Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 32
12 • LÍFIÐ 16. MARS 2012 HEILSUHEIMUR Margrét Lára Viðarsdóttir, atvinnukona í knattspyrnu og sálfræðinemi á öðru ári, býr í Þýskalandi þar sem hún spilar með Turbine Potsdam. Hún deilir með okkur tíu mikilvægum atriðum sem vert er að hafa í huga til að ná árangri í knattspyrnu. Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erfiða vinnuviku? Það sem ég geri á hverjum degi er að leika við börnin mín. Ef ég mögulega get þá tæmi ég hugann best þannig. Þá skipti ég um gír og hugsa um þeirra heim. Ég á þrjá stráka sex, fjögurra ára og níu mánaða. Hvernig hleður þú batteríin? Uppáhaldið mitt er að fara út að ganga eða hjóla og fá ferskt loft. Best af öllu er að fara út að ganga með góðri vin- konu því þá fær maður bæði hreyfingu, súrefni og félagsskap. Líkamleg og andleg næring. Hugleiðir þú eða notar þú aðrar aðferðir til að rækta hugann? Ég hugleiði ekki en á efri árum þá er ég farin að rifja upp jákvæða hluti og góðar minningar fyrir svefninn. Viltu deila með okkur uppáhalds hamingjumolanum þínum? Því meira sem við sækjumst eftir hamingjunni því ólíklegri erum við til að öðlast hana. Þessi tilvitnun er ekki eftir neinn sérstakan en er vel þekkt þversögn úr heimi heimspekinnar. Hamingjan er eitthvað sem við þráum öll og því meira sem við rembumst við að ná henni því erfiðara getur það orðið. 1. Setja sér há markmið og vinna hart að því að ná þeim. 2. Byggja upp gott og mikið sjálfstraust. Hafa trú á sjálfum sér og láta aldrei neikvætt umtal draga sig niður. 3. Setja íþróttina í for- gang. Fótboltinn númer eitt, tvö og þrjú. 4. Mæta á æfingu til þess að bæta sig og leggja sig alltaf 110% fram. 5. Æfa aukalega. Mikil- vægt að æfa vel. Styrkja enn betur þá þætti sem maður er góður í og fækka veikleikum sínum. 6. Hafa gaman af því sem maður er að gera. Það á að vera það skemmtilegasta sem maður gerir – að æfa og spila. 7. Mikilvægt að um- gangast góða vini og fjöl- skylduna, þau standa við bakið á manni bæði þegar vel gengur og illa. 8. Stunda hugarþjálfun þegar góður tími gefst. Leggjast upp í rúm með góða tónlist og sjá fyrir sér andstæðing sinn og hvernig maður ætlar að bregðast við ákveðnum aðstæðum sem geta komið upp í leik eða á æfingu. 9. Setja rétt bensín á vélina. Það er að segja hugsa um mataræð- ið, borða hollan og næringarríkan mat. 10. Mikilvægt að fá nægan svefn. Ekkert er verra en að mæta þreyttur á æfingu. Hjónin Unnur Gunnarsdóttir og Jói Fel sjónvarpskokkur æfa saman með jákvæðu hugarfari. Stundið þið líkamsrækt? „Já, hreyfing skiptir okkur afar miklu máli og skipar stóran sess í dag- legri rútínu hjá okkur. Það er alltaf hægt að koma að æfingu og öllu máli skiptir að vera ekki að taka óþarfa pásur – bara drífa sig á æf- ingu, ekkert bull, engin afsökun.“ Hve oft æfið þið í viku? „Við reyn- um að komast fimm sinnum í viku. Þá stundum við lyftingar alla daga og brennsla er með í hófi. Góðar teygjur og jákvætt hugarfar verður að vera með, og svo eigum við lítinn dásamlegan hund sem við skottumst með út daglega.“ Hvernig er mataræðið hjá ykkur? „Mataræðið er í föstum skorðum nema um helgar þá gerum við vel við okkur. Lífið er of stutt fyrir megrun og þess háttar. Við borð- um mikið af brauði, sem eru jú öll sykurlaus og frábær hollusta. Svo má alls ekki gleyma rauðvíninu sem verður að vera með því það skapar góða stemningu, melt- ingu, slökun og gleði.“ TÍU KNATTSPYRNURÁÐ MARGRÉTAR LÁRU ÆFA SAMAN FIMM SINNUM Í VIKU Katrín Jakobs- dóttir mennta- og menningar- málaráðherra HAMINGJUHORNIÐ Nýtt frá Dove – body lotion með shea butter Shea butter er næringarríkur rakagjafi sem inniheldur nauðsynlegar fitusýrur til að viðhalda raka og teygjanleika húðarinnar. Húðkremin frá Dove innihalda formúluna DeepCare complex, sem fær kremið til að fara dýpra í húðina og auka þar með virkni þeirra. DOVE KYNNIR: www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 RR \ R \\ TBW TBW A ÚTSALA Á ÖLLUM ÞREK OG LYFTINGAVÖRUM Hlaupa- bretti Primus Bekkpressubekkur með fótatæki Verso fjölþjálfar Classic Lyftingastöð Lóð og handlóð 50 kg. lóðasett . arkid.is • í i 17 4600 • Ár l Þrekhjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.