Fréttablaðið - 16.03.2012, Side 44

Fréttablaðið - 16.03.2012, Side 44
16. mars 2012 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Íslensk kirkjusaga er nýkom- in út, rituð af Torfa K. Stef- ánssyni Hjaltalín. Þar er fjallað á aðgengilegan hátt um áhrif kirkjunnar og útgáfu, trúarlíf almennings og einstaka kennimenn. Ég sá tvær bækur um kirkju- sögu úti í Noregi sem eru kennd- ar í framhaldsskólum þar. Hér er íslensk kirkjusaga hins vegar ekki kennslufag en ég ákvað að skrifa hana samt,“ segir Torfi K. Stef- ánsson Hjaltalín, sem nýlega gaf út Íslenska kirkjusögu sem hann segir henta prestum, nemum í guð- fræði, sagnfræði og bókmennta- fræði, ásamt öllum almenningi. „Fólk getur lesið söguna sem eina heild en líka notað sem uppflettirit því kaflar eru fremur stuttir og auð- velt er að finna einstök atriði eftir efnisyfirliti og nafnaskrá. Bókin er að mestu unnin upp úr öðrum ritum en auðvitað umskrifaði ég allt. Vil ekki lenda í sömu gryfju og Hann- es Hólmsteinn og svo er maður svo sérvitur að finnast alltaf eigin texti bestur,“ segir hann sposkur. Það sem einkum kom Torfa á óvart við vinnslu bókarinnar, að eigin sögn, var hversu mikið Íslendingar skrifuðu af trúarlegu efni á miðöldum. „Ég bjó í Noregi í eitt ár og tók eftir að Norðmenn voru að skrifa um íslenskar mið- aldabókmenntir, ekki bara Snorra og Íslendingasögurnar heldur líka trúarbókmenntir. Sumar þeirra hafa ekki einu sinni verið gefnar út á íslensku. Ég get nefnt kvæði frá miðöldum sem heitir Geisli og fjallar um Ólaf konung helga. Það var flutt við vígslu Niðaróssdóm- kirkju 1153 og þykir voða flott. Íslendingurinn Einar Skúlason orti það. Þeir voru fleiri Íslendingarnir sem sátu úti í Noregi og ortu, einn þeirra var Hallfreður vandræða- skáld. Þetta voru miklir höfðingjar.“ Torfi segir líka áhugavert í sög- unni hversu kaþólskan hafi verið sterk áfram í landinu á 16., 17. og jafnvel 18. öld þótt búið væri að skipta um sið. „Íslendingar þýddu mikið úr þýsku á fyrstu öldum sið- bótarinnar og þaðan komu sterk kaþólsk áhrif. Menn voru að þýða hér nýlega útkomin rit þannig að þeir fylgdust mjög vel með. Þetta eru bókmenntir til sáluhjálpar fyrir almenning á öllum stund- um og stöðum í lífinu. Talað hefur verið neikvætt um 17. og 18. öld en svo virðist sem margt jákvætt hafi líka verið í gangi þá. Guðbrandur biskup og Arngrímur lærði voru stórvirkastir í þýðingum á þessum tíma og Hólaprentið gaf mikið út. Víða í Evrópu sáu prentarar og leik- menn um svona útgáfu en hér voru biskuparnir með sjálfstæða stefnu á þessu sviði þó svo að eftir siða- skiptin væri íslenska kirkjan bara lítil deild innan danska stjórnskipu- lagsins, undir kóngi í raun og veru.“ Í þessari þúsund ára kirkjusögu kveðst Torfi reyna að finna þráð sem einkenni trú okkar Íslendinga og nefnir þar dulhyggju- og and- aktarbókmenntir sem notaðar hafi verið til heimabrúks við húslestra um aldir, ásamt sálmabókum. Pass- íusálmar Hallgríms séu gott dæmi um trúarlegt efni sem lifi með þjóð- inni og sé lesið á hverri lönguföstu enn í dag. Torfi er einmitt kominn í nútímann í bókarlok, gerir þar grein fyrir auknum úrsögnum úr þjóðkirkjunni og minnkandi trausti hennar, samkvæmt skoð- anakönnunum. Telur hann sjálfur hana standa á brauðfótum? „Nei, ég held að kirkjan standi ekkert illa á Íslandi,“ segir hann. „Átta prestar sækjast eftir biskupsembættinu en maður hélt að enginn hefði áhuga á því eftir það sem á undan er geng- ið. Það sýnir að kirkjunnar fólk lítur ekki á það sem ok að verða biskup yfir Íslandi.“ gun@frettabladid.is Reyndi að finna þráð sem einkenndi trú Íslendinga RITAR SÖGU KIRKJUNNAR „Ég held að kirkjan standi ekki illa. Átta prestar sækjast eftir biskupsembættinu,“ segir Torfi Hjaltalín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORGARBÓKASAFN og Myndlistaskólinn í Reykjavík standa fyrir myndasögusamkeppni fyrir fólk á aldrinum 10–20+ ára. Þemað er manga. Verkin geta hvort sem er verið myndasaga eða stök mynd með myndasögutema og/eða tengist mynda- sögum á einhvern hátt. Nánari upplýsingar um keppnina eru á vefsíðunni www.borgarbokasafn.is. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is EIRVÍK innréttingar NÝJUNG á íslenskum innréttingamarkaði Farðu alla leið með Eirvík Við höfum gert samning við einn stæsta innréttingafram- leiðanda Þýskalands um framleiðslu á eldhúsinnréttingum sem verða seldar undir vörumerki Eirvíkur. Þér er boðið í glæsilegan sýningasal okkar þar sem við kynnum nýjustu strauma í hönnun eldhúsa. ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA SÝNING LAUGARDAG KL. 11:00-15:00 LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR · GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON · HRÓLFUR SÆMUNDSSON · JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR · BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR · LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON FÖSTUDAGINN 16. MARS KL. 20 - FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 17. MARS KL. 20 - 2. SÝNING LAUGARDAGINN 31. MARS KL. 20 - 3. SÝNING SUNNUDAGINN 1. APRÍL KL. 20 - 4. SÝNING LAUGARDAGINN 14. APRÍL KL. 20 - 5. SÝNING FÖSTUDAGINN 20. APRÍL KL. 20 - LOKASÝNING MIÐASALA Í HÖRPU OG Á WWW.HARPA.IS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 16. mars 2012 ➜ Uppákomur 10.00 1.500 leik- og grunnskólanem- endur syngja saman í göngugötunni á Akureyri, neðst í stöllunum í Skátagilinu. 14.00 Húsverndarstofa stendur fyrir málþingi um viðhald og endurbætur eldri húsa í Kornhúsinu í Árbæjarsafni. Aðgangur er ókeypis. 19.30 Húsavíkurkvöld Völsungs verður haldið á Spot í Kópavogi. Miðaverð er kr. 5.000. 20.00 Uppistandið Guðni Ágústsson og Fíllinn ásamt hananum Hrólfi fer fram á Græna Hattinum. Miðaverð er kr. 2.000 Seinna uppistandið verður kl. 23.00. ➜ Tónlist 12.00 Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari spilar á tónleikum í Víði- staðakirkju. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 21.00 Hljómsveitin Eldar stígur á svið á Bar 11. Eftir tónleika mætir DJ í búrið. Aðgangur er ókeypis. 21.30 Kalli Hallgríms heldur tónleika með Gímaldin og HEK á Café Haítí. 22.00 KK og Illgresi halda tónleika á Café Rosenberg. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Kristi Raik, fræðimaður við Alþjoðamálastofnun Finnlands, ræðir um aðlögun Finnlands og Eistlands að öryggis- og varnarmálastefni ESB. Fyrir- lesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.