Fréttablaðið - 16.03.2012, Page 6

Fréttablaðið - 16.03.2012, Page 6
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR6 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Fiskikóngurinn ætlar að keppa í meistaramóti fisksala sem haldið verður í Danmörku 20 mars næstkomandi. Þar á að keppa í ostru opnun, opnaðar verða 30 ostrur á tíma. Fiskikóngurinn hefur því pantað 400 ostrur til þess að æfa sig á að opna þær. Til gamans ætlum við að gefa viðskiptavinum að smakka ostrurnar sem verða opnaðar. ÓKEYPIS SMÖKKUN á framandi f iski . Ætlum að leyfa viðskiptavinum að smakka ostrur frá 3-6. Vorum að fá glænýjar ostrur frá Hollandi HUMAR 3.990 kr.kg Stærð 18-24HUMAR 2.000 kr.kg VIÐSKIPTI Arion banki færði eign- ir sínar niður um 13,8 millj- arða króna vegna kostnaðar við endurreikning gengislána í kjöl- far dóms Hæstaréttar í febrú- ar síðastliðnum. Útreikning- urinn byggir á sviðsmynd sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur teiknað upp vegna dómsins. Alls eru sviðsmyndir FME fjórar og Arion banki valdi þá sem hann taldi líklegasta. Sá fyrirvari er þó gerður á útreikningnum að hann gæti breyst umtalsvert, til hins betra eða verra fyrir bankann, ef túlkun á niðurstöðu Hæstaréttar tekur breytingum frá þeirri sviðsmynd sem valin var. Þetta kemur fram í árs- reikningi Arion banka sem birt- ur var í gær. Bankinn er fyrstur stóru viðskiptabankanna þriggja að birta mat á kostnaði sínum vegna niðurstöðu Hæstaréttar í febrúar. Hagnaður Arion banka eftir skatta var 11,1 milljarður króna á síðasta ári og arðsemi eiginfjár 10,5%. Vaxtatekjur bankans juk- ust milli ára og voru 23,4 milljarð- ar króna. Þá jukust þóknanatekjur úr 6,9 milljörðum króna í 10,7 milljarða króna. Á kynningar- fundi með fjölmiðlum í gær sagði Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion, að tæpur helming- ur þeirra væri tilkominn vegna greiðslukortaþjónustu dóttur- félagsins Valitor og um fjórðung- ur vegna eignastýringar bankans. Að mati Höskuldar er niðurstaðan viðunandi. Útlán Arion banka jukust úr 451,2 milljörðum króna í 561,6 milljarða króna á árinu 2011 og eignir hans jukust því umtals- vert á liðnu ári. Tvennt var þó ráðandi í þessari breytingu. Ann- ars vegar greiddi Össur hf. upp öll sín lán hjá Arion, sem voru vel á þriðja tug milljarða króna, í mars 2011 með endurfjármögnun frá erlendum bönkum. Hins vegar tók Arion yfir íbúðalánasafn þrotabús Kaupþings, sem metið er á 120 milljarða króna, og hafði áður verið í sérstökum sjóði. Innstæður jukust og eru sem áður uppistaðan í fjármögnun bankans, eða 67% hennar. Helstu stjórnendur Arion greindu frá því á kynningarfundinum í gær að ein þeirra lykilspurninga sem bankinn stæði frammi fyrir í ár væri hvort, og þá hvenær, hann ætti að sækjast eftir lánshæfiseinkunn hjá alþjóð- legum matsfyrirtækjum. Slíkt yrði lykillinn að því að blanda fjármögn- un hans betur þannig að hún hvíldi ekki jafn mikið á innlánum. Hvort það yrði gert færi þó eftir þróun á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins. Ísland er sem stendur með lægstu einkunn í fjárfestingaflokki. Sú einkunn þyrfti að hækka um eitt eða tvö hök. thordur@frettabladid.is Gengisdómur kostaði Arion 13,8 milljarða Arion banki birti fyrstur allra áætlað tap sitt vegna gengislánadóms. Tapið bygg- ir á einum af fjórum sviðsmyndum FME. Útlán bankans jukust mikið vegna kaupa á lánasafni þrotabús Kaupþings. Farinn að huga að lánshæfiseinkunn. HAGNAÐUR Uppistaðan í fjármögnun Arion banka eru innstæður. Vilji er til þess að fjármagna bankann meira með öðrum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkeppniseftirlitið heimilaði á föstudag fjármálafyrirtækjum landsins að hafa með sér afmarkað samstarf sem miðar að því að hraða úrvinnslu skuldamála sem varða gengisbundin lán vegna dóms Hæstaréttar 15. febrú- ar síðastliðinn. Á meðal skilyrða sem sett voru fyrir samstarfi var aðkoma fulltrúa Neytendastofu og talsmanns neytenda. Í úrskurði eftirlitsins er enn fremur sett það skilyrði „að fjármálafyrirtækin fresti fullnustuaðgerðum vegna krafna sem ljóst er að falli undir dóm Hæstaréttar, meðan á samstarf- inu stendur“. Þegar hafa farið fram tveir fundir á grundvelli úrskurðarins. Samráðsfundir hafnir EVRÓPUMÁL Stefnt er að því að opna fjóra nýja samningskafla í aðildar- viðræðum Íslands og ESB á ríkja- ráðstefnu í lok mánaðarins. Þar verður einnig leitast við að loka sem flestum köflum. Þá munu við- ræður í lykilköflum, til dæmis fiskveiðum og landbúnaði, hefjast í ár. Þegar hafa ellefu kaflar af 35 verið opnaðir og átta þeirra hefur þegar verið lokað. Þetta kom fram í máli Stefan Füle, stækkunarmálastjóra ESB, og Nicolai Wammen, Evrópumála- ráðherra Dana, á Evrópuþinginu á miðvikudag þar sem álykt- u n þi ngsi ns vegna stöðu við- ræðnanna var afgreidd. Báðir voru þeir bjartsýnir um að viðræður myndu ganga vel og fljótt fyrir sig, þó þess yrði gætt að huga betur að vönduðum vinnubrögðum en hraðri afgreiðslu. Í umræðunum sagði Füle að sambandið væri tilbúið til að taka tillit til „sérstöðu og væntinga Íslands“ í viðræðunum. Þó innan grundvallarreglna sambandsins. Ályktunin var rædd á Alþingi í gær þar sem til tals kom kafli um makríldeilur Íslands við ESB og Noreg. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra áréttaði að ekkert yrði gefið eftir í þeim viðræðum. „Af hálfu okkar er ekki líðandi að ESB setji fram einhver skilyrði um makrílinn í samningaviðræðum almennt um aðildarferlið,“ sagði Jóhanna. - þj Ályktun Evrópuþingsins um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB: Stefna að opnun fjögurra nýrra kafla STEFAN FÜLE f lítranum fjórfaldir darpunktar celandair ÓB-lyklinum a Vil I eð m Afslátturinn er bæði á ÓB og Olís-stöðvum og gildir einnig fyrir ÓB-frelsiskort og Staðgreiðslukort Olís. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ BELGÍA Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu í dag vegna rútuslyss sem varð 28 manns að bana í Sviss á þriðjudag. 21 Belgi og sjö Hollendingar létust, 22 skólabörn og sex fullorðnir. Um hundrað ættingjar hinna látnu fóru til Sviss á miðvikudag á vegum belgískra stjórn- valda. Þeir heimsóttu slysstaðinn í gær auk þess sem hluti þeirra fór í líkhús til að bera kennsl á látna ástvini sína. Yfirvöld í Sviss hafa þó sagt að sum líkanna séu of illa farin til þess að fjölskyldumeðlimir verði látnir bera kennsl á þau. Hefja átti flutning líkanna til Belgíu í gærkvöldi. Börnin höfðu verið í skíðaferðalagi í Sviss og voru nýlögð af stað heim á leið í þremur rútum þegar slysið varð. Rútan skall á vegg í göngum en verið er að rannsaka orsök slyssins. Ekkert bendir til þess að rútunni hafi verið ekið of hratt og tveir bílstjórar hennar höfðu virt regl- ur um hvíldartíma. Nú er verið að skoða hvort rútan hafi bilað, hvort bílstjórinn hafi veikst eða hvort mannleg mistök hafi valdið slysinu. Fjölmiðlar í Sviss og Belgíu greindu frá því í gær að bílstjórinn hefði skipt um dvd-disk rétt áður en slysið varð og höfðu þær upplýsingar frá ónefndum eftirlifendum. Lögregla sagði í gær að myndbandsupptökur úr göngunum sýndu ekkert slíkt. - þeb Lögregla í Sviss rannsakar rútuslys og þjóðarsorg hefur verið lýst yfir: Lík barnanna flutt til Belgíu BÖRNIN HUGGUÐ Mikil sorg ríkti við minningarathöfn sem haldin var í barnaskólanum í Lommel í Belgíu í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Hjólar þú í vinnuna? JÁ 8,5% NEI 91,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hræðist þú uppgang glæpa- gengja hér á landi? Segðu þína skoðun á Vísir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.