Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 58
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR34 Enska úrvalsdeildin: NEWCASTLE - LIVERPOOL 2-0 1-0 Papiss Demba Cisse (18.), 2-0 Papiss Demba Cisse (58.). TOTTENHAM - SWANSEA 3-1 1-0 Rafael van der Vaart (18.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (59.), 2-1 Emmanuel Adebayor (72.), 3-1 Emmanuel Adebayor (86.). ASTON VILLA - CHELSEA 2-4 0-1 Daniel Sturridge (8.), 0-2 Branislav Ivanovic (50.), 1-2 James Collins (76.), 2-2 Eric Lichaj (79.), 2-3 Branislav Ivanovic (82.), 2-4 Fernando Torres (91.). EVERTON - WBA 2-0 2-0 Victor Anichebe (67.). FULHAM - NORWICH CITY 2-1 1-0 Clint Dempsey (2.), 2-0 Damien Duff (12.), 2-1 Aaron Wilbraham (76.). MANCHESTER CITY - SUNDERLAND 3-3 0-1 Sebastian Larsson (30.), 1-1 Mario Balotelli (42.), 1-2 Nicklas Bendtner (48.), 1-3 Sebastian Larsson (54.), 2-3 Mario Balotelli (84.), 3-3 Aleksandar Kolarov (85.). QPR - ARSENAL 2-1 1-0 Adel Taarabt (21.), 1-1 Theo Walcott (36.), 2-1 Samba Diakite (65.). WIGAN ATHLETIC - STOKE CITY 2-0 1-0 Antoli n Alcaraz (54.), 2-0 Victor Moses (92.). WOLVES - BOLTON WANDERERS 2-3 1-0 Michael Kightly (52.), 1-1 Martin Petrov (62.), 1-2 Marcos Alonso (79.), 1-3 Kevin Davies (83.), 2-3 Matt Jarvis (87.) STAÐAN: Man. United 30 23 4 3 74-27 73 Man. City 31 22 5 4 75-25 71 Arsenal 31 18 4 9 62-41 58 Tottenham 31 17 7 7 56-36 58 Chelsea 31 15 8 8 53-36 53 Newcastle 31 15 8 8 46-42 53 Everton 31 12 7 12 32-32 43 Liverpool 31 11 9 11 36-33 42 Sunderland 31 11 8 12 42-37 41 Swansea City 31 10 9 12 35-39 39 Fulham 31 10 9 12 39-42 39 Norwich City 31 10 9 12 42-49 39 Stoke City 31 10 8 13 29-43 38 WBA 31 10 6 15 36-43 36 Aston Villa 30 7 12 11 33-42 33 Bolton 30 9 2 19 36-60 29 Blackburn 30 7 7 16 43-62 28 QPR 31 7 7 17 35-54 28 Wigan 31 6 10 15 29-55 28 Wolves 31 5 7 19 33-68 22 ÚRSLIT FÓTBOLTI Manchester City mátti þakka fyrir að fá stig gegn Sunderland um helgina. Eftir að hafa verið hörmulegt í rúmar 80 mínútur komu tvö mörk nánast upp úr engu og City náði stigi sem liðið átti ekki skilið að fá. Stemningsleysið var áberandi í City-liðinu í leiknum og mórallinn í hópnum virðist ekki vera upp á það besta um þessar mundir. Þeir Mario Balotelli og Aleksandar Kolarov lentu til að mynda í rifrildi um hver ætti að taka auka- spyrnu í síðari hálfleik. Þó svo Balotelli hafi skorað lag- legt mark með skoti utan teigs og skorað úr víti var stjórinn, Roberto Mancini, allt annað en sáttur við framlag ítalska framherjans í leiknum. „Ég íhugaði að taka hann af velli eftir fimm mínútur í leiknum en hann endaði með því að skora tvö mörk. Hann spilaði samt alls ekki vel. Í svona leik eiga framherjar að gera út um leikinn. Ekki bara að stíga upp undir lokin. Menn eins og Mario og Dzeko eiga að skora tvö til þrjú mörk í svona leik,“ sagði Mancini þungur á brún en hann neyðist til þess að halla sér að manninum sem átti aldrei aftur að spila fyrir City – Carlos Tevez. „Okkur vantar Carlos núna. Framherja sem getur skipt sköpum.“ Sjö leikja sigurgöngu Arsenal lauk um helgina er QPR nældi sér í þrjú afar mikilvæg stig í botn- baráttunni. „Okkar frammistaða var einfald- lega ekki nógu góð til þess að vinna svona leik. QPR lagði harðar að sér en við,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en stuðningsmenn Arsenal voru sumir hverjir farnir að gera sér vonir um annað sætið í deildinni fyrir leikinn. „Það vantaði eitthvað hjá okkur í leiknum og hugarfar leikmanna var ekki í lagi. QPR var með allt sitt á hreinu og til í að berjast fyrir stigunum.“ - hbg Man. City að fatast flugið og lítil stemning í liðinu: Íhugaði að taka Balotelli af velli strax í byrjun SLÆMUR MÓRALL Balotelli og Kolarov rífast hér um hver eigi að taka aukaspyrnu. Fyrirliði City, Vincent Kompany, varð að fjarlægja Balotelli á endanum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Newcastle og Tottenham fengu þrjú stig í leikjum gær- dagsins í enska boltanum. Liverpool er í tómu rugli og búið að tapa átta leikjum eftir áramót. Leikur Newcastle og Liverpool var skrautlegur í meira lagi. Liverpool stillti upp þremur fyrrum leikmönnum Newcastle í leiknum og var baulað miskunnar- laust á þá alla í leiknum. Andy Carroll var ekki að auka vinsældir sínar í Newcastle er hann tók eina svakalegustu dýfu vetrarins snemma leiks. Skömmu síðar átti Danny Simpson að fara af velli og Liverpool að fá víti er Simpson varði á línunni. Það atvik fór fram hjá dómaranum og Newcastle þakkaði pent fyrir með því að skora nokkru síðar. Liverpool var sjálfu sér verst í þessum leik. Framherjarnir nýttu ekki færin sín og svo lét Pepe Reina reka sig af velli undir lokin er hann skallaði leikmann Newcastle sem hafði brugðið fyrir hann fæti. Skallinn var ekki fastur en rautt spjald var gefið engu að síður. Það kom því í hlut Jose Enrique að klára leikinn í búrinu. Newcastle er með sigrinum enn með gott tækifæri til að komast í Meistaradeildina að ári en Liverpool er aftur á móti búið að tapa heilum átta leikjum það sem af er árinu. „Við fengum færi og vorum óheppnir að fá ekki víti þegar Simpson ver boltann á línunni. Þá hefðum við líka verið að spila gegn tíu mönnum. Síðan fengum við á okkur mark og eftir það voru mínir menn pirraðir og fóru jafn- vel að vorkenna sjálfum sér,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. „Það mátti sjá bæði á Andy Car- roll, er hann fer af velli, og Reina, er hann fýkur af velli, hversu pirr- aðir mínir menn voru. Pepe átti að fá rautt en við áttum líka að fá víti,“ sagði Dalglish. En hvað með dýfuna hjá Carroll í fyrri hálfleik? „Þetta var ekki víti og Andy var ekki heldur að fiska. Það var grimmt að sýna honum gula spjaldið því Andy var í vandræð- um með að halda jafnvægi.“ Eins og Dalglish segir vildi Liver- pool fá víti og rautt spjald á Danny Simpson er hann virtist verja boltann með hendinni á línunni. „Boltinn fór ofarlega í öxlina á Danny en ekki í höndina. Hönd- in er ekki úti og það hefði verið grimmt að dæma víti. Það var ekkert að þessu,“ sagði Alan Pardew, stjóri Newcastle. Gylif Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn með Swansea gegn Tottenham í gær. Gylfi jafnaði leikinn, 1-1, með laglegu marki og var ekki fjarri því að skora skömmu áður. Því miður fyrir Swansea dugði mark Gylfa ekki til því Emmanuel Adebayor kláraði leikinn með tveim góðum skallamörkum. henry@frettabladid.is Taphrina Liverpool heldur áfram Það gengur ekkert upp hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og liðið tapaði enn einum leiknum. Andy Carroll sýndi engin snilldartilþrif í heimkomunni til Newcastle og rauk reiður af velli. Pepe Reina fékk rautt fyrir að skalla andstæðing. Gylfi Sigurðsson skoraði fyrir Swansea gegn Spurs en það dugði ekki til. TAKK FYRIR KOMUNA Stuðningsmenn Newcastle hlógu að Carroll er hann var tekinn af velli. Á minni myndinni má sjá Reina skalla James Perch. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.