Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 6
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR6 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Fiskikóngurinn ætlar að keppa í meistaramóti fisksala sem haldið verður í Danmörku 20 mars næstkomandi. Þar á að keppa í ostru opnun, opnaðar verða 30 ostrur á tíma. Fiskikóngurinn hefur því pantað 400 ostrur til þess að æfa sig á að opna þær. Til gamans ætlum við að gefa viðskiptavinum að smakka ostrurnar sem verða opnaðar. ÓKEYPIS SMÖKKUN á framandi f iski . Ætlum að leyfa viðskiptavinum að smakka ostrur frá 3-6. Vorum að fá glænýjar ostrur frá Hollandi HUMAR 3.990 kr.kg Stærð 18-24HUMAR 2.000 kr.kg VIÐSKIPTI Arion banki færði eign- ir sínar niður um 13,8 millj- arða króna vegna kostnaðar við endurreikning gengislána í kjöl- far dóms Hæstaréttar í febrú- ar síðastliðnum. Útreikning- urinn byggir á sviðsmynd sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur teiknað upp vegna dómsins. Alls eru sviðsmyndir FME fjórar og Arion banki valdi þá sem hann taldi líklegasta. Sá fyrirvari er þó gerður á útreikningnum að hann gæti breyst umtalsvert, til hins betra eða verra fyrir bankann, ef túlkun á niðurstöðu Hæstaréttar tekur breytingum frá þeirri sviðsmynd sem valin var. Þetta kemur fram í árs- reikningi Arion banka sem birt- ur var í gær. Bankinn er fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja að birta mat á kostnaði sínum vegna niðurstöðu Hæstaréttar í febrúar. Hagnaður Arion banka eftir skatta var 11,1 milljarður króna á síðasta ári og arðsemi eiginfjár 10,5%. Vaxtatekjur bankans juk- ust milli ára og voru 23,4 milljarð- ar króna. Þá jukust þóknanatekjur úr 6,9 milljörðum króna í 10,7 milljarða króna. Á kynningar- fundi með fjölmiðlum í gær sagði Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion, að tæpur helming- ur þeirra væri tilkominn vegna greiðslukortaþjónustu dóttur- félagsins Valitor og um fjórðung- ur vegna eignastýringar bankans. Að mati Höskuldar er niðurstaðan viðunandi. Útlán Arion banka jukust úr 451,2 milljörðum króna í 561,6 milljarða króna á árinu 2011 og eignir hans jukust því umtals- vert á liðnu ári. Tvennt var þó ráðandi í þessari breytingu. Ann- ars vegar greiddi Össur hf. upp öll sín lán hjá Arion, sem voru vel á þriðja tug milljarða króna, í mars 2011 með endurfjármögnun frá erlendum bönkum. Hins vegar tók Arion yfir íbúðalánasafn þrotabús Kaupþings, sem metið er á 120 milljarða króna, og hafði áður verið í sérstökum sjóði. Innstæður jukust og eru sem áður uppistaðan í fjármögnun bankans, eða 67% hennar. Helstu stjórnendur Arion greindu frá því á kynningarfundinum í gær að ein þeirra lykilspurninga sem bankinn stæði frammi fyrir í ár væri hvort, og þá hvenær, hann ætti að sækjast eftir lánshæfiseinkunn hjá alþjóð- legum matsfyrirtækjum. Slíkt yrði lykillinn að því að blanda fjármögn- un hans betur þannig að hún hvíldi ekki jafn mikið á innlánum. Hvort það yrði gert færi þó eftir þróun á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Ísland er sem stendur með lægstu einkunn í fjárfestingaflokki. Sú einkunn þyrfti að hækka um eitt eða tvö hök. thordur@frettabladid.is Gengisdómur kostaði Arion 13,8 milljarða Arion banki birti fyrstur allra áætlað tap sitt vegna gengislánadóms. Tapið bygg- ir á einum af fjórum sviðsmyndum FME. Útlán bankans jukust mikið vegna kaupa á lánasafni þrotabús Kaupþings. Farinn að huga að lánshæfiseinkunn. HAGNAÐUR Uppistaðan í fjármögnun Arion banka eru innstæður. Vilji er til þess að fjármagna bankann meira með öðrum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkeppniseftirlitið heimilaði á föstudag fjármálafyrirtækjum landsins að hafa með sér afmarkað samstarf sem miðar að því að hraða úrvinnslu skuldamála sem varða gengisbundin lán vegna dóms Hæstaréttar 15. febrú- ar síðastliðinn. Á meðal skilyrða sem sett voru fyrir samstarfi var aðkoma fulltrúa Neytendastofu og talsmanns neytenda. Í úrskurði eftirlitsins er enn fremur sett það skilyrði „að fjármálafyrirtækin fresti fullnustuaðgerðum vegna krafna sem ljóst er að falli undir dóm Hæstaréttar, meðan á samstarf- inu stendur“. Þegar hafa farið fram tveir fundir á grundvelli úrskurðarins. Samráðsfundir hafnir EVRÓPUMÁL Stefnt er að því að opna fjóra nýja samningskafla í aðildar- viðræðum Íslands og ESB á ríkja- ráðstefnu í lok mánaðarins. Þar verður einnig leitast við að loka sem flestum köflum. Þá munu við- ræður í lykilköflum, til dæmis fiskveiðum og landbúnaði, hefjast í ár. Þegar hafa ellefu kaflar af 35 verið opnaðir og átta þeirra hefur þegar verið lokað. Þetta kom fram í máli Stefan Füle, stækkunarmálastjóra ESB, og Nicolai Wammen, Evrópumála- ráðherra Dana, á Evrópuþinginu á miðvikudag þar sem álykt- u n þi ngsi ns vegna stöðu við- ræðnanna var afgreidd. Báðir voru þeir bjartsýnir um að viðræður myndu ganga vel og fljótt fyrir sig, þó þess yrði gætt að huga betur að vönduðum vinnubrögðum en hraðri afgreiðslu. Í umræðunum sagði Füle að sambandið væri tilbúið til að taka tillit til „sérstöðu og væntinga Íslands“ í viðræðunum. Þó innan grundvallarreglna sambandsins. Ályktunin var rædd á Alþingi í gær þar sem til tals kom kafli um makríldeilur Íslands við ESB og Noreg. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra áréttaði að ekkert yrði gefið eftir í þeim viðræðum. „Af hálfu okkar er ekki líðandi að ESB setji fram einhver skilyrði um makrílinn í samningaviðræðum almennt um aðildarferlið,“ sagði Jóhanna. - þj Ályktun Evrópuþingsins um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB: Stefna að opnun fjögurra nýrra kafla STEFAN FÜLE f lítranum fjórfaldir darpunktar celandair ÓB-lyklinum a Vil I eð m Afslátturinn er bæði á ÓB og Olís-stöðvum og gildir einnig fyrir ÓB-frelsiskort og Staðgreiðslukort Olís. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ BELGÍA Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu í dag vegna rútuslyss sem varð 28 manns að bana í Sviss á þriðjudag. 21 Belgi og sjö Hollendingar létust, 22 skólabörn og sex fullorðnir. Um hundrað ættingjar hinna látnu fóru til Sviss á miðvikudag á vegum belgískra stjórn- valda. Þeir heimsóttu slysstaðinn í gær auk þess sem hluti þeirra fór í líkhús til að bera kennsl á látna ástvini sína. Yfirvöld í Sviss hafa þó sagt að sum líkanna séu of illa farin til þess að fjölskyldumeðlimir verði látnir bera kennsl á þau. Hefja átti flutning líkanna til Belgíu í gærkvöldi. Börnin höfðu verið í skíðaferðalagi í Sviss og voru nýlögð af stað heim á leið í þremur rútum þegar slysið varð. Rútan skall á vegg í göngum en verið er að rannsaka orsök slyssins. Ekkert bendir til þess að rútunni hafi verið ekið of hratt og tveir bílstjórar hennar höfðu virt regl- ur um hvíldartíma. Nú er verið að skoða hvort rútan hafi bilað, hvort bílstjórinn hafi veikst eða hvort mannleg mistök hafi valdið slysinu. Fjölmiðlar í Sviss og Belgíu greindu frá því í gær að bílstjórinn hefði skipt um dvd-disk rétt áður en slysið varð og höfðu þær upplýsingar frá ónefndum eftirlifendum. Lögregla sagði í gær að myndbandsupptökur úr göngunum sýndu ekkert slíkt. - þeb Lögregla í Sviss rannsakar rútuslys og þjóðarsorg hefur verið lýst yfir: Lík barnanna flutt til Belgíu BÖRNIN HUGGUÐ Mikil sorg ríkti við minningarathöfn sem haldin var í barnaskólanum í Lommel í Belgíu í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Hjólar þú í vinnuna? JÁ 8,5% NEI 91,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hræðist þú uppgang glæpa- gengja hér á landi? Segðu þína skoðun á Vísir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.