Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 8
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR8 SAMKEPPNISMÁL Til greina kemur að svipta Samherja veiðileyfi komi í ljós að félagið hafi brotið gjald- eyrislög og gengið með þeim hætti gegn almannahagsmunum. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra í viðtali í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í hádeginu í gær. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, í samstarfi við sérstakan saksóknara, gerði húsleit í höfuð- stöðvum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. Ástæða húsleitarinnar er grunur um brot á gjaldeyris- lögum. Auk leitarinnar í höfuðstöðvum fyrir- tækisins var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja. Fram kom í máli innan- ríkisráðherra að ásakan- irnar á hendur Samherja gefi tilefni til að setja inn í kvótafrumvarpið sem er í meðförum Alþingis ákvæði um sviptingu veiðileyfa. Um leið fagnaði Ögmundur því að með kvóta frum varpinu væru stigin skref í átt að samkomulagi þar sem böndum yrði komið á núverandi fiskveiði- stjórnunar kerfi. Í yfirlýsingu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja, sem hann sendi frá sér fyrir helgi eru aðgerðir Seðla- bankans sagðar tilhæfulausar með öllu og taldi hann að þær hlytu að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem Samherja væri ekki kunnugt um. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisvið- skipti eða önnur málefni,“ sagði í yfirlýsingunni. Í umfjöllun Ríkisútvarps- i n s h e f u r verið vísað til þess að Seðla- bankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dóttur félagi fyrir- tækisins í Þýskalandi íslenskar sjávar afurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið gegn gildandi gjald- eyris höftum með því að fullt verðmæti sjávar- afurðanna hefði ekki skilað sér til landsins í formi gjaldeyris. Samherji hefur hins vegar vísað til þess að fyrirtækið selji mikið magn sjávarafurða í gegnum erlend sölu- fyrir tæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri hafi verið haldið eftir utan landsteinanna sem hafi átt að skila sér til landsins. Í yfirlýsingu sinni sagði Þorsteinn að „harkalegar og ómál- efnalegar aðgerðir“ Seðlabankans hlytu að vera einsdæmi. Skoraði hann á bankann að leggja fram rökstuðning fyrir hús leitinni svo að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum í að upplýsa um stöðu mála og lágmarka um leið tjón fyrirtækisins af aðgerðinni. olikr@frettabladid.is ÖGMUNDUR JÓNASSON Til skoðunar að afturkalla veiðiheimild Innanríkisráðherra telur koma til greina að svipta sjávarútvegsfyrirtæki veiðiheimild, verði þau uppvís að því að brjóta gjaldeyrislög. Samherji liggur undir grun. HÚSLEIT Í GANGI Fyrir helgi gerðu starfsmenn sérstaks saksóknara húsleit í húsa- kynnum Samherja í Reykjavík og á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hjá Sam- herja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjald- eyrisviðskipti eða önnur málefni. YFIRLÝSING SAMHERJA GRÆDDU Á GULLI FYRIR PÁSKA CenterHotel Klöpp, Klapparstíg 26 Boðið verður upp á verðmat á skartgripum. Engin skuldbinding til að selja. Mánudaginn 2. apríl frá kl. 17–20.30, þriðjudaginn 3. apríl frá kl. 11–18 og miðvikudaginn 4. apríl frá kl. 11–18 AÐEINS ÞESSA ÞRJÁ DAGA: Gullpottur finnst hjá P&H Jewellers Ungt par fór út með fulla vasa fjár eftir að hafa selt skargripi og gull sem það átti í fórum sínum en hafði ekki not fyrir á farandsýningu á Englandi. Parið unga ákvað að láta líta á munina á farandsýningunni Jewellery & Gem Stone og fékk fyrir þá dágóða summu. Nú gefst Íslendingum samskonar tækifæri. Parið átti, eins og algengt er á mörgum heimilum, fulla skúffu með gömlum ónotuðum munum. Þar var meðal annars að finna gamla skartgripi, brotna gullhringi og gamalt herraúr frá því fyrir miðja síðustu öld. „Þau báðu mig um að nefna ekki nákvæma upphæð en ég get staðfest að þetta voru hundruðir þúsunda. Þau eru himinlifandi,” segir skartgripasalinn og matsmaðurinn Paul Franks. Falinn fjársjóður? Líklega gerir þú þér ekki grein fyrir því að gömlu skartgripirnir sem þú ert hætt/hættur að nota geta hugsanlega verið mjög verðmætir og jafnvel tugþúsunda ef ekki hundruð þúsunda virði. Nú er tækifærið til að komast að því hvort það leynist fjársjóður í rykföll- num skartgripaskrínum enda safnanar á höttunum eftir ónotuðum gömlum skartgripum um þessar mundir. Nú þegar verð á gömlu gulli er í sögulegu hámarki er um að gera að láta leggja faglegt mat á ónotaða skartgripi. Matið er ókeypis og því fylgir engin skuldbinding til að selja. Sé hins vegar vilji til þess verður gengið frá viðskiptunum með reiðufé á staðnum. Að hverju er verið að leita? Hvað ætti að taka með? Það er sama hversu stórir eða litlir munirnir eru. Hér eru nokkur dæmi um muni sem farandsalarnir gætu haft áhuga á: - Gömlu gulli: skartgripum, sígarettuhulstrum úr gulli eða öðrum gullmunum. - Demöntum yfir einu karati. - Úrum og vasaúrum en þá frá virtum framleiðendum á borð við Rolex, Cartier, Patek Philippe, Vacheron, Universal, Breitiling, IWS og Omega. - Skartgripum með gimsteinum, jafnvel þó þeir séu brotnir eða þó vanti steina. - Gömlu silfri. „Ég hef áralanga reynslu af því að meta og kaupa skartgripi og hef á þeim tíma séð fólk koma með hluti sem voru í þeirra augum lítils virði. Þeir hinir sömu hafa svo gengið út með umtalsverða peninga á milli handanna,” segir Franks. Hann segir markaðinn fyrir her- raúr aldrei hafa verið betri og að verð á gulli sé í sögulegu hámarki. „Ekki missa af þínum eigin gullpotti.” Einkaviðtal við verðmat. Vinsamlegast athugið að skilríkja er krafist við viðskipti. Nánari upplýsingar á www.pandhjewellers.com AFTUR Á ÍSLANDI VEGNA MIKILS ÁHUGA! UPPRUNALEGA GULL OG SILFUR KAUPSTEFNAN. INDLAND, AP Leiðtogar Rússlands, Kína, Indlands, Brasilíu og Suður- Afríku ætla að hefja undir búning að stofnun nýs alþjóðabanka, sem á að auðvelda fátækum ríkjum að fá aðgang að fjármagni. Robert Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans, fagnar þessum áformum um nýjan þróunar- banka. „Við hlökkum til að starfa með honum og sjá hvernig við getum styrkt hvor annan,“ segir Zoellick, sem einnig var stadd- ur á Indlandi þar sem leiðtoga- fundur BRIKS-ríkjanna svo- nefndu var haldinn. Leiðtogarnir fimm samþykktu yfirlýsingu um nánara samstarf, sem bæði miðar að því að styrkja stöðu þeirra en felur einnig í sér áform um að veita fátækari þróunarríkjum aðstoð og betri aðgang að alþjóðastofnunum. - gb Leiðtogar BRIKS-ríkja hittust á fundi fyrir helgina: Ætla að stofna þróunarbanka LEIÐTOGAFUNDUR Dilma Roussef Brasilíuforseti, Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti, Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, Hu Jintao, forseti Kína, og Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, samþykktu að efla samstarf ríkjanna fimm. NORDICPHOTOS/AFP MALÍ, AP Amadou Haya, leiðtogi valdaránsstjórnar hermanna í Malí, hét því í gær að endurreisa stjórnskipan landsins. Um svipað leyti bárust fréttir af því að uppreisnarsveitir túarega hefðu náð borginni Timbúktú á sitt vald. „Við lofum því hátíðlega að frá og með deginum í dag verður stjórnarskrá lýðveldisins Malí frá 25. febrúar 1992 endurreist, sem og stofnanir lýðveldisins,“ sagði Sanogo í yfirlýsingu sinni. Þetta er sama stjórnarskráin sem hermennirnir brutu gegn Uppreisnarsveitir túarega hafa náð borginni Timbúktú á sitt vald í Malí: Valdaránsstjórn hersins lofar lýðræði á ný LOFAR ENDURREISN Amadou Haya Sanogo, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Malí, gefur út yfirlýsingu sína. Á vinstri hlið hans stendur Djibril Bassole, utanríkis- ráðherra Búrkína Fasó. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvað vísaði gjaldeyriseftirlit Seðlabankans mörgum málum til saksóknara í fyrra? 2. Hvað á að gera við virkjanir í Neðri-Þjórsá samkvæmt þings- ályktunartillögu að rammaáætlun? 3. Hvað spáir Hagstofan miklum hagvexti á þessu ári? SVÖR 1. Tólf málum. 2. Setja þær í biðflokk. 3. Tveimur komma sex prósentum. þegar þeir tóku völdin þann 21. mars. Ekki er ljóst hvaða þýðingu þessi yfirlýsing hefur nú strax, þar sem herinn er enn við völd. Ekki fylgdi yfir lýsingunni heldur nein tímaáætlun um kosningar eða aðra endurreisn stjórnskipunarinnar. Malí hafði verið lýðræðisríki í meira en tvo áratugi þegar her- menn í herstöðinni Kati gerðu uppreisn og réðust í beinu fram- haldi inn í forsetahöllina og aðrar valdastofnanir, sem eru í næsta nágrenni herstöðvarinnar í höfuðborginni Bamako. Þegar hermennirnir réðust á forsetahöllina fór forsetinn, Amadou Toumani Touré, í felur. Aðeins rúmur mánuður var þá til kosninga, sem halda átti 29. apríl. Touré hefði þá verið búinn að gegna forsetaembættinu í tvö kjörtímabil og var því ekki í kjöri, þar sem forseti getur ekki setið lengur samkvæmt stjórnarskrá. Ástæða uppreisnarinnar var sögð vera sú, að stjórnvöld hefðu ekki séð til þess að herinn hefði nægilegan vopnastyrk til að ráða niðurlögum uppreisnar túarega. - gb NÝSKÖPUN Sprotafyrirtækið Rem- indMe sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit um Gulleggið 2012. RemindMe er viðskiptahugmynd fimm verkfræðinema á lokaári við Háskóla Íslands og er sjálfvirkur og læsanlegur lyfjaskammtari sem stuðlar að markvissari lyfjameð- ferð. Að baki RemindMe standa nemarnir Ingunn Guðbrands- dóttir, Hildigunnur Björgúlfs- dóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn Bergsteinn Magnússon og Vaka Valsdóttir. Teymið vinnur nú að frumgerð lyfjaskammtarans og markaðs- setningu erlendis. Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í gær. - áp Unnu Gulleggið 2012: Hönnuðu sjálf- virkan lyfja- skammtara VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.