Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 20
20 2. apríl 2012 MÁNUDAGUR Það er gott að styðja verðug mál-efni og rekstur happdrætta er góð leið fyrir góðgerðarfélög að afla sér tekna. Þannig er t.d. happdrætti SÍBS hornsteinn fram- kvæmda á Reykjalundi og undir- staða þess að hægt er að sinna fjöl- mörgum ör yrkjum og veita þeim atvinnu við hæfi. Það sama gildir um flest önnur happdrætti. Þau eru mikil vægur þáttur í rekstri félaganna. Til að fólk hafi áhuga á að kaupa happdrættis miða eru vinningar sem auka líkur á að fólk kaupi miða ef þeir eru spennandi. Ég vil halda því fram að kominn sé tími á að endurskoða vinninga- skrár stærstu happ- drættanna. Stærstu vinningarnir hjá Blindra- félaginu, Gigtarfélaginu, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Húsnæðisfé- lagi SEM, Styrktarfélagi vangefinna og Sjálfsbjörg eru allt bílar og það sama gildir um DAS þó að þann vinning megi að vísu einnig leysa út sem pening. Það er einungis í haust- happdrætti Félags heyrnarlausra sem fyrsti vinningur er ekki bíll, en það er 3D sjónvarp að verðmæti 1,1 milljón. Fyrstu tveir vinningarnir í síðasta happdrætti Bandalags íslenska skáta á árinu 1995 voru einnig bílar en happdrættismiðarnir voru að vísu einungis sendir til bíl- eigenda og markmiðið var að stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni. Vinningarnir í stóru vöruhapp- drættunum sem koma þar á eftir eru fleiri bílar, inneign á bíla, ferða vinningar, sjónvörp og tölvur. Minnstu vinningarnir eru vöru- úttektir. Ekki mjög lýðheilsu- vænir vinningar nema e.t.v. ferða- vinningarnir (ef þeir eru ekki nýttir í óhófleg sólböð) og myndavél sem var í hausthappdrætti Félags heyrnar lausra. Eitt happdrættið býður meira að segja upp á bensín- úttektir. Hver vill ekki eignast nýjan bíl mætti spyrja sig. En er bíll góður happdrættisvinningur? Samkvæmt FÍB kostar rekstur 2,7 milljóna króna bíls sem ekið er 15 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 lítrum á hundraðið tæplega 1,1 milljón á ári og hafði þá hækkað um 7,87% á milli ára. Hvernig væri nú að fara að breyta vinningaskránni?! Nýtt hjól kost- ar tæplega 100 þúsund kall og 9 mánaða kort í strætó 42.500. Það gæti líka verið árskort í sund eða líkamsræktar- stöðvar eða einhvers konar gjafabréf á þjón- ustu, t.d. hárgreiðslu eða nudd og fjölga frek- ar vinningunum! Það eru ljón í veginum. Þannig stendur í lögum um happdrætti DAS: „Dvalar heimili aldraðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, skamm- stafað D.A.S., er heimilt að reka flokkahappdrætti um bifreiðir, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðar- hús og einstakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, bú- pening, flugvélar og far- miða til ferðalaga, svo og símahapp- drætti um bifreiðir og húsbúnað“. Það er bundið í lög hvað vinninga- skráin megi innihalda, jafn furðu- legt og það nú er. Lög eru samt ekk- ert lögmál. Þeim þarf bara að breyta ef þau eru úrelt. Fyrst ég er á annað borð að fjalla um happdrætti vil ég líka fækka tölunum i lottóinu. Í dag eru dregnar 5 kúlur af 40 og að jafn- aði þarf að spila í um 12 þúsund ár til fá 5 tölur réttar. Ef við fækkuðum tölunum í 31 tæki það ekki nema 3.300 ár og ef við drægjum bara 4 tölur af 31 tæki það einungis 600 ár. Hættum þessari ofuráherslu á ofur- vinninga. Leyfum fleiri að vinna í happdrætti. Við græðum öll á því, líka góðgerðarfélögin. Svarið er ekki einfalt en andvirði Vatnsmýrarlóða ríkisins mætti m.a. setja í 5 jarðgöng og nýjan flugvöll. Verðmæti byggingarlands í Vatns- mýri er a.m.k. 210 milljarðar króna eða 40% meira en aflaverðmæti íslenskra skipa árið 2011. Ríkið á þriðjung og borgin tvo þriðju. Samtök um betri byggð eru e.k. neytendasamtök í skipulags málum höfuðborgarsvæðisins. Þau beita sér fyrir þjóðarhag og leggja til grundvallar víðtæka almanna- hagsmuni við lausnir mála svo þær komi sem flestum að sem mestum notum án tillits til einka-, flokks- eða landshlutasjónarmiða. Samtökin hafa gert athuga semdir við nýja samgönguáætlun (SGÁ) 2011-2015/2022, sem nú er til með- ferðar á Alþingi. Þau benda á að ákvarðanir, sem ganga gegn þessari meginreglu réttlætis og skilvirkni beri að taka með lýðræðis legum og gagnsæjum hætti. Samtökin benda á að höfuð- borgar samfélagið er langstærsta hagkerfi Íslands og að óskilvirkni vegna stjórnlausrar útþenslu byggðar af völdum Vatnsmýrar- flugvallar í 65 ár sé þess vegna löngu farið að gæta í þjóðarhag. Að það sé sandur í gírkassanum. Þrátt fyrir einhverjar hæstu þjóðar- tekjur á mann í heimi árum saman skilar sá árangur sér ekki nægilega vel í pyngjur landsmanna. Í SGÁ kemur ítrekað fram að til að ná markmiðum um bætta lýð- heilsu, aukið öryggi, minni loft- mengun, breyttar ferðavenjur og aukna samkeppnishæfni ólíkra samgöngumáta sé áhrifaríkast að stuðla að þéttri og blandaðri byggð. Samtök um betri byggð benda á að það verði aðeins gert með því að reisa þétta og blandaða miðborgar- byggð í Vatnsmýri. Þróaðar þjóðir í Norðvestur-Evr- ópu og víðar hafa áratugum saman unnið samgöngu- og borgarskipu- lagsáætlanir sínar í einni heild með það að markmiði að fá fram bestu hugsanlega heildarlausn fyrir sem minnst fé. Skýrasta birtingarmynd þessa er að reisa þétta og blandaða miðborgarbyggð í Vatnsmýri. Mikilvægt er að taka upp NÚLL- SÝN í vegamálum. Núllsýn miðar að því að útrýma dauðaslysum og öðrum alvarlegum umferðar slysum innan þeirra tímamarka, sem sam- félagið ákveður að sé raunhæft og ásættanlegt, t.d. á 30 árum. Í núllsýn hafa þau verkefni í vega- málum forgang, sem lúta að verndun heilbrigðis og mannslífa vegfarenda. Vegafé hvers árs til nýframkvæmda við vegi verði skipt upp þannig að 300 milljónum kr. verði árlega bætt við það fé sem fyrirhugað er í umferðar- öryggisáætlun SGÁ. Því sem eftir er verði skipt þannig að 30% renni í BYGGÐAPOTT en 70% í pott sem ráðstafað er skv. NÚLLSÝN. Tekið skal fram að hlutföllin í fyrir- liggjandi tillögu að SGÁ eru þveröfug. Samtökin benda á að NÚLLSÝN og þjóð- hagsleg arðsemisröð fara að lang- mestu leyti saman. Tekjur ríkisins af bílaumferð eru í réttu hlutfalli við ekna km. Vel yfir 50% þeirra tekna koma af umferð innan sveitar- félagamarka höfuðborgarsvæðisins. Um 70% allra alvarlegra umferðar- slysa verða á SV-horninu. Það er því þjóðhagslega arðsamast að lagfæra fyrst þjóðvegakerfið á höfuðborgar- svæðinu og þar á eftir annars staðar á SV-horninu. Mikilvægt er að ríki og sveitar- félög geri umferðaröryggis áætlanir skv. þjóðhagslegri arðsemisröð með tölusettum markmiðum og tímasett- um fjárhags- og framkvæmdaliðum. Sú staðreynd að sami flokkur er við völd í ríkisstjórn og í borgar- stjórn Reykjavíkur mótar að sjálf- sögðu efnistök í samgönguáætlun (SGÁ). Greinilegt er t.d. að tillaga að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur (AR) er undir beinum áhrifum frá SGÁ. Allt of lágt nýtingarhlutfall (NH=0,85 í stað amk 1,8) í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur (AR) á fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri er bein afleiðing þess að í SGÁ er ekki fyrir huguð nein viðbót við aðal- gatnakerfi höfuðborgar svæðisins sunnan Vatnsmýrar fyrr en eftir 2023. Almannahagur skaðast af þessu því hámarks þjóðhagsleg arð- semi næst ekki. Mikilvægt er að gera Kópavogsgöng, Öskjuhlíðar- göng og þverun Skerjafjarðar tíman- lega til að hamla ekki gegn eðlilegu nýtingar hlutfalli og uppbyggingar- hraða í Vatnsmýri frá og með 2014. Nýtingarauki í Vatnsmýri úr 0,85 í 1,8 mun draga úr akstri á höfuð- borgarsvæðinu samanborið við jafn- mikla byggð t.d. í Úlfarsárdal um allt að 20%. Þar með lækkar aksturs- kostnaður um allt að 1% á ári, um 2 milljarða kr. á fyrsta ári, 4 milljarða á öðru ári, 6 á þriðja ári o.s.frv. eða allt að 400 milljarða kr. uppsafnað á 20 árum. Með hóflegri upp- byggingu í Vatns- mýri (NH=1,8) er virði lands í ríkiseigu þar a.m.k. 70 milljarðar kr. og land borgarinnar a.m.k. 140 milljarðar á verðlagi 2011. Hlut- ur ríkisins nægir til að gera nýjan flugvöll, t.d. á Hólmsheiði, ytra vegakerfi Vatnsmýrar- byggðar ásamt þrenn- um jarðgöngum á lands- byggðinni og gott betur. Lendandi yrði á Hólmsheiði í 96-98% tilvika, flugrekendur telja að 95% nægi. Allt pólitískt upplegg í SGÁ er mjög hefðbundinn einhliða stuðningur við landsbyggðina á kostnað þjóðarhags og sam félagsins á höfuðborgarsvæðinu sbr. ummæli á bls. 24 í greinargerð með SGÁ: „… í janúar 2010 kom fram að sveitar- félög geta skipulagt hverfi án þess að taka nægjanlegt tillit til sam- gönguþarfa og gert síðan kröfu á ríkið um að það kosti greiðar sam- göngur. Þar fari ekki saman ábyrgð á skipulagsmálum og afleiðingum þeirra varðandi samgöngur“. Kópa- vogsgöng og Öskjuhlíðargöng hafa þó verið í AR í u.þ.b. 30 ár! Ekki er eðlilegt eða ásættan- legt að skipulagsáform sveitarfé- laga sæti alfarið forsendum SGÁ. Mikil samhæfing allra áætlana er að sönnu mikilvæg en þegar upp er staðið ber að nota þau vinnu- brögð Vega gerðarinnar frá 2004 að taka tillit til uppbyggingaráforma í Svæðis- og aðalskipulagi á höfuð- borgarsvæðinu og miða SGÁ við þá tímasettu þörf sem þar kemur fram. Í ár stendur Barnaheill fyrir Heillakeðju barna í sam- starfi við 12 íslensk fyrirtæki og skipta fyrirtækin sér niður eftir mánuðum. VÍS vinnur með Barnaheillum í aprílmánuði og hefur verið ákveðið að leggja áherslu á tvennt; að safna fé til styrktar Barnaheillum og að kynna 3. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Greinin fjallar um að allar ákvarðanir er varða börn skulu byggðar á því sem börnum er fyrir bestu. Að lög og reglur séu settar sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og að stofnanir og aðrir þeir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett og þá sér- staklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna. Stór þáttur sem hefur áhrif á velferð barna er öryggi þeirra í bílum. Þar er hlutverk stjórn- valda að tryggja að ekki sé fluttur inn búnaður og seldur hér á landi sem uppfyllir ekki öryggisstaðla. Lögreglan hefur síðan eftirlits- hlutverkið að fylgjast með því að forráðamenn tryggi öryggi barna sinna með réttum búnaði. Bílbelti eru gerð fyrir einstak- ling sem er orðinn 36 kíló. Fram að þeim tíma verður barnið að vera í sérstökum öryggis búnaði í samræmi við þyngd þess. Könnun hefur verið gerð um allt land síðustu 16 ár á öryggisbúnaði barna í bílum þegar þau koma í leikskólann. Á síðasta ári voru 2% barnanna sem komu í leikskólann í fylgd með forráðamanni laus í bílnum og 6% barnanna voru ein- göngu í bílbelti. Leikskólabörn á alls ekki setja í bílbelti eingöngu þar sem þau hafa ekki náð þeirri þyngd sem bílbeltið er gert fyrir. Það er ekki fyrr en þau fara að nálgast miðstigið í grunnskólan- um sem þau ná þeirri þyngd. Úrval barnabílstóla er mikið og mörgum reynist valið erfitt. Mikilvægt er að kynna sér vel hvað er í boði. Það þarf a.m.k. þrjár tegundir barnabílstóla til að tryggja öryggi barnsins þar til það fer að nota bílbeltið eingöngu. Finna þarf stól sem hentar þyngd barnsins, ganga úr skugga um að stóllinn passi í bílinn og festa hann í einu og öllu samkvæmt þeim leiðbeiningum sem fylgja. Fyrsti bílstóllinn, eða ung- barnabílstóllinn, er ávallt bak- vísandi. Öruggast er að hafa næsta stól á eftir líka bak vísandi en rannsóknir sýna að börn eru betur varin í bakvísandi stól alveg fram að þriggja til fjögurra ára aldri. Margir forráðamenn skipta of snemma um bílstól fyrir barnið, þ.e. áður en það hefur náð þeirri þyngd sem næsti stóll er ætlaður fyrir. Í flestum til fellum er best að skipta ekki um stól fyrr en barnið hefur náð þeirri þyngd sem stóllinn er gefinn upp fyrir. Bílbelti á barnið eingöngu að nota þegar það hefur náð 36 kílóa þyngd og þar skiptir öllu að for- eldrar láti ekki undan þrýstingi barnanna enda eru það þeir sem ættu að hafa þekkingu á því hvað réttur og góður öryggisbúnaður skiptir miklu máli fyrir alla í fjöl- skyldunni. Aldrei á að veita afslátt af öryggi barna okkar. Ekki er eðlilegt eða ásættanlegt að skipu- lagsáform sveitarfélaga sæti alfarið forsendum SGÁ. Það er bundið í lög hvað vinn- ingaskráin megi inni- halda jafn furðulegt og það nú er. Á síðasta ári voru 2% barnanna sem komu í leikskólann í fylgd með forráðamanni laus í bílnum… Hvað fæst fyrir auðæfin í Vatnsmýri? Öryggi barna í bílum Happdrætti? Fötlun setur vissulega mörgum skorður við að sinna sjálf- sögðum þáttum daglegs lífs, svo sem við að sinna atvinnu, námi og félagslífi. Á árum áður var algengara að fatlað fólk byggi við vissa einangrun vegna sinnar fötlunar, sem stafaði oft af hindrunum í samfélaginu og erfið- leikum við að komast á milli staða. Umhverfið gerði hreinlega ekki ráð fyrir fötluðu fólki. Ein af meginreglum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er að fatlað fólk geti tekið fullan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Í níundu grein samningsins segir að leitast skuli við að tryggja fötluðu fólki aðgang að hinu efnislega umhverfi, sam- göngum, upplýsingum, sam- skiptum, aðstöðu og þjónustu sem almenningi er látin í té. Gera skuli ráðstafanir sem meðal annars felast í því að ryðja úr vegi hindrunum sem hefta aðgengi í hinu manngerða umhverfi. Ný byggingarreglugerð sem undirrituð var fyrir skemmstu byggir á lögum um mannvirki sem samþykkt voru í lok árs 2010. Eitt af markmiðum reglugerðarinnar og laganna er að tryggja aðgengi fyrir alla. Í því felst að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun á mannvirkjum á grundvelli fötlunar, skerðingar eða veikinda. Um leið er gert ráð fyrir að fatlað fólk geti komist inn og út úr mannvirkjum á öruggan hátt, líka þegar hætta steðjar að svo sem við bruna. Algild hönnun er hugtak sem lýsir þeirri hugmyndafræði að hið manngerða umhverfi, þjónusta, áætlanir og framleiðsluvörur séu þannig gerð að hún henti öllum, án þess þó að útiloka hjálpartæki fyrir fatlað fólk sé þeirra þörf. Sam- kvæmt byggingarreglu gerðinni skal ávallt leitast við að beita algildri hönnun þannig að bygg- ingar og lóðir þeirra séu aðgengi- legar öllum án sérstakrar aðstoðar. Gott aðgengi kemur sér vel fyrir alla og er ein af lykilforsendum þess að allir geti tekið virkan þátt í samfélaginu, hvort sem um er að ræða fatlað fólk, ófatlað, fólk með barnavagna, þungaðar konur eða eldri borgara. Öll getum við lent í því einhvern tímann yfir ævina að hlutir sem áður þóttu sjálf sagðir reynast okkur meiri hindrun en áður. Gera má ráð fyrir því að um 10% Íslendinga á aldrinum 18-66 ára búi við einhvers konar fatlanir eða um 31 þúsund manns. Við það bætist að margir eldri borgarar búa við ýmsar hamlanir þrátt fyrir góða heilsu og fer sá hópur sístækkandi. Það er því mikil- vægt að að huga að aðgengi fyrir ólíka hópa þegar kemur að bygg- ingu nýrra mannvirkja. Nýja byggingar reglugerðin tekur sér- stakt tillit til ólíkra hópa með mis- munandi þarfir fyrir aðgengi. Bætt aðgengi að mannvirkjum gerir það að verkum að líkamlegt ásigkomu- lag muni síður setja hömlur á dag- legt líf og búsetu fólks. Nýrri byggingarreglugerð ber að fagna þar sem hún boðar bætt aðgengi fyrir alla og verður það seint ofmetið. Aðgengi óskast Samfélagsmál Sigríður Hafdís Runólfsdóttir ferlimálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands Samfélagsmál Ásbjörn Ólafsson verkfræðingur Skipulagsmál Gunnar H. Gunnarsson verkfræðingur Örn Sigurðsson arkitekt Samfélagsmál Sigrún A. Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi VÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.