tónlistarhúss, grafa göng, byggja vegi eða „leiðrétta forsendubresti“ fyrir nokkra tugi milljarða króna sem þröngur hópur skuldara telur sig hafa orðið fyrir. En lífeyrissjóðir eiga ekkert að gera þessa hluti. Þeir eiga, fyrst og fremst, að geta borgað Íslendingum sómasamlegan lífeyri þegar þeir eru orðnir gamlir og víkja af vinnumarkaði fyrir nýjum kyn- slóðum. Allar ákvarðanir þeirra eiga að miðast við það, og því á að hleypa sjóðunum út úr íslensku hagkerfi til að fjárfesta. Frekar ætti að takmarka heimildir lífeyrissjóða til innlendra fjárfestinga við um það bil þriðjung af ráðstöfunarfé þeirra. Í dag eru þær um 75% þess. Þetta er ekki óþekkt og leysir misnotkunarvandann. Norðmenn til að mynda setja allt ráðstöfunarfé olíusjóðs síns í fjárfestingar erlendis. Sú hægláta þjóðnýting sem á sér stað á lífeyri landsmanna er af völdum manna sem hugsa til skamms tíma, ekki lengri. Takmark hennar er að nýta núna fé sem er í eigu komandi kynslóða lífeyris- þega til að létta tímabundna skuldabyrði eða til að láta drauma um óarðbærar framkvæmdir verða að veruleika. Og það er rangt. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsa- leigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverj- um þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubæt- ur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigu- bóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstak- ar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigj- enda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðis- stefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslu- byrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum hús- næðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðnings- kerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkur- borg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda sam- þykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfið- leika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur. Svar til Sjálfsbjargar Samfélags- mál Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs Lífeyrissjóðir þurfa að fá að fjárfesta erlendis: Þjóðnýting og misnotkun Flott gúmmístígvél frá Stylesnob 12.990 kr. www.facebook.com/MAIAReykjavik Sök klínt á sjálfstæðismenn Í ritstjóraspjalli nýútkominna Þjóð- mála er tekin upp þykkjan fyrir marga valinkunna einstaklinga sem hafa verið milli tannanna á fólki. Þar er farið yfir málarekstur yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, sem er afsprengi „bandalags vinstri manna og útrásarmanna“ til þess að „klína sök“ á Sjálfstæðis- flokkinn „og ekki síst Davíð Oddsson“. Þá er lýst yfir furðu á nýlegum dómum yfir Birni Bjarnasyni og Baldri Guðlaugs- syni. Baldur er þar sagður „vammlaus maður í hvívetna“ sem hafi orðið á „augnabliks dómgreindarbrestur“. Óvenju langt augnablik Er þá væntanlega átt við tveggja daga langt augnablik þar sem Baldur ákvað að selja hlut sinn í Landsbankanum fyrir tæpar 200 milljónir króna í tveimur lotum. Það var svo í ljósi upplýsinga sem Hæstiréttur hefur síðan staðfest að voru inn- herjaupplýsingar. Í góðra vina hópi Síðasti einstaklingurinn sem tekið er til varna fyrir er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fyrir „skörunglegar ákvarðanir“ í Grímsstaðamálinu. Óvíst er hvort Ögmundur hreykir sér af þessum félagsskap. Á bloggi sínu setur Jónas Kristjáns- son Ögmund í svipaðan hóp. Undir öðrum formerkjum þó en í Þjóðmálum, eins og við var að búast. thorgils@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.