Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2012, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 16.03.2012, Qupperneq 49
FÖSTUDAGUR 16. mars 2012 29 Upptökum hefur verið frestað á kvikmyndaútgáfu sjónvarpsþátt- anna 24. Tökur áttu að hefjast í þessum mánuði en hefur verið frestað til næsta árs. Ástæðan er sú að aðalleikarinn Kiefer Sutherland, sem fer með hlutverk Jacks Bauer, er upptekinn við að leika í nýjum sjónvarpsþáttum sem kallast Touch. Deilur eru einnig uppi um hversu miklum peningum eigi að eyða í myndina, auk þess sem handritið er ekki tilbúið. Kvikmyndin á að vera hluti af þríleik og á fyrsta myndin að gerast sex mánuðum eftir að síðustu þáttaröðinni lauk. Tökum á 24-mynd frestað ENGIN MYND Kiefer Sutherland leikur ekki í 24-kvikmyndinni á þessu ári. Alls keppa 48 hljómsveitir á Músík- tilraunum 2012 sem standa yfir í Austurbæ frá 23. til 31. mars. Mikill áhugi var á keppninni í ár og sóttu tæplega sextíu hljómsveitir um þátttöku. Undanúrslitakvöldin verða fjögur og spila því tólf hljómsveitir á hverju kvöldi. Sú nýbreytni verður í ár að eitt gestaband spilar í dómarahléinu á hverju kvöldi. Í ár verða það Sóley, Þórir, Sin Fang og Svavar Knút- ur. Hægt er að nálgast upplýsingar um hljómsveitirnar sem taka þátt, hlusta á lög með þeim og sjá niður- röðun á hverju kvöldi á Musiktil- raunir.is. Miða má nálgast á Midi.is. 48 keppa í Músíktilraunum SAMARIS Hljómsveitin Samaris vann Músíktilraunir í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leighton Meester segist ekki hafa fæðst í fangelsi líkt og margir trúa, heldur á sjúkrahúsi líkt og flest önnur börn. „Móðir mín sat inni á meðgöngunni en fæddi mig samt á spítala, ég var svo send í fóstur til ömmu minn- ar þegar ég var þriggja mánaða,“ sagði Gossip Girl-leikkonan en foreldrar hennar afplánuðu bæði dóm fyrir fíkniefnainnflutning. „Fjölskylda mín á klikk- aða sögu, en hún var ekki alveg ömur- leg. Þegar ég lít til baka í dag man ég frekar eftir góðu hlutunum. Æska mín var flókin en ég lék mér oft á strönd- inni og átti líka góðar stundir.“ Flókin æska Leikkonan Gwyneth Paltrow er nýtt andlit sænsku tísku- keðjunnar Lindex og segist leik- konan vera afskaplega hrifin af vorlínu keðjunnar. Paltrow er mikil áhugakona um tísku og er meðal annars náin vinkona hönnuðarins Stellu McCartney. Paltrow lýsti yfir aðdáun sinni á vorlínu Lindex í nýlegu viðtali, en línan hefur hlotið heitið Preppy Modern. „Ég elska fötin frá þeim og ég mundi aldrei vera í forsvari fyrir tísku- keðju sem ég væri ekki hrifin af. Fötin þeirra eru nákvæmlega það sem ég mundi klæðast heima hjá mér,“ sagði leikkonan. Paltrow hrif- in af Lindex HRIFIN AF SÆNSKRI HÖNNUN Leikkonan Gwyneth Paltrow er andlit vorlínu sænsku tískukeðjunnar Lindex. NORDICPHOTOS/GETTY FLÓKIN ÆSKA Leighton Meester átti erfiða en góða æsku að eigin sögn. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS AFSLÆTTI20% KAUPHLAUP ÚTILÍF SMÁRALIND ALLAR NIKE VÖRUR Á

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.