Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 2. apríl 2012 15 Eins og annað er þetta ágæt-lega orðað í Njálu. Gunnar á Hlíðarenda hefur starfað sem atvinnumaður í útlöndum í þeirri íþrótt sem þá var helst í boði: her- mennsku; alls konar fantar og fífl ögra honum og mana hann til átaka en hann er í raun og veru sein- þreyttur til vandræða, uppgefinn á blóðsúthellingum. Hann segir við Kolskegg bróður sinn: „Hvað eg veit,“ segir Gunnar, „hvort eg mun því óvaskari maður en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega menn.“ Hann venst þessu aldrei, getur ekki staðið í þessu lengur; langar bara að vera bóndi frekar en kappi. Því að hvað svo sem átjánhundr- uð amerískir framhaldsspennu- þættir á viku og allar glæpasög- urnar reyna að telja okkur trú um þá er manninum ekki eiginlegt að drepa aðra menn. Lítið mál að skrökva, fegra, svíkja og pretta, hlunnfara, stela, lemja og lumbra á öðrum en hitt, að drepa aðra menn – það er ekki eðlilegt. Það er óeðli. Það er dauðasynd og kostar áreynslu. Maður þarf að stíga yfir mörk, breyta sér, slökkva í sér ljós. Oftast nær gera menn þetta með því að æra sig með hugmynda- fræði á borð við ofsatrú, fasisma eða anarkisma og leggja markvisst stund á hatur á „hinum“ – fólki af annarri trú eða þjóðerni eða svokölluðum kynþætti. Svo þurfa menn að hvolfa í sig alls kyns ólyfjan til að geta staðið í þessu, hermenn sem fara um í flokkum myrðandi eru ýmist blindfullir eða útúrskakkir. Halldór Laxness orðaði þetta ágætlega þegar hann skrifaði um Víetnam-stríðið og sagði eitthvað á þá leið að enginn maður ætti að drepa fleiri menn en hann gæti borðað sjálfur. Hér höfum við Íslendingar hlut- verki að gegna. Frá árinu 2008 höfum við verið svolítið eins og maður sem deleraði á árshátíðinni og fer með veggjum. En í raun og veru er ýmislegt ágætt hér án þess að sérstök ástæða sé til að hælast um of af því: við erum til dæmis vopnlaus þjóð. Það er ástæða til að vera stoltur af því og halda því á lofti, án þess þó að fara að halda ræður um það í útlöndum að við séum best í því að vera vopnlaus. Stolt fólk hælist ekki um af því sem það er stolt af – það gera bara þeir sem eru óvissir um eigin verðleika. Og það yrði stórkostleg lygi ef við færum að básúna það hversu friðsöm þjóð við séum, frið- elskandi eða góð – sé sá gállinn á almennum Íslendingi gæti hann þrasað mann til bana. En við erum vopnlaus þjóð. Og fengum merkilega staðfestingu á þeirri sérstöðu okkar í aðildar- viðræðunum við ESB í vikunni þar sem Evrópusambandið viður- kennir þessa sérstöðu. Það er mikils vert og mikil gæfa einni þjóð að vera herlaus. Víða um heim, í fátækum löndum, fara fram nokkurs konar Hungurleikar. Þar er þjóðum att saman af þeim sömu ríkjum sem koma jafnan fram sem friðargæsla og skynsemi heimsins. Um 90 prósent þeirra vopna sem flutt eru út í heiminum eru framleidd af fimm fasta ríkjum Öryggis ráðsins, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kína, Bretlandi og Rússlandi. Stríðs átökum með tilheyrandi skelfingum og ójafn- vægi er viðhaldið markvisst af vopnasölum. Í fátækum löndum Afríku, Asíu og Ameríku – og Evrópu fram á síðari ár – eru vopn seld glæpaklíkum sem ýmist eru við stjórnvölinn eða leiða uppreisn- armenn með tilheyrandi barnarán- um og öðrum þeim viðbjóði sem tilheyrir stríðum. Greitt er fyrir vopnin með ýmsum varningi sem þessi lönd gætu gert sér mat úr á uppbyggilegan hátt, demöntum og fleiri slíkum verðmætum. Hinn stöðugi fjáraustur í vopn kemur í veg fyrir að peningum sé varið til raunverulegra verkefna sem bíða. Það eru gífurlegir hags munir ráðandi afla innan vopnasölu- ríkjanna að viðhalda ófriði í heiminum, viðhalda þeirri skipan sem nú er á eftirliti með vopna- viðskiptum. Það eftirlit er í stuttu máli ekki neitt. Amnesty International stendur nú fyrir herferð til að vekja athygli á þessum málum. Í júlí á þessu ári munu ríki Sameinuðu þjóðanna koma saman til að ræða og útfæra ályktun sem samþykkt var á alls- herjarþingi árið 2007 um nauð- syn þess að gerður verði vopna- viðskiptasamningur í heiminum. Nú, fimm árum síðar stendur til að ákveða hvert inntak þessa samnings á að vera, hversu ítar- legur og yfirgripsmikill hann verði – hvort hann verði skotheldur eða bara málamynda-orðagjálfur. Einhvern veginn finnst manni að þarna gætu Íslendingar haft hugsanlegu hlutverki að gegna, haft rödd sem kann að skipta máli; vopnlaus þjóð. Við eigum hægara með að tjá okkur en sumar aðrar Norðurlandaþjóðir – til að mynda Svíar sem hafa löngum verið flæktir í ljósfælin vopnasölu- hneyksli eða Danir sem fóru allt í einu að halda að þeir væru mikil og staðföst herþjóð og tóku að senda unga menn til Íraks og Afganist- an til að deyja þar í stríðinu sem þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson gerðu Íslendinga sam- ábyrga fyrir. Þó ekki væri nema til að bæta fyrir það hneyksli er þess vonandi að vænta að hinn vaski utanríkisráðherra okkar beiti sér af alefli fyrir því að gerður verði raunverulegur samningur á alþjóðavísu um vopnaviðskipti sem komi í veg fyrir eins og kostur er að ráðamenn geti farið með hernaði á hendur þjóðum sínum. AF NETINU Fyrirsjáanlegt grín Aprílgöbbin voru flest frekar fyrirsjáanleg. DV hélt sig við smellvinsælasta málefnið – og mér skilst að umræðan hafi verið skemmtilegri en fréttin sjálf (sem aftur minnti á hérna um árið þegar Vantrú þóttist hafa klofnað). Flestir aðrir brandarar voru alls ekkert skemmtilegir og aðallega til vitnis um þá stemningu sem ég þekki af eigin raun, að sitja í ritstjórn og eiga allt í einu að vera frum- legur og fyndinn mitt í einhverju fréttarúsi, áreiðanlega illa sofinn og þunnur og einhvern veginn ekki með mikinn húmor fyrir þessu yfir höfuð. norddahl.org Eiríkur Örn Norðdahl Jafnræðis ekki gætt Molaskrifari fylgdist með orða- skiptum forsætisráðherra og Jóns Bjarnasonar fyrrum ráðherra í beinni útsendingu frá umræðum á Alþingi að morgni fimmtudags (29.03.2012). Einkennilega var hins vegar frá þessu greint í fréttum Ríkissjónvarps sama kvöld. Þar var birt glefsa úr ræðu forsætisráðherra en tekið sérstakt viðtal við Jón Bjarnason þar sem hann úthúðaði forsætisráðherra. Þetta voru undarleg vinnubrögð. Annað hvort átti að birta glefsur úr ræðum beggja eða taka stutt viðtöl við þau bæði. Þá hefði jafnræðis verið gætt. eidur.is Eiður Svanberg Guðnason Að gifta með góðri sam- visku Það segir sig nokkuð sjálft að aðeins tímaspursmál er hve lengi prestum og yfirleitt þeim sem framkvæma opinberar athafnir eða annast einhvers konar þjónustu líðst að mismuna fólki eftir kyn- hneigð. Þetta sér meirihluti Dana og þetta sjá í raun og veru allir sem hugsa málið. Röksemdir eins og þær að trúar- atriði sé að mismuna megi fólki eftir kynhneigð, það sé félagslegt atriði eða partur af þjóðarsál eða kirkjuvenju að vísa megi fólki frá vegna kynhneigðar halda auðvitað ekki vatni og eru yfirleitt settar fram til að vinna tíma. blog.eyjan.is/baldurkr/ Baldur Kristjánsson Víða um heim, í fátækum löndum, fara fram nokkurs konar Hungurleikar. Þar er þjóðum att saman af þeim sömu ríkjum sem koma jafnan fram sem friðargæsla og skynsemi heimsins. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Reynir Björnsson og Dóra Magnúsdóttir eru ánægð í Boðaþinginu. Að vega menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.