Fréttablaðið - 02.04.2012, Side 12

Fréttablaðið - 02.04.2012, Side 12
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR12 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is SÍÐUSTU FORVÖÐ Aðeins þrír dagar eftir af páskatilboðsdögum PÁSKAVERÐ* Miele þvottavél W1634 áður kr. 184.500 nú kr. 169.900 Miele þvottavél W1714 áður kr. 202.500 nú kr. 184.900 * á meðan byrgðir endast FRÉTTASKÝRING Getur verið að einn stærsti fram- leiðandi heims á sviði fjarskiptatækni greiði leið njósna? Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að stjórnvöld í Ástralíu hefðu bannað kínverska fjarskiptafyrir- tækinu Huawei, sem hefur um ára- bil átt í samstarfi við íslensk síma- fyrirtæki, að taka þátt í útboði vegna uppbyggingar landlægs háhraða inter- net kerfis. Ástæðan eru áhyggjur sem leyni- þjónusta la ndsins hefur af því að notkun kínversks fjarskipta- búnaðar auðveldi kín- verskum tölvuþrjótum að njósna um áströlsk fyrirtæki og stofnanir. Áður höfðu banda- rísk stjórnvöld bannað Huawei að koma að uppbyggingu símkerfis bandarísks símafyrir- tækis. Huawei er einn stærsti framleiðandi heims á vörum og tækni fyrir fjarskiptafyrir- tæki. Segja má að tortryggni ástr- alskra og bandarískra stjórnvalda gagnvart fyrirtækinu varpi ljósi á áhyggjur sem mörg ríkja Vest- urlanda hafa af netnjósnum sem rekja má til Kína og flestir telja að tengist kínverskum stjórnvöld- um. Slíkar áhyggjur hafa magn- ast á síðustu misserum eftir því sem upp hefur komist um fjölmörg dæmi um tilraunir kínverskra aðila til að brjótast inn í tölvukerfi fyrir- tækja og stofnana á Vesturlöndum. Til að mynda komst árið 2009 upp um tilraun til að brjótast inn í síma Kevin Rudd, þáverandi for- sætisráðherra Ástralíu. Á sama ári var brotist inn í öll tölvukerfi kvikmynda hátíðarinnar í Melbourne í kjölfar þess að skipu leggjendur hátíðarinnar neituðu að verða við kröfum kín- verskra stjórnvalda um að sýna ekki heimildar- mynd um kínverskan andófsmann. Þá hefur netárásum sem rekja má til Kína meðal annars verið beint að bandarískum olíu- og tæknifyrir- tækjum, þar með talið Google sem ráðist var á árið 2009. Í kjölfarið hefur bandarísk þing- nefnd hafið að rann- saka hvort notkun á kínverskum fjarskipta- búnaði, þar með talið frá Huawei, auðveldi netnjósnir kínverskra aðila. Huawei neitar alfarið tengslum við kínversk yfirvöld og meintar njósnir þeirra. Gagnrýnendur fyrir tækisins benda á að stofnandi þess, verkfræðingurinn Ren Zhengfei, var áður yfirmaður fjar- skiptadeildar kínverska hersins og á þá staðreynd að eignarhald fyrir- tækisins er að mestu á huldu. Þrátt fyrir það virðist það hafa unnið sér inn traust stærstu símafyrir- tækja heims sem eiga nær öll í við- skiptum við fyrirtækið. Þá hefur það byggt upp fjarskiptakerfi í fjöl- mörgum löndum Asíu, í Bretlandi auk þess sem allt símkerfi Nova á Íslandi og hluti símkerfis Vodafone eru frá Huawei. Engar grunsemdir hafa komið fram opinberlega um neins konar netárásir eða -njósnir hér á landi sem rekja má til Kína. Þó má minnast á að í svokölluðum sendi- ráðsskjölum sem vefsíðan Wiki- leaks gerði aðgengileg árið 2010 komu fram grunsemdir banda- rískra sendiráðsstarfsmanna um að Kínverjar stunduðu iðn- njósnir hér á landi sem beindust gegn fyrir tækjum á sviði erfða- greiningar og læknisfræði. magnusl@frettabladid.is Netnjósnir sem rekja má til Kína valda víða áhyggjum Fjölmörg dæmi hafa komið upp á síðustu misserum um tilraunir kínverskra aðila til iðnnjósna á Vestur- löndum. Í kjölfar árása á bandarísk olíu- og tæknifyrirtæki, þar á meðal Google, hefur bandarísk þing- nefnd hafið rannsókn á umsvifum kínverskra fjarskiptafyrirtækja, þar á meðal Huawei, í landinu. BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ Í svokölluðum sendiráðsskjölum sem vefsíðan Wikileaks birti á árinu 2010 komu fram grunsemdir bandarískra sendiráðsstarfsmanna um að Kínverjar stunduðu iðnnjósnir hér á landi sem beindust gegn fyrirtækjum á sviði erfðagreiningar og læknisfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þetta ár birti vefsíðan Wikileaks bandarísk sendi- ráðsskjöl þar sem fram komu grun- semdir banda- rískra sendirráðs- starfsmanna um iðnnjósnir Kínverja á Íslandi. 2010 UMHVERFISMÁL „Efling græns hag- kerfis á að vera forgangsverkefni stjórnvalda,“ sagði Skúli Helga- son á aðalfundi Umhverfis- stofnunar fyrir helgi. Í grænu hagkerfi felst að áhersla er lögð á atvinnu- starfsemi sem er byggð á fjár- festingum einkaaðila og opin- berra aðila, sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsaloft- tegunda, stuðlar að bættri nýt- ingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu. Skúli sagði að í stjórn málum á Íslandi hafi tvo andstæð sjónar- mið tekist á, annars vegar sjónar- mið þeirra sem vilja virkja náttúru auðlindir og svo sjónar- mið þeirra sem vilja vernda nátt- úruna. Þess vegna getur grænt hagkerfi samþætt þessi tvo sjónar mið þar sem helsta mark- mið þess er að auka verðmæta- sköpun á sama tíma og það er dregið úr álagi á náttúruna. Annað markmið á grænu hag- kerfi er að auka græn störf sem eru bæði mannbætandi og stuðla að bættu umhverfi. Stjórnvöld hafa átt í erfið- leikum með að skilgreina hvað græn störf eru en samkvæmt skil greiningum er hægt að skipta þeim í tvo yfirflokka. Annars vegar er um að ræða störf við fram- leiðslu á umhverfisvænum vörum og hins vegar störf sem gera framleiðsluferla í mismunandi framleiðslugreinum umhverfis- vænni. - áas Efling græns hagkerfis á Íslandi á að vera forgangsverkefni stjórnvalda: Stefnan sættir andstæð sjónarmið SKÚLI HELGASON NEYTENDAMÁL Bónus var með lægsta verðið á 16 páskaeggjum af 28, samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í sjö matvöru- verslunum víðs vegar um landið. Verðkönnun fór fram í síðustu viku. Fjarðarkaup var næstoftast með lægsta verðið, það er á níu páskaeggjum, en Krónan var með lægsta verðið á þremur, að því er segir í fréttatil- kynningu frá ASÍ. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið á 21 páskaeggi af 28 en Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða á sjö páskaeggjum. Mestur verð- munur í könnuninni reyndist vera á páskaeggi frá Freyju númer 9, bæði draumaeggi og ríseggi. Það var dýrast hjá Samkaupum-Úrval þar sem það kostaði 2.569 krónur en ódýrast í Fjarðarkaupum þar sem verðið var 1.598 krónur. Minnstur verðmunur í könnuninni var á lakkrís páskaeggi frá Nóa Síríus. Það var dýrast hjá Nettó þar sem það kostaði 1.379 krónur en ódýrast hjá Bónus þar sem það kostaði 1.259 krónur. Verð á páskaeggjum hefur hækkað í flestum til- fellum hjá öllum verslunum milli ára nema á Nóa Síríus gulleggi - 6 stk. í pakka sem hefur lækkað milli ára. Könnunin var gerð í Bónus á Akureyri, Krónunni í Lindum, Nettó á Egilsstöðum, Hagkaupum í Kringlunni, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Nóatúni í Hamraborg og Samkaupum-Úrval í Hafnarfirði. Kostur og Víðir neituðu að taka þátt. - ibs Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á algengum páskaeggjum: Páskaeggin oftast ódýrust í Bónusi PÁSKAEGG Verð á páskaeggjum hefur hækkað í flestum til- fellum að því er fram kemur í nýrri verðkönnun ASÍ. ÍRAK, AP Stjórnvöld í Írak höfðu vonast til þess að leiðtoga- fundur Arababandalagsins í vikunni myndi sýna fram á traust nágrannalandanna til Íraks, sem er að byrja að fóta sig eftir langvarandi stríðsátök. Einungis innan við helmingur ríkjaleiðtoga bandalagsins lét þó sjá sig, hinir héldu sig heima. Fjarvera leiðtoganna þykir benda til þess að þeir beri ekki mikið traust til íraskra stjórn- valda. Forsætisráðherra Katars fór ekki í grafgötur með þetta, þegar hann sagði að hann og aðrir sem ekki mættu væru að mótmæla því að írösk stjórnvöld héldu minnihluta súnní-mús- lima frá völdum og áhrifum. - gb Illa mætt á leiðtogafund: Treysta ekki ríkisstjórn Íraks FÁMENNT Leiðtogar Íraks, Kómoreyja, Líbanons og Palestínu á leiðtoga- fundinum í Bagdad. NORDICPHOTOS/AFP Endurbætur samþykktar Borgarráð hefur samþykkt að verja 180 milljónum króna til breytinga og endurbóta á austurálmu Breiðagerðis- skóla. Framkvæmdir hefjast í júní og á að vera lokið í ágúst 2013. REYKJAVÍKURBORG FÉLAGSSTARF Deilur vegna fram- kvæmdar Söngkeppni framhalds- skólanna hafa orðið til þess að Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (NFNV) hefur sagt sig úr Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). NFNV telur hagsmuni nemenda fyrir borð borna í keppninni. Til dæmis er átalin ákvörðun um að láta bara 12 atriði keppa til úrslita og ákvörðun um að færa keppnina frá Akureyri til Reykjavíkur. NFNV segist munu ganga aftur í SÍF segi stjórn SÍF af sér. - óká Framhaldsskólanemar deila: Ósætti vegna söngkeppni VÉLMENNI KEPPA Tvö lið vélmenna, annað frá háskólanum í Madrid og hitt frá háskólanum í Frankfurt, keppa þarna á móti sem haldið var í Magdeburg í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.