Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 16. mars 2012 29 Upptökum hefur verið frestað á kvikmyndaútgáfu sjónvarpsþátt- anna 24. Tökur áttu að hefjast í þessum mánuði en hefur verið frestað til næsta árs. Ástæðan er sú að aðalleikarinn Kiefer Sutherland, sem fer með hlutverk Jacks Bauer, er upptekinn við að leika í nýjum sjónvarpsþáttum sem kallast Touch. Deilur eru einnig uppi um hversu miklum peningum eigi að eyða í myndina, auk þess sem handritið er ekki tilbúið. Kvikmyndin á að vera hluti af þríleik og á fyrsta myndin að gerast sex mánuðum eftir að síðustu þáttaröðinni lauk. Tökum á 24-mynd frestað ENGIN MYND Kiefer Sutherland leikur ekki í 24-kvikmyndinni á þessu ári. Alls keppa 48 hljómsveitir á Músík- tilraunum 2012 sem standa yfir í Austurbæ frá 23. til 31. mars. Mikill áhugi var á keppninni í ár og sóttu tæplega sextíu hljómsveitir um þátttöku. Undanúrslitakvöldin verða fjögur og spila því tólf hljómsveitir á hverju kvöldi. Sú nýbreytni verður í ár að eitt gestaband spilar í dómarahléinu á hverju kvöldi. Í ár verða það Sóley, Þórir, Sin Fang og Svavar Knút- ur. Hægt er að nálgast upplýsingar um hljómsveitirnar sem taka þátt, hlusta á lög með þeim og sjá niður- röðun á hverju kvöldi á Musiktil- raunir.is. Miða má nálgast á Midi.is. 48 keppa í Músíktilraunum SAMARIS Hljómsveitin Samaris vann Músíktilraunir í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leighton Meester segist ekki hafa fæðst í fangelsi líkt og margir trúa, heldur á sjúkrahúsi líkt og flest önnur börn. „Móðir mín sat inni á meðgöngunni en fæddi mig samt á spítala, ég var svo send í fóstur til ömmu minn- ar þegar ég var þriggja mánaða,“ sagði Gossip Girl-leikkonan en foreldrar hennar afplánuðu bæði dóm fyrir fíkniefnainnflutning. „Fjölskylda mín á klikk- aða sögu, en hún var ekki alveg ömur- leg. Þegar ég lít til baka í dag man ég frekar eftir góðu hlutunum. Æska mín var flókin en ég lék mér oft á strönd- inni og átti líka góðar stundir.“ Flókin æska Leikkonan Gwyneth Paltrow er nýtt andlit sænsku tísku- keðjunnar Lindex og segist leik- konan vera afskaplega hrifin af vorlínu keðjunnar. Paltrow er mikil áhugakona um tísku og er meðal annars náin vinkona hönnuðarins Stellu McCartney. Paltrow lýsti yfir aðdáun sinni á vorlínu Lindex í nýlegu viðtali, en línan hefur hlotið heitið Preppy Modern. „Ég elska fötin frá þeim og ég mundi aldrei vera í forsvari fyrir tísku- keðju sem ég væri ekki hrifin af. Fötin þeirra eru nákvæmlega það sem ég mundi klæðast heima hjá mér,“ sagði leikkonan. Paltrow hrif- in af Lindex HRIFIN AF SÆNSKRI HÖNNUN Leikkonan Gwyneth Paltrow er andlit vorlínu sænsku tískukeðjunnar Lindex. NORDICPHOTOS/GETTY FLÓKIN ÆSKA Leighton Meester átti erfiða en góða æsku að eigin sögn. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS AFSLÆTTI20% KAUPHLAUP ÚTILÍF SMÁRALIND ALLAR NIKE VÖRUR Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.