Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 29
LÍFIÐ 16. MARS 2012 • 9 ekki sjúkt og hann hefur yfir alveg ótrúlega fullkomnu kerfi að ráða til að viðhalda heilbrigði sínu. En lífsstíll okkar í dag verður honum ofviða. Því er stundum haldið fram að við verð- um að deyja úr einhverju en helming- ur þeirra sem deyr vegna lífsstílssjúk- dóma í heiminum er undir sjötugu. Það er enginn aldur. Og að lyfjunum – hver ákvað að við niðurgreiðum nánast bara lyf en ekki aðrar með- ferðir? Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að þunglyndislyf hafa ekki meiri áhrif á vægt og miðlungs þung- lyndi en lyfleysa og ekki meiri áhrif en regluleg hreyfing. Hvers vegna er hreyfingin ekki niðurgreidd en þung- lyndislyf í stórum stíl. Lyf geta gert gagn en ofnotkunin blasir við. Mat- aræði hefur gríðarleg áhrif á heilsu. Því er svo haldið fram að það hafi ekki verið sannað með tvíblindum empírískum rannsóknum, svokölluð- um gullrannsóknum sem henta pa- tentlausnum eins og lyfjum mjög vel, að matur geti fyrirbyggt og jafnvel hjálpað líkamanum að lækna sig af sjúkdómum. En vísbendingarnar eru óteljandi í óteljandi rannsóknum og fólk á rétt á þessari vitneskju. Heil- brigðiskerfið sem við höfum byggt upp mun að mínu mati ekki geta staðið undir sér. Það er einfaldlega of dýrt. Við verðum að fara að búa hérna til raunverulegt heilbrigðiskerfi en ekki áframhaldandi sjúkdóma- kerfi. Sem bregst bara við þegar að við erum orðin veik. En það þarf hug- rekki í svona breytingar – og spurn- ingin sem blasir við er hvort við þurf- um að gera ráð fyrir 290 þúsund fer- metrum undir veikt fólk í framtíðinni en það er gert ráð fyrir þessu bygg- ingarmagni í áætlunum um nýja spít- alann – í stað þess að gera áætlun um hvernig við ætlum að snúa þessu við og fækka þeim sem verða veikir og þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Telurðu íslenskan almenn- ing nógu vel upplýstan um inni- hald matvæla? Vitund almennings er alltaf að aukast og fleiri og fleiri eru farnir að skoða innihaldslýsing- ar þess sem þeir versla. En við þurf- um auðvitað að vita hvað á að forð- ast svona að öllu jöfnu. Ég hvet alla til að gera það þó það sé ekki nema til að verða meðvitaðri um hvað þeir eru að setja ofan í sig. En ef reglan er að borða að mestu leyti óunna mat- vöru og búa sem mest til frá grunni OTKUN Framhald á síðu 10 umhverfi og eiturefnin sem við höfum dreift út í umhverfið hafa safnast upp og við neytum þeirra daglega. Lífs- stílssjúkdómar blómstra og stóru lausnirnar sem kerfið býður upp á felast í þróun nýrra lyfja. Takið bara eftir því næst þegar fjallað verður um sjúkdóm í sókn að þá mun að öllum líkindum fylgja frétt um að vonir séu bundnar við lyf eða þróun nýrra lyfja. Við erum eiginlega bara farin að trúa því að náttúrulegt ástand manns- ins sé sjúkt en ekki heilbrigt – og að það sé eðlilegt að taka inn töfl- ur í stórum stíl til að laga ástandið. Og að það sé bara eðlilegt að hérna deyi til dæmis sjö hundruð manns á ári vegna hjarta- og æðasjúkdóma og sex hundruð úr krabbameini. Ef sami fjöldi færist á hverju ári í bíl- eða flugslysum yrði tekið í taumana. Líkaminn er alveg ótrúlega fullkom- ið tæki og í raun fullkomin efnaverk- smiðja. Náttúrulegt ástand hans er Þú munt elska þær breytingar sem þú sérð Nýtt. Revitalizing Supreme Nú getur þú endurvakið náttúrulega eiginleika húðarinnar til að sýnast yngri með kremi sem uppfyllir allar þarfir húðarinnar Með hverju keyptu kremi af Revitalizing Supreme fylgir snyrtibudda frá Estée Lauder með varalit, viðgerðardropum og nýja kreminu* *meðan birgðir endast Verslanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.