Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 44
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Íslensk kirkjusaga er nýkom- in út, rituð af Torfa K. Stef- ánssyni Hjaltalín. Þar er fjallað á aðgengilegan hátt um áhrif kirkjunnar og útgáfu, trúarlíf almennings og einstaka kennimenn. Ég sá tvær bækur um kirkju- sögu úti í Noregi sem eru kennd- ar í framhaldsskólum þar. Hér er íslensk kirkjusaga hins vegar ekki kennslufag en ég ákvað að skrifa hana samt,“ segir Torfi K. Stef- ánsson Hjaltalín, sem nýlega gaf út Íslenska kirkjusögu sem hann segir henta prestum, nemum í guð- fræði, sagnfræði og bókmennta- fræði, ásamt öllum almenningi. „Fólk getur lesið söguna sem eina heild en líka notað sem uppflettirit því kaflar eru fremur stuttir og auð- velt er að finna einstök atriði eftir efnisyfirliti og nafnaskrá. Bókin er að mestu unnin upp úr öðrum ritum en auðvitað umskrifaði ég allt. Vil ekki lenda í sömu gryfju og Hann- es Hólmsteinn og svo er maður svo sérvitur að finnast alltaf eigin texti bestur,“ segir hann sposkur. Það sem einkum kom Torfa á óvart við vinnslu bókarinnar, að eigin sögn, var hversu mikið Íslendingar skrifuðu af trúarlegu efni á miðöldum. „Ég bjó í Noregi í eitt ár og tók eftir að Norðmenn voru að skrifa um íslenskar mið- aldabókmenntir, ekki bara Snorra og Íslendingasögurnar heldur líka trúarbókmenntir. Sumar þeirra hafa ekki einu sinni verið gefnar út á íslensku. Ég get nefnt kvæði frá miðöldum sem heitir Geisli og fjallar um Ólaf konung helga. Það var flutt við vígslu Niðaróssdóm- kirkju 1153 og þykir voða flott. Íslendingurinn Einar Skúlason orti það. Þeir voru fleiri Íslendingarnir sem sátu úti í Noregi og ortu, einn þeirra var Hallfreður vandræða- skáld. Þetta voru miklir höfðingjar.“ Torfi segir líka áhugavert í sög- unni hversu kaþólskan hafi verið sterk áfram í landinu á 16., 17. og jafnvel 18. öld þótt búið væri að skipta um sið. „Íslendingar þýddu mikið úr þýsku á fyrstu öldum sið- bótarinnar og þaðan komu sterk kaþólsk áhrif. Menn voru að þýða hér nýlega útkomin rit þannig að þeir fylgdust mjög vel með. Þetta eru bókmenntir til sáluhjálpar fyrir almenning á öllum stund- um og stöðum í lífinu. Talað hefur verið neikvætt um 17. og 18. öld en svo virðist sem margt jákvætt hafi líka verið í gangi þá. Guðbrandur biskup og Arngrímur lærði voru stórvirkastir í þýðingum á þessum tíma og Hólaprentið gaf mikið út. Víða í Evrópu sáu prentarar og leik- menn um svona útgáfu en hér voru biskuparnir með sjálfstæða stefnu á þessu sviði þó svo að eftir siða- skiptin væri íslenska kirkjan bara lítil deild innan danska stjórnskipu- lagsins, undir kóngi í raun og veru.“ Í þessari þúsund ára kirkjusögu kveðst Torfi reyna að finna þráð sem einkenni trú okkar Íslendinga og nefnir þar dulhyggju- og and- aktarbókmenntir sem notaðar hafi verið til heimabrúks við húslestra um aldir, ásamt sálmabókum. Pass- íusálmar Hallgríms séu gott dæmi um trúarlegt efni sem lifi með þjóð- inni og sé lesið á hverri lönguföstu enn í dag. Torfi er einmitt kominn í nútímann í bókarlok, gerir þar grein fyrir auknum úrsögnum úr þjóðkirkjunni og minnkandi trausti hennar, samkvæmt skoð- anakönnunum. Telur hann sjálfur hana standa á brauðfótum? „Nei, ég held að kirkjan standi ekkert illa á Íslandi,“ segir hann. „Átta prestar sækjast eftir biskupsembættinu en maður hélt að enginn hefði áhuga á því eftir það sem á undan er geng- ið. Það sýnir að kirkjunnar fólk lítur ekki á það sem ok að verða biskup yfir Íslandi.“ gun@frettabladid.is Reyndi að finna þráð sem einkenndi trú Íslendinga RITAR SÖGU KIRKJUNNAR „Ég held að kirkjan standi ekki illa. Átta prestar sækjast eftir biskupsembættinu,“ segir Torfi Hjaltalín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORGARBÓKASAFN og Myndlistaskólinn í Reykjavík standa fyrir myndasögusamkeppni fyrir fólk á aldrinum 10–20+ ára. Þemað er manga. Verkin geta hvort sem er verið myndasaga eða stök mynd með myndasögutema og/eða tengist mynda- sögum á einhvern hátt. Nánari upplýsingar um keppnina eru á vefsíðunni www.borgarbokasafn.is. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING LAUGARDAG KL. 11:00-15:00 LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON FÖSTUDAGINN 16. MARS KL. 20 - FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 16. mars 2012 ➜ Uppákomur 10.00 1.500 leik- og grunnskólanem- endur syngja saman í göngugötunni á Akureyri, neðst í stöllunum í Skátagilinu. 14.00 Húsverndarstofa stendur fyrir málþingi um viðhald og endurbætur eldri húsa í Kornhúsinu í Árbæjarsafni. Aðgangur er ókeypis. 19.30 Húsavíkurkvöld Völsungs verður haldið á Spot í Kópavogi. Miðaverð er kr. 5.000. 20.00 Uppistandið Guðni Ágústsson og Fíllinn ásamt hananum Hrólfi fer fram á Græna Hattinum. Miðaverð er kr. 2.000 Seinna uppistandið verður kl. 23.00. ➜ Tónlist 12.00 Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari spilar á tónleikum í Víði- staðakirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitin Eldar stígur á svið á Bar 11. Eftir tónleika mætir DJ í búrið. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Kalli Hallgríms heldur tónleika með Gímaldin og HEK á Café Haítí. 22.00 KK og Illgresi halda tónleika á Café Rosenberg. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Kristi Raik, fræðimaður við Alþjoðamálastofnun Finnlands, ræðir um aðlögun Finnlands og Eistlands að öryggis- og varnarmálastefni ESB. Fyrir- lesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.