Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 50
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR átti mjög góðan leik í markinu og Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sigur- markið þegar LdB Malmö vann þýska liðið 1. FFC Frankfurt 1-0 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild- ar Evrópu í fótbolta í gær. Þóra sýndi mikið öryggi í markinu allan tímann og varði alls níu skot en Sara skoraði sigurmarkið á 25. mínútu og hefur því skorað 5 mörk í 5 leikjum í Meistaradeildinni á tímabilinu. 525 8000 www.bilaland.is KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA (Bílakjarninn) VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: E N N E M M / S ÍA / N M 5 10 0 4 KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Breiðagerði 7 - 108 Reykjavík Þrastarás 25 - 221 Hafnarfjörður Opið hús í dag föstudag frá kl. 12:30 til 13:00 347,9 m2 einbýlishús með aukaíbúð í kjallara við Breiðagerði 7 í Reykjavík. Húsið sjálft er á þremur hæðum skráð 219 m2. Bílskúrinn er skráður 40 m2 og geymsla í kjallara undir bílskúrnum er skráð 89 m2. Eignin er laus til afhendingar strax. V. 53,9 m. 10293 Opið hús í dag föstudag frá kl. 12:30 til 13:00 Mjög fallegt og vel skipulagt 231,5 m2 einbýlishús með stórum bílskúr við Þrastarás 25 í Hafnarfirði. Stór timburverönd. Fallegar innréttingar og gólfefni. Stutt í skóla og leikskóla. Eignin er laus til afhendingar strax. V. 53,9 m 10291 OP IÐ H ÚS OP IÐ H ÚS Iceland Express karla Grindavík-Snæfell 89-101 (39-52) Stig Grindavíkur: J’Nathan Bullock 25 (13 frák.), Páll Axel Vilbergsson 18, Þorleifur Ólafsson 13, Sigurður Þorsteinsson 7, Jóhann Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Ómar Sævarsson 6, Ryan Pettinella 4, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Stig Snæfells: Marquis Sheldon Hall 22, Quincy Hankins-Cole 21 (17 frák.), Jón Ólafur Jónsson 18 (11 frák.), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Hafþór Ingi Gunnarsson 14, Sveinn Davíðsson 8, Ólafur Torfason 2, Óskar Hjartarson 2. Fjölnir-Njarðvík 92-74 (43-36) Stig Fjölnis: Calvin O’Neal 27, Nathan Walkup 20 (11 frák.) Jón Sverrisson 16 (12 frák.), Arnþór Freyr Guðmundsson 14 (6 frák./6 stoðs.), Björgvin Ríkharðsson 13, Daði Berg Grétarsson 2. Stig Njarðvíkur: Cameron Echols 24 (15 frák.), Travis Holmes 17, Elvar Már Friðriksson 13, Páll Kristinss. 6, Styrmir Fjeldsted 6, Ólafur Helgi Jónss. 5, Oddur Péturss. 2, Maciej Baginski 1. ÍR-Haukar 87-92 (46-49) Stig ÍR: Robert Jarvis 26, Rodney Alexander 21 (11 frák.), Nemanja Sovic 17, Ellert Arnarson 8, Kristinn Jónasson 6, Níels Dungal 6, Eiríkur Önundarson 3. Stig Hauka: Christopher Smith 25, Emil Barja 19, Alik Joseph-Pauline 15 (10 frák./7 stoðs.), Chavis Lamontz Holmes 12, Helgi Björn Einarsson 9, Haukur Óskarsson 5, Guðmundur Kári Sævarsson 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Örn Sigurðarson 2. STAÐAN Í DEILDINNI: Grindavík 20 17 3 1799- 1599 34 Þór Þ. 19 13 6 1624-1516 26 KR 19 12 7 1679-1609 24 Stjarnan 19 12 7 1667-1574 24 Keflavík 19 12 7 1716-1603 24 Snæfell 20 11 9 1877-1780 22 Tindastóll 19 9 10 1578-1652 18 Njarðvík 20 9 11 1682-1714 18 ÍR 20 8 12 1770-1855 16 Fjölnir 20 8 12 1714-1801 16 Haukar 20 6 14 1575-1654 12 Valur 19 0 19 1444-1768 0 LEIKIR Í KVÖLD: Tindastóll - Þór Þorl. Sauðárkr. Kl. 19.15 Keflavík - Stjarnan Toyota höllin Kl. 19.15 Valur - KR Vodafonehöllin Kl. 19.15 Evrópudeildin 16 liða úrslit Athl. Bilbao - Man. United 2-1 (5-3 sam.) 1-0 Fernando Llorente (23.), 2-0 Oscar De Marcos (65.), 2-1 Wayne Rooney (80.) Man.City - Sporting Lissabon 3-2 (3-3) 0-1 Matías Fernández (33.), 0-2 Ricky van Wolfswinkel (40.), 2-1 Sergio Agüero (60.), 2-2 Mario Balotelli, víti (75.), 3-2 Agüero (82.) Hannover 96 - Standard Liege 4-0 (6-2) Birkir Bjarnason fékk ekki að koma inná. PSV - Valencia 1-1 (3-5) Udinese - AZ Alkmaar 2-1 (2-3) Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á 78. mín. Besiktas - Atlético Madrid 0-3 (1-6) Olympiakos - Metalist Kharkiv 1-2 (2-2) Schalke 04 - Twente 4-1 (4-2) ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Manchester-liðin geta farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eftir að þau féllu bæði úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. United tapaði 2-1 á útivelli á móti spænska liðinu Athletic Bilbao og það nægði ekki City að vinna 3-2 heimasigur á portú- galska liðinu Sporting Lissabon. Athletic Bilbao yfirspilaði Manchester United lengstum í gær alveg eins og í fyrri leiknum og það er óhætt að segja að Span- verjarnir hafi unnið sannfærandi sigur í báðum leikjum. Manchester United hefur þar með tapað þrem- ur Evrópuleikjum í röð og alls fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni og Evr- ópudeildinni. „Ég held að við getum ekki kvartað. Það er enginn léttir að vera fallinn úr leik. Það voru samt mestu vonbrigðin að falla út úr Meistaradeildinni,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man United. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust áfram þrátt fyrir að leika manni færri í 87 mínútur í 2-1 tapi á móti Udinese á Ítalíu. Birkir Bjarnason og félagar í Standard Liege eru úr leik. - óój Bæði Manchester-liðin féllu úr leik í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær: Enn eitt Evróputapið hjá United WAYNE ROONEY Skoraði 3 mörk í leikj- unum á móti Bilbao. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÖRFUBOLTI Deildarmeistarar Grindavíkur höfðu greinilega lítinn áhuga á því að lyfta bikar við bestu aðstæður í gær því þeir virtust aldrei vera með hugann almennilega við verkefnið. Þeir reyndu þó að kreista fram bros í leikslok er þeir tóku við deild- armeistaratitlinum. Hólmarar brostu þó hringinn enda komnir í úrslitakeppnina með sigri. Helgi Jónas ekki sáttur „Ég er ekki sáttur. Þetta var bara lélegt. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, svekktur í leikslok. Helgi var foxillur út í sína leik- menn allan leikinn og sparkaði í veggi er hann var hvað reiðastur. „Ég sagði mönnum að njóta sín í leiknum en þeir fylgdu ekki neinu af því sem búið var að leggja upp með. Það tekur á að horfa á slíkt. Ég veit ekki hvað skal skrifa þetta á. Bara þjálfar- ann. Ég verð að taka þetta á mig, það er minnsta mál,“ sagði Helgi sem hefur verið duglegur að skamma sína menn í vetur þó svo þeir hafi verið langbestir. „Það liggur við að það sé eina sem virkar á þá. Ef ég segi ekki neitt þá fer þetta í tóma vitleysu.“ Það voru gestirnir sem mættu miklu betur stemmdir til leiks. Grindvíkingar höfðu ekki að neinu að keppa nema vera í góðu skapi í bikarafhendingunni eftir leik. Það virtist ekki vera næg hvatning því þeir voru algjörlega hauslausir nær allan hálfleikinn. Gestirnir úr Hólminum náðu fljótt þægilegu forskoti og mest- ur var munurinn 20 stig í fyrri hálfleiknum. Útlendingarnir spiluðu vel í liði Snæfells sem og Jón Ólafur og Pálmi Freyr. J‘Nathan Bullock var eini mað- urinn með meðvitund hjá Grind- víkingum og þökk sé honum var munurinn aðeins þrettán stig í hálfleik, 39-52. Snæfell hélt einbeitingu í síðari hálfleik, gaf Grindvík- ingum engin færi á sér sem þó voru skömminni skárri í síð- ari hálfleik. Grindvíkingar komust aldrei nær en ellefu stig og Snæfell fagnaði mjög sanngjörnum sigri. „Þetta var langt yfir pari hjá mörgum rétt eins og undanfarið. Nú var grimmdin og einbeitingin til fyrirmyndar allan leikinn hjá okkur. Menn voru í stuði enda er úrslitakeppnin að byrja,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann var hæstánægð- ur með sætið í úrslitakeppninni. „Nú þurfum við að bæta við okkar leik og ætlum að koma inn í úrslitakeppnina með stemningu.“ Haukar enn á lífi Það er enn spenna í fallbarátt- unni eftir leikina í gærkvöldi því Haukar héldu sér á lífi með því að vinna fimm stiga sigur á ÍR í Seljaskóla. Fjölnir vann á sama tíma Njarðvík sem þýðir að bæði ÍR og Fjölnir eru með fjórum stigum meira en Haukar. Hauk- arnir búa hins vegar að því að vera með betri innbyrðisstöðu en bæði þessi lið og það eru enn fjögur stig eftir í pottinum. henry@frettabladid.is ooj@frettabladid.is SÚRSÆT BIKARLYFTING Grindvíkingar lyftu deildarmeistaratitlinum í gærkvöld en það var lítill meist- arabragur á leik þeirra þegar þeir töpuðu, 89-101, fyrir spræku liði Snæfells. BIKARINN Á LOFT Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur, lyftir hér deildarmeistarabikarnum í gær. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.