Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 4
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 15.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,4399 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,28 127,88 199,3 200,26 166,02 166,94 22,327 22,457 21,924 22,054 18,628 18,738 1,5247 1,5337 194,72 195,88 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GILDIR Í 24 TÍMA 5.990 kr. Verð 10.500 kr. Afsláttur 4.510 kr. 43% Smurning á fólksbíl á 5.990 kr. (kostar 10.500kr.). Innifalið er olía, sía, rúðuvökvi, frostlögur og bremsuvökvi. 429 kr. Verð 1.077 kr. Afsláttur 648 kr. 60% Taco Bell Volcano BURRITO, NACHOS með ostasósu og GOS á aðeins 429 kr. (kostar 1.077 kr.) Skuggalega sterkt! 1 ÁRS AFMÆLISVIKA VIÐ ENDURTÖKUM ÖLL VINSÆLUSTU TILBOÐIN MENNTAMÁL Mennta- og menningar- málaráðuneytinu hafa borist fyr- irspurnir um rétt nemenda til að fá nám sitt á fyrra námsári í Menntaskólanum Hraðbraut metið í öðrum framhaldsskólum. Sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneyt- inu má ráða af fyrirspurnunum að ekki séu ljós möguleg áhrif þess að námið er ekki lengur viðurkennt af yfirvöldum. Innritun fyrir nýja nemendur skólaárið 2012 og 2013 í Hraðbraut hófst í vikunni. Ólafur Johnson skólastjóri segir að þó sé ekki vitað hversu há skólagjöldin verða, en þau eru nú 249 þúsund krón- ur fyrir árið. Hann telur líklegt að gjöldin hækki náist ekki nýir samningar við ráðuneytið fyrir sumarið. Samkvæmt Ólafi er ekki vitað til þess að nokkur nemandi hafi skráð sig. „Það verður fullt af fólki sem mun sækja um skólavist ef við störfum næsta vetur, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Ólafur. „En auðvitað er það áhyggjuefni að umsóknum beint úr grunnskólum hefur fækkað og það má segja að það sé partur af aðför ráðuneytis- ins að reyna að tryggja að erfitt sé að sækja um í skólann.“ Ólafur skoraði á Katrínu Jakobs dóttur menntamálaráð- herra að mæta á opinn fund um málefni skólans sem átti að fara fram í gærkvöld. Honum var þó aflýst þar sem ekkert svar barst frá ráðuneytinu, að sögn Ólafs. Katrín hefur verið stödd erlendis alla vikuna. Ólafur segist þurfa að leggja út fyrir kostnaði við rekstur skólans úr eigin vasa, skipti ráðuneytið ekki um skoðun. „Það er á mína persónulegu fjárhagslegu ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis í fjármálum skól- ans,“ segir hann. „Ég er með veð í öllum mínum eignum og konunnar minnar og ég mundi tryggja skóla- starfið áfram með sama hætti.“ Námið fyrir árið 2012 og 2013 er ekki samþykkt af ráðuneytinu þar sem fallið var frá þjónustusamn- ingum við skólann síðasta haust. Ekki er gert ráð fyrir fjárveiting- um til Hraðbrautar í fjárlögum þessa árs. Þeim nemendum sem þegar voru skráðir í námið var þó gefinn kostur á því að klára það fram til vorsins 2012. sunna@frettabladid.is Innrita nemendur án samþykkis ráðuneytis Byrjað er að innrita nýja nemendur í Menntaskólann Hraðbraut þrátt fyrir að námið sé ekki samþykkt af menntamálaráðuneyti. Óvíst er um upphæð náms- gjalda og jöfnunarstyrki. Ráðuneytinu hafa borist fyrirspurnir frá foreldrum. FÉLAGSMÁL Svana Helen Björns- dóttir var í gær kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Hún tekur við af Helga Magnússyni, sem hefur verið formaður síðan árið 2006. Svana Helen er fyrsta konan til að gegna embættinu. Hún hafði betur í kjöri gegn Haraldi Ólafs- syni, framkvæmdastjóra málm- endurvinnslunnar Furu. Hún fékk 94.440 atkvæði eða 58,6 prósent greiddra atkvæða. Svana Helen er framkvæmda- stjóri ráðgjafar- og hugbúnaðar- fyrirtækisins Stiku. - th Formannskjör hjá SI: Kona í fyrsta skipti formaður SVANA HELEN BJÖRNSDÓTTIR EGYPTALAND, AP Saksóknari í Egyptalandi hefur ákært 75 manns fyrir aðild að óeirðum eftir knattspyrnuleik í borg- inni Port Said í byrjun febrúar. Minnst 74 létu lífið í óeirðunum. Níu lögreglumenn eru meðal hinna ákærðu og telur saksóknari að þeir hafi vitað að ráðast ætti á aðkomumennina. Þeir hafi hleypt allt of mörgum á völlinn og ekki leitað á neinum. Þá hafi lögreglu- menn ekkert aðhafst þegar átökin hófust. - þeb Knattspyrnuóeirðir í febrúar: 75 ákærðir í Egyptalandi FRAMHALDSSKÓLANEMI Nemandi á fyrsta ári við Menntaskólann Hraðbraut hefur fengið synjun frá LÍN vegna umsóknar um jöfnunarstyrk þar sem námið er ekki lengur viðurkennt af menntamálaráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Námsstyrkjanefnd LÍN hefur synjað nemanda á fyrsta ári við Mennta- skólann Hraðbraut um jöfnunarstyrk, eða dreifbýlisstyrk, á þeirri forsendu að skólinn hafi ekki viðurkenningu frá menntamálaráðuneyti til kennslu á fyrra námsári. Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður námsstyrkjanefndar LÍN, segir að þegar einstaklingar fái slíka synjun geti þeir kært úrskurð nefndar- innar til menntamálaráðuneytisins og fengið þaðan endanlegan úrskurð. Nemandinn sem um ræðir hefur þó ekki gert það. Eins og greint er frá í greininni segir Ólafur Johnson að enginn hafi enn sótt um nám á fyrsta ári Hraðbrautar fyrir næsta misseri. Nemanda synjað um dreifbýlisstyrk LANDHELGISGÆSLAN Viðgerðir Rolls Royce á vélum varðskipsins Þórs eru á áætlun, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunn- ar. Skipið er í viðgerð í Noregi. „Gert er ráð fyrir að skipið verði tilbúið til afhendingar að nýju eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélags í byrjun apríl,“ segir á vefnum. Fram kemur að viðgerðirnar séu alfarið á ábyrgð framleið- anda vélanna, Rolls Royce, og muni Landhelgisgæslan ekki bera nokkurn kostnað af fram- kvæmdunum. „Ábyrgðartími véla og skips lengist sem nemur framkvæmdatíma vegna þessa.“ - óká Rolls Royce ber kostnaðinn: Þór úr viðgerð í byrjun apríl VARÐSKIPIÐ ÞÓR Í fjarveru Þórs hefur varðskipið Ægir verið við eftirlit og löggæslu á Íslandsmiðum. KJARAMÁL Kjaranefnd Félags eldri borgara krefst þess að kjaraskerðing sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputím- anum verði leiðrétt strax, þar á meðal sú kjaraskerðing sem þessi hópur varð fyrir þann 1. júlí 2009. Þetta kemur fram í ályktun Félags eldri borgara sem sam- þykkt var á þriðjudag. „Í lögum um málefni aldraðra segir að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóð- félagsins. Það er búið að aftur- kalla kjaraskerðingu ráðherra, þingmanna og embættis- manna en ekki kjaraskerðingu lífeyrisþega,“ segir meðal ann- ars í ályktuninni og krefst kjara- nefndin leiðréttingar strax. - kh Kjaranefnd eldri borgara: Vilja afturkalla kjaraskerðingu VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 21° 17° 11° 19° 18° 11° 11° 22° 15° 15° 14° 28° 9° 21° 15° 9° Á MORGUN 5-13 m/s SUNNUDAGUR Vaxandi SA-átt síðdegis. -1 -2 -2 -1 -4 -2 2 0 1 1 4 8 5 7 6 6 4 7 2 3 3 7 -5 -4 -3 -1 -2 0 0 0 2 1 HELGARHORFUR Á laugardag verður norðlæg átt með éljum norðanlands en bjart sunnan heiða. Á sunnudag snýst þetta við og verður vaxandi suðaustanátt með snjókomu eða slyddu og síðan rigningu sunnan- og vestanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FJÁRMÁL Almenningi gefst kostur á að fá ókeypis ráðgjöf við gerð skattframtals í aðalbyggingu Háskólans í Reykjavík á sunnu- daginn. Opið verður frá klukkan 11 til 17. Boðið verður upp á túlkaþjón- ustu fyrir pólsku- og kínversku- mælandi fólk. Þá verður einnig táknmálstúlkur á staðnum. Skil á skattframtali er 22. mars. Arion banki, í samstarfi við Mannrétt- indaráð Reykjavíkurborgar, lög- fræðiþjónustu Lögréttu og KPMG, stendur fyrir skattadeginum. - th Skattadagur í HR um helgina: Ókeypis aðstoð við skattframtal STJÓRNMÁL Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra segir ekkert standa í vegi fyrir því að Ísland uppfylli Maastricht-skilyrði evrusamstarfsins á næsta kjör- tímabili. Lang farsælast sé fyrir Ísland að stefna að inngöngu í ESB og upptöku evru. Oddný var meðal ræðumanna á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. Þá sagði Oddný skattkerfisbreyt- ingar að mestu yfirstaðnar á þessu kjörtímabili. Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, tók einnig til máls á Iðnþingi en hann ræddi nokkuð u m va l kost i Ís lend i nga í gjaldmiðilsmál- um. Í erindi sínu ræddi Jón einnig vanda evrusvæð- isins sem hann sagði hafa verið óumflýjanlegan í ljósi hönnunar evrusamstarfs- ins. Líklegast væri þó að samstarf- ið kæmist í gegnum erfiðleikana þótt ekki væri víst að lausnir evru- ríkjanna yrðu fullnægjandi. Jón sagði Íslendinga standa frammi fyrir fjórum kostum í gjaldmiðilsmálum. Í fyrsta lagi að halda gjaldeyrishöftunum í óbreyttri mynd til langs tíma. Í öðru lagi að afnema höftin og halda krónunni. Í þriðja lagi að taka ein- hliða upp aðra mynt og að síðustu stæði til boða sú langtímalausn að ganga í ESB og taka upp evru. Þó sagði Jón það fráleitan kost að taka einhliða upp annan gjaldmið- il og lagði áherslu á að hægt væri að afnema höftin á skömmum tíma með réttum undirbúningi. - mþl Ræðumenn á Iðnþingi fjölluðu um framtíðarfyrirkomulag gjaldmiðilsmála: Fjórir kostir í boði í gjaldmiðilsmálum ODDNÝ G. HARÐAR- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.