Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 6
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR6 N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur STJÓRNSÝSLA „Við erum skyldugir gagnvart lögum að sinna þessu starfi og svo ákveður ríkið þóknunina einhliða. Það er mjög erfitt að sætta sig við það,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lög- mannafélags Íslands. Hann krefst þess að hið opinbera leiðrétti kjör lögmanna sem taka að sér verjenda störf í sakamálum, ella komi til greina að fara með málið fyrir dóm. Brynjar skrifar pistil um málið í nýjasta tölublað Lögmannablaðs- ins, sem kom út í síðustu viku. Þar segir frá því að ráðherra dóms- mála hafi í kjölfar banka hrunsins sett reglugerð um þóknanir til verjenda, sem áður var á könnu Dómstólaráðs að ákvarða. Með reglugerðinni hafi þóknunin jafn- framt verið lækkuð um tíu prósent, niður í tíu þúsund krónur á tímann, sem sé um það bil helmingurinn af hefðbundnu tímakaupi lögmanna. Brynjar segir „fullkomlega frá- leitt“ að ráðherra ákveði einhliða upphæðina á sama tíma og lög- menn séu skyldugir að lögum að verja sakamenn. „Í hugum margra er hér um hreina aðför að lögmönnum að ræða. Undir það má taka. Það er ólíðandi að þeir lögmenn sem taka að sér vörn í sakamálum, eða önnur réttargæslustörf, þurfi að sæta því að fá ekki greidda eðlilega þóknun fyrir vinnu sína,“ segir í pistlinum. Brynjar gagnrýnir sömu leiðis þá ákvörðun Dómstólaráðs að lækka greiðslur til lögmanna í svo- kölluðum útivistarmálum, það er þegar skjólstæðingur lögmannsins mætir ekki þegar mál er þingfest og því lýkur þá og þar. Sú þóknun sé nú tíu þúsund króna eingreiðsla þótt oft liggi mikil vinna að baki fyrir lögmenn. Stundum geti jafn- vel borgað sig fyrir skjólstæðing- inn, til dæmis í skuldamálum sem liggja nokkuð beint við, að mæta ekki og sleppa þannig mun betur en ella frá greiðslu málskostnaðar. Brynjar segir að verði þessi mál ekki færð í eðlilegt horf innan skamms tíma komi til álita að láta reyna á þau fyrir dómi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum frá innanríkis- ráðuneytinu vegna málsins og fékk þau svör frá upplýsinga- fulltrúanum Jóhannesi Tómas- syni að borist hefði erindi frá Lög- mannafélaginu vegna málsins. „Ráðuneytið hefur erindið til skoðunar til að kanna hvort unnt er að verða við þeirri beiðni. Ekki er hægt að segja á þessari stundu hvenær niðurstaða liggur fyrir en þess er vænst að það geti orðið mjög bráðlega.“ stigur@frettabladid.is Hótar málsókn vegna atlögu að lögmönnum Formaður Lögmannafélagsins segir „fullkomlega fráleitt“ og óviðunandi að hið opinbera ákvarði einhliða laun verjenda í sakamálum, enda séu þeir skyldugir til að sinna starfinu. Hann krefst breytinga, ella komi til álita að höfða mál. ÓSÁTTUR Brynjar, í miðið, hefur mikla reynslu af verjendastörfum. Hann var til dæmis meðal verjenda í Baugsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra hefur lagt fram frumvarp um réttarstöðu einstak- linga með kynáttunarvanda. Frum- varpinu er ætlað að skýra réttar- stöðu transfólks hér á landi. Meðal helstu ákvæða í frum- varpinu er að lagt er til að stofnað verði sérfræðingateymi innan Landspítalans, sérfræðinefnd um kynáttunarvanda verði skipuð og að Þjóðskrá Íslands haldi utan um skráningu kynleiðréttra einstak- linga ásamt nafnabreytingu og útgáfu á nýjum kennitölum. Frumvarpið byggir að megin- Velferðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem eyðir óvissu: Bætir réttarstöðu transfólks Kynáttunarvandi er upplifun einstaklings frá unga aldri um að hafa fæðst í líkama af röngu kyni og óskar að tilheyra hinu kyninu. Eitt til tvö slík tilfelli koma upp á hverju ári. Hvað er kynáttunarvandi? stefnu á því verklagi sem tíðkast nú þegar hér á landi, en með heild- stæðum lögum á að skýra stöðuna og eyða réttaróvissu. Réttaróvissa hefur ríkt um réttarstöðu einstak- lings eftir að hann hefur hlotið staðfestingu á því að tilheyra gagn- stæðu kyni. Sama hefur verið uppi á teningnum hvað varðar réttar- stöðu barna sem eiga foreldri með kynáttunar vanda og þá hefur verið óvissa um hvernig bregðast skuli við þeim aðstæðum þegar einstak- lingur sem hlotið hefur staðfestingu á að hann tilheyri gagnstæðu kyni vill hverfa aftur til fyrra kyns. - þeb UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra fundaði með Nikolay Patrushev, formanni þjóðaröryggisráðs Rússlands, á laugardag. Patrushev var staddur á Íslandi í stuttri heimsókn en hann fór af landi brott síðdegis á laugardag. Á fundinum ræddu þeir Össur um málefni norður- slóða og gott samstarf Íslands og Rússlands, bæði í tvíhliða sam- starfi og innan Norðurskauts- ráðsins. Þá ræddu þeir samskipti Rússlands og Atlantshafsbanda- lagsins og málefni Miðaustur- landa. - þeb Ræddu málefni norðurslóða: Össur fundaði með Patrushev ÖSSUR OG PATRUSHEV Funduðu um margvísleg mál í stuttri heimsókn Patrushevs til Íslands. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Braut rúðu á Hressó Rúða var brotin á veitingastaðnum Hressó aðfaranótt sunnudags. Maðurinn sem braut rúðuna slóst einnig við dyraverði. Flytja þurfti manninn á slysadeild, en að því loknu var hann vistaður í fangaklefa. LÖGREGLUMÁL Ert þú hlynnt/ur því að gjald verði tekið upp á einhverjum ferðamannastöðum? Já 64,5% Nei 35,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Hljópstu apríl í gær? Segðu skoðun þína á vísir.is Gripnir við ólöglegar veiðar Landhelgisgæslan stóð færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum í íslenskri lögsögu suðaustur af landinu í gær. Bátnum var vísað til íslenskrar hafnar þar sem lögregla tók á móti honum. Tekin var skýrsla af skipstjóranum og að því loknu fékk báturinn að fara sína leið. LANDHELGISGÆSLAN Viðskipti Landsvirkjun keypti hlut Atvinnueflingar Þingeyjar- sveitar og Orkuveitu Húsavíkur í Þeistareykjum ehf. fyrir helgi og fer því með allt hlutafé í félaginu. Orkuveita Húsavíkur átti 3,2 prósenta hlut í félaginu en hlutur Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar var 0,087 prósent. Landsvirkjun greiddi samanlagt rúmar 200 milljónir fyrir hlutina. Þeistareykir ehf. hafa frá stofnun félagsins árið 1999 staðið að borunum og rannsóknum til hagnýtingar á orku úr jörðinni Þeistareykjum í Þingeyjarsveit en þeim hefur miðað vel á síðustu árum. Landsvirkjun á Þeistareyki Greiddu 200 milljónir ALÞINGI Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, hefur lagt fram frum- varp til laga um Ríkisútvarp- ið. Er því ætlað að skerpa á almannaþjón- ustuhlutverki stofnunarinnar. Samkvæmt frumvarpinu ber Ríkisút- varpinu skylda til að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem nær til allra landsmanna. Þá ber því að rækja lýðræðishlutverk sitt, sem og menningarlegt hlutverk. Ríkisútvarpinu ber að hafa hlut karla og kvenna sem jafnastan í dagskrá sinni og starfsemi. Þá er því gert að leggja sér- staka rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. - kóp Þjónustuhlutverk skerpt: Frumvarp um Ríkisútvarpið KATRÍN JAKOBS- DÓTTIR TÆKNI Vegna framkvæmda í Bændahöllinni er nauðsynlegt að loka tölvukerfum samtakanna frá klukkan 17 til 20 í dag. Þetta hefur áhrif á notendur forrita og gagnagrunna á vegum Bænda- samtaka Íslands (BÍ). Tölvu- kerfin sem lokunin hefur áhrif á eru eftirfarandi: Baendatorg. is, huppa.is, Lotus Notes, efabis. is, símkerfi og hýsing ásamt fleiri minni kerfum. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér. - áp Rask í Bændahöllinni í dag: Tölvukerfi BÍ lokað um stund KJÖRKASSINN Það er ólíðandi að þeir lögmenn sem taka að sér vörn í sakamál- um, eða önnur réttargæslu- störf, þurfi að sæta því að fá ekki greidda eðlilega þóknun fyrir vinnu sína. BRYNJAR NÍELSSON FORMAÐUR LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS SÝRLAND, AP Fulltrúar um 70 ríkja strengdu þess heit í gær að útvega nokkrar milljónir Bandaríkjadala á mánuði handa uppreisnarmönnum og stjórnarand- stæðingum í Sýrlandi. Einnig ætla þeir að útvega þeim samskiptabúnað. Með þessu hafa Bandaríkin, Vesturlönd og araba- ríki ákveðið að blanda sér enn frekar í átökin í Sýr- landi, sem kostað hafa meira en átta þúsund manns lífið undanfarið ár. Á fundi fulltrúa ríkjanna, sem haldinn var í Istan- búl í Tyrklandi í gær, virtist lítil trú ríkja á friðar- viðleitni Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins sem Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur verið fenginn til að hafa forystu um. „Ef Assad heldur áfram, eins og hann hefur gert, að ná engum árangri við að binda enda á átökin og koma á vopnahléi, að draga hersveitir sínar frá þeim svæðum sem hann hefur herjað á, þá er ólík- legt að hann muni nokkru sinni veita samþykki sitt,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, sem hefur beitt hersveitum sínum af mikilli hörku á mótmælendur og uppreisnarmenn í landinu. - gb Ráðstefna „Vina Sýrlands“ var haldin í Istanbul í Tyrklandi í gær: Uppreisnarmenn fá stuðning HILLARY CLINTON Utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Tyrklandi í gær á fundi um 70 ríkja til stuðnings uppreisninni í Sýrlandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.