Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 42
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR22 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggj- ar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna. RÉTT VIKA er síðan alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna var fagnað um heim allan – með mismunandi hætti þó. Í Afganistan vöknuðu konur upp við þær fréttir að samkvæmt til- skipun yfirvalda töldust þær nú annars flokks þegnar. Í Bretlandi var farið í skrúðgöngu. Á Íslandi var konum færð gjöf: Í tilefni dagsins samþykkti borgarráð að grípa til aðgerða til að fá fleiri konur til að hjóla því rannsóknir sýndu að aðeins 8% kvenna hjóla allt árið á móti 17% karla. ÉG KLÓRAÐI mér í höfðinu. Hvernig var hægt að draga þá ályktun að fleiri konur á hjólum stuðli að jafnrétti? Næsta dag rann upp fyrir mér ljós. Á forsíðu Fréttablaðsins mátti lesa viðtal við Gunnar Smára Egils- son, formann SÁÁ. Tilefnið var könnun sem sýndi að áfengisneysla íslenskra kvenna hefði aukist síðasta áratug og að lítill munur væri orðinn á drykkju kynjanna. Gunnar Smári taldi þróunina böl sem rekja mætti til réttindabaráttu kvenna: „Konur þurfa að geta gert allt eins og karlar, þar á meðal drukkið eins og þeir.“ Æ FLEIRI virðast haldnir ranghugmyndum um að konur þrái fátt heitar en að vera karlar. Sem afleiðing eru kynjahlutföll, sem koma jafnrétti ekki vitund við, gripin á lofti og þau notuð til að skora ódýr stig. Nær væri að borgarráð nýtti fé sem ætlað er að jafna hjólanotkun kynjanna í alvöru jafnréttismál – leikskólapláss, launajöfn- un – í stað þess að hafa jafnréttisbaráttuna að athlægi. Við konur óskum okkur jafnra tækifæra, ekki ályktana um að við klæð- umst jakkafötum og pungbindum, horfum á fótbolta, lesum Tom Clancey eða hjólum í tólf vindstiga gaddi. Og við drekkum Char- donneyið okkar því okkur finnst það gott en ekki vegna þess að okkur langar til að vera Gunnar Smári Egilsson. Skál. Mig langar ekki í pungbindiLÁRÉTT 2. gáski, 6. átt, 8. arinn, 9. kvenkyns hundur, 11. pípa, 12. yfirstétt, 14. ofanálag, 16. berist til, 17. haf, 18. maka, 20. tveir eins, 21. gort. LÓÐRÉTT 1. hleypa, 3. í röð, 4. snyrtipinni, 5. sakka, 7. flæmi, 10. óvild, 13. lærir, 15. hald, 16. krá, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. sv, 8. stó, 9. tík, 11. æð, 12. aðall, 14. álegg, 16. bt, 17. sær, 18. ata, 20. ii, 21. raup. LÓÐRÉTT: 1. ysta, 3. rs, 4. stælgæi, 5. lóð, 7. víðátta, 10. kal, 13. les, 15. grip, 16. bar, 19. au. Ég og þú! Kertaljós, úrvals nautasteik og unaðslegt rauðvín! Eftirréttinn borðum við fyrir framan arin- eldinn! Ég ætla að finna töfrasprotann minn og skapa töfra! Hvað segir þú gott? Ég trúi því að Dr. Stang ELSKI mig! Hvað heldur þú? Ég held að ég trúi meira á jólasveininn! Palli, ég er komin með hundleið á þessari fýlu í þér! Af hverju ferðu ekki aðeins út og verður fúll þar? Nei, takk. Maður kvelst varla án áhorfenda. Bling bling húsið Ég er fangi í spádómskökuverksmiÐju. Sendu hjálp! Nei, ókei. Smekkur barnsins á fötum takmarkast við bragð fatanna. Kommuneqarfik SERMERSOOQ Reykjavíkurborg Tórshavnar kommuna Samstarfssjóður Kommunequarfik Sermersooq-Reykjavíkur-Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2012 Reykjavíkurborg er aðili að samstarfssjóði höfuðstaða Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skil ning og samstarf, m.a. á sviði menningarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjár styrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðstaðanna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrir- komulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Umsókn skal beint til: Samstarfssjóður Kommunequarfik Sermersooq-Reykjavíkur- Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjóra Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11 101 Reykjavík Umsóknir skulu berast skrifstofu borgarstjóra í síðasta lagi föstu daginn 20. apríl nk. og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, s: (354) 411 4500. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í maí nk. Reykjavík, 16. mars 2012 Borgarritari Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.