Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.03.2012, Blaðsíða 28
8 • LÍFIÐ 16. MARS 2012 JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR STARF: Dagskrárgerðarkona, fyrir- lesari. ÁHUGAMÁL: Fjölskyldan, allt sem snýr að því hvernig við getum dreg- ið úr lyfjanotkun og fyrirbyggt sjúk- dóma. Lífeðlis- og lífefnafræði lík- amans finnst mér líka ótrúlega heillandi heimur sem tengist óneitan- lega þessu fyrrnefnda. Svo finnst mér mjög gaman að lesa góðar skáld- sögur, fara í hot-yoga og þá eru skíði og hestar eitthvað sem hefur setið á hakanum lengi en nú stend- ur til breyta því – a.m.k. hvað skíðin varðar. MAKI: Geir Sveinsson BÖRN: Fimm börn á öllum aldri – þriggja, fjögurra, níu, átján og tuttugu ára. ÞURFUM AÐ DRAGA ÚR LYFJAN Jóhanna Vilhjálmsdóttir um baráttuna fyrir minni lyfjanotkun, búferlaflutning fjölskyldunnar, stjórnmálin, fjölmiðlastörfin og bókarskrif. Jóhanna Vilhjálmsdóttir flytur bú- ferlum til Austurríkis í sumar með stórfjölskyldu sinni. Unnusti hennar, borgarfulltrúinn og fyrrverandi land- liðsfyrirliðinn Geir Sveinsson, hefur verið ráðinn þjálfari austurríska liðs- ins Bregenz til tveggja ára. Hvernig barn og unglingur varstu? Ætli að það megi ekki segja að ég hafi verið mjög aktívt barn. Prófaði að æfa alls kyns tegundir af íþróttum til dæmis fimleika, frjáls- ar og sund. Ég lagði einnig stund á píanónám alla mína grunnskóla- göngu og alveg upp í menntaskóla. Svo var ég ótrúlega mikill námshest- ur í grunnskóla sem ég vildi að ég hefði haldið áfram að vera alla mína skólagöngu. Annars var ég barn og unglingur sem ekki þurfti að hafa miklar áhyggjur af – ef einhverjar. Ég var mjög sjálfstæð og þegar ég byrj- aði í Versló flutti ég með annan fót- inn til afa og ömmu því þau bjuggu rétt hjá skólanum. Það má eiginlega segja að ég hafi verið minn eigin herra frá þeim aldri. En foreldrar mínir sýndu mér alltaf mikið traust, studdu mig og hvöttu mig til að fara eigin leiðir. Eitthvað sem hefur virki- lega mótað mig með jákvæðum hætti held ég. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Lengi vel dreymdi mig um að verða söngkona en þegar til kastanna kom var viljinn til þess væntanlega ekki nægilega sterk- ur því ekki valdi ég þá leið. En mér finnst ótrúlega gaman að syngja og er alltaf á leiðinni til Heru í söngnám. En hvað ertu menntuð og hvar liggur ástríða þín? Ég er með BA- gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Ef ég væri tvítug í dag þá myndi ég sennilega ekki velja stjórn- málafræðina heldur skella mér í læknisnám og ofan á það nám í náttúrulækningum. Áhugi minn snýr að þeim í dag – hvernig hægt er að hjálpa líkamanum að lækna sig sjálf- ur – því hann er hinn eini og sanni læknir. Ég stefni að mastersnámi í Human Nutrition sem kemst næst því sem í dag er kallað functional medicine og snýr að því hvernig við getum nýtt næringuna til heilbrigðis. Mig langar síðan að nýta þetta nám til að hjálpa fólki að viðhalda eða ná heilbrigði á nýjan leik. Og hver veit nema ég bæti einhverju ofan á það. Mig langar t.d. einnig mikið að læra indverskar/ayurvedískar lækningar. Þú byrjaðir sem þula hjá Ríkis- sjónvarpinu árið 1994. Viltu rifja upp fjölmiðlaferilinn þinn í fram- haldinu af því? Ég starfaði síðan eitt sumar sem fréttamaður á Ríkis- útvarpinu. Þórhallur fékk mig síðan til liðs við sig og við stjórnuðum saman þættinum Ísland í bítið í tvö ár og þar á eftir Íslandi í dag. Ég gekk síðan til liðs við Kastljósið 2005 og síðastlið- ið eitt og hálft ár hef ég verið með Heilsuþáttinn á ÍNN. Af hverju ákvaðstu að hefja störf á ÍNN en ekki stóru sjónvarps- stöðvunum? Ingvi Hrafn hringdi í mig eftir að ég hætti í Kastljósinu. Ég var ekkert endilega á þeim bux- unum að fara í dagskrárgerð en ég hafði klárlega áhuga á að koma þeim fróðleik sem ég var að viða að mér, og tengist heilsu, til fólks. Hann bauð mér viðræðuþátt um stjórnmál en ég sagði honum að ég vildi fjalla um heilsu og hann féllst á það. Og það einhver veginn hentaði mér á þess- um tíma að gera það með látlaus- um litlum viðræðuþætti þar sem ég hafði algjörlega frjálsar hendur með efnistök. Þátturinn hefur verið núna á dagskrá í eitt og hálft ár og er sýnd- ur á mánudagskvöldum klukkan 20, 22 og á miðnætti. Leitar fólk mikið til þín eftir ráðum út frá heilsuþættinum á ÍNN? Já, það gerir það. Það eru svo ótrúlega margir þarna úti sem þurfa handleiðslu og aðstoð. En mér finnst óskaplega gefandi að geta aðstoðað fólk en í grunninn eru þetta ekki flók- in ráð – stóra málið fyrir flesta er að rífa sig upp úr vananum og fá hvatn- ingu og aðstoð við það. Ég er einmitt að fara með hóp af fólki um páskana í detox til Póllands en það eru ótrú- lega margir sem hafa einmitt tekið fyrstu skrefin í svona meðferð í leið til betra lífs. Þar ætla ég að vera með fyrirlestra um olíur, fitu, sykur, bólgur, hreyfingu og hugann svo eitthvað sé nefnt. Það eru enn þá þrjú pláss laus þannig að þeir sem hafa áhuga geta enn skellt sér og skrifað mér póst á johanna.vilhjalmsdottir@gmail.com. Hvað stendur upp úr þegar þú lítur til baka á störf þín í fjölmiðl- um? Þetta er auðvitað mjög sér- stakt starf sem er alveg óendanlega fjölbreytt og býður upp á eitthvað nýtt hvern einasta dag. Maður þarf að vera tilbúinn til að setja sig inn í hvaða mál sem upp koma í þjóð- félaginu. En það sem stendur upp úr eru ekki viðtölin sem snerust um stjórnmál, efnahagsmál eða viðskipti heldur allt þetta sem sneri að hinu mannlega. Þetta einstaka fólk sem maður fékk að kynnast og deila með erfiðri lífsreynslu, miklum áskorun- um, gleði og sorg. Til dæmis að hitta einstakling sem átti yndislegt líf úti á landi með konu og börnum. Hann fær heilablóðfall og fótunum í raun kippt undan því lífi sem hann lifði í orðsins fyllstu merkingu. Í hjólastól með skerta andlega getu. Þjónusta við hans hæfi var ekki í boði á heima- slóðum þannig að hann þurfti að rífa sig upp og flytja í bæinn. Hjónaband hans, eins og hjónaband svo margra langveikra, þoldi ekki álagið. Hann hafði ekki efni á eigin íbúð og þurfti að búa í pínulitlu herbergi án allrar aðstöðu í húsnæði fyrir langveika, einn. Þetta er ein lítil saga en að hitta allt þetta fólk sem með hugrekki og ótrúlegum dugnaði tókst á við erfið- ar lífsins áskoranir og átta sig á því að þetta gæti komið fyrir hvert og eitt okkar kenndi mér þakklæti. Fannst þér fjölmiðlastarfið óhentugt samhliða móðurhlutverk- inu? Auðvitað er hægt að samtvinna þetta tvennt með aðstoð en þetta er samt ekki fjölskylduvænsta starf sem til er. Eftir að ég átti yngstu börnin mín fann ég fyrir togstreitu á milli starfsins og heimilisins. Mig lang- aði hreinlega ekki að vinna fram á kvöld. Ég gekk í gegnum það með elstu dóttur mína að vinna fram á hvert einasta kvöld þegar ég var með þáttinn Ísland í dag á Stöð tvö en kannski hafa aldurinn og aukinn þroski gert það að verkum að ég gæti ekki hugsað mér það í dag. Mér finnst það ömurleg tilhugsun að sjá ekki börnin allan daginn og koma heim rétt áður en þau fara að sofa. Þannig að ég myndi ekki ráða mig í svoleiðis vinnu í dag. Mig langar að vera með börnunum mínum eftir að þau koma úr leikskólanum. Mig lang- ar að njóta þess að vera með þeim eins og hægt er því þetta er svo lít- ill tími á hverjum degi – kannski fjór- ir tímar frá því að þau koma heim og þangað til þau fara að sofa. Viltu rifja upp með okkur eftir- minnilega upplifun í fjölmiðlum? Það er af svo mörgu að taka en það viðtal sem í raun breytti lífi mínu hvað mest var við tæplega níræða ind- verska konu, Dadi Janki, sem hefur stundað innhverfa íhugun í sjötíu ár. Eftir það ákváðum við Geir að fara til Indlands og læra að hugleiða og njóta visku hennar og fleiri jóga sem allir höfðu stundað íhugun í tugi ára. Þau hjálpartæki sem við fengum þar til að lifa lífinu og rækta hið sanna sjálf voru í raun einar af stóru gjöf- um lífsins og hafa breytt miklu. Við höfum síðan stundað hugleiðslu hérna heima í Lótushúsi sem er skóli út frá skólanum á Indlandi. En að áhuga þínum á að minnka lyfjanotkun og bæta heilsu. Hve- nær byrjaði heilsuáhuginn fyrir al- vöru hjá þér? Hann hefur nú bara verið að þróast í gegnum árin. Það sem hvetur mig áfram er að upplýsa fólk um hvað það getur haft gríðar- leg áhrif á eigin heilsu. Þetta snýst minnst um gen – því genin okkar hafa ekki breyst á síðustu hundrað árum – hvað á síðustu tíu þúsund árum. Við lifum raunverulega í mjög sjúku umhverfi hvað þessi mál varð- ar – stór hluti af þeim matvælum sem borin eru á borð fyrir okkur er drasl, við búum í gríðarlega streitumiklu Vefsíðan: mercola.com, lifraent.is, drweil.com Tímarit: Economist, Vanity Fair, Foreign Affairs Líkamsræktin: Hot-yoga hjá Lönu í World Class Hvernig ræktar þú andann? Stunda hug- leiðslu – sjálfskoðun er einnig mikilvæg- ur þáttur í þeirri ástundun. Þetta eru tæki sem hjálpa manni að upplifa sanna sjálfsvirðingu, sem snýst ekki um ytri hluti. Fyrirmyndir: Fólk sem er trútt sínum gild- um og hefur styrk til að fylgja þeim eftir og einnig þeir sem hafa hugrekki og styrk til að fylgja draumum sínum eftir. UPPÁHALDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.