Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 2
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR2 MALASÍA, AP Skemmtiferðaskipið Azamara Quest komst til hafnar í Malasíu í gær meira en sólar- hring eftir að eldur kom upp í véla rými. Eldurinn kom upp á föstudags- kvöld og rak skipið stjórnlaust um hafið í sólarhring með þúsund manns um borð. Fimm manns úr áhöfninni slösuðust. Þetta er þriðja óhappið sem kemur fyrir stórt skemmtiferða- skip á þessu ári. Fyrst strandaði skemmtiferðaskipið Costa Con- cordia við strönd Ítalíu í janúar. Síðan kom upp eldur í skipinu Costa Allegra á Indlandshafi í febrúar og rak það skip stjórn- laust í þrjá sólarhringa. - gb Eldur í skemmtiferðaskipi: Rak stjórnlaust í sólarhring KOMIÐ TIL HAFNAR Farþegum í Azamara Quest létti mjög þegar skipið lagðist að bryggju. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS Fáðu lánuð heyrnartæki og finndu muninn VERSLUN Áfengis- og tóbaks verslun ríkisins (ÁTVR) hefur fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death, eða svartadauða, í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir ÁTVR í byrjun maí að sögn Valgeirs T. Sigurðs sonar, eiganda vöru- merkisins Black Death. ÁTVR hafnaði því upphaf- lega að taka bjórinn í sölu vegna slag orðsins Drink in Peace, eða drekkið í friði, sem stendur á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eigin- leikum. Þá má hafna vöru sem inniheldur gildishlaðnar eða ómál- efnalegar upplýsingar. Valgeir og lögmaður hans töldu hins vegar að í slagorðinu fælust jákvæð skila- boð og ábending um ábyrga neyslu vörunnar. Ekki væri hægt að telja textann gildishlaðinn eða innihalda ómálefnalegar upplýsingar, að því er fram kemur í kærubréfi til fjár- málaráðuneytisins vegna málsins. Áður en frestur ÁTVR til að skila greinargerð til ráðu neytisins rann út var ákvörðunin felld niður. Ekki voru talin nægileg rök fyrir höfnuninni, að sögn Valgeirs, sem var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi. Valgeir er ánægður með þessa niðurstöðu. „Þessi hindrun er úr veginum. Bjórinn má koma í verslanir frá og með deginum í dag [sunnudag] en það þarf náttúrulega að framleiða og gera hlutina klára. Hann fer því líklega ekki í búðir fyrr en í byrjun maí,“ segir hann. „Ég var búinn að segja að frekar Hætt við að banna svartadauða í ÁTVR ÁTVR felldi úr gildi ákvörðun sína um að banna bjórinn Black Death í versl- unum sínum eftir að ákvörðunin var kærð til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn er væntanlegur í verslanir í næsta mánuði. Eigandinn kveðst sáttur við málalokin. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vildi ekki slagorðið „drekkið í friði“ í búðir sínar, en hefur nú skipt um skoðun. Bjórinn með áletruninni umdeildu mun væntanlegur í hillur ÁTVR í næsta mánuði. vildi ég vera utan við þessar búðir en breyta miðanum á flöskunni. Mér finnst svo rosalega mikið út í hött að það skuli einhver maður eða kona út í bæ vera að ala mann upp, þessi rosalega forsjárhyggja.“ Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Valgeir hefur átt vörumerkið Black Death frá árinu 1978. thorunn@frettabladid.is „Drink in peace“ þótti ekki smekklegt FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R TÓNLIST Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljóm- sveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pét- ursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson. „Við bara fríkuðum út því við bjuggumst alls ekki við þessu,“ segir Daði Freyr. Kapparnir eru allir 19 ára gamlir og skólabræður úr Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi (FSu). Daði Freyr skilgreinir tónlist sveitarinnar sem elektrónískt indí-rokk en hann var einnig valinn Rafheili Músíktilrauna. Daði Freyr byrjaði sjálfur að spila síðasta sumar en sveitin var svo stofnuð í janúar. Þetta er í þrítugasta sinn sem Músíktilraunir fara fram en sigurvegarar í gegnum tíðina hafa átt góðu gengi að fagna. Sem dæmi má nefna sveitina Of Monsters and Men sem skrifuðu undir samning við bandarísku út- gáfuna Universal í fyrra en þau sigruðu árið 2010. „Við stefnum líka á heimsyfirráð, ekki spurning. Við höfum fengið góð viðbrögð og ætlum að vera duglegir að koma fram í nánustu framtíð.“ - áp Sveitin RetRoBot vann Músíktilraunir sem haldnar voru í Austurbæ um helgina: Bjuggumst alls ekki við þessu SIGURVEGARARNIR Rafveitin RetRoBot vann Músíktilraunir 2012. Sveitin er skipuð nemendum úr FSu. MYND/ÁRNÝ FJÓLA ÁSMUNDSDÓTTIR RÚSSLAND, AP Lögreglan í Rúss- landi handtók í gær 55 mót- mælendur, sem höfðu komið saman fyrir utan hlið Rauða torgsins í Moskvu til að mót- mæla Vladimír Pútín og ríkis- stjórn landsins. Rauða torginu var aldrei þessu vant lokað til þess að koma í veg fyrir mótmælin, þannig að ferða- menn komust ekki inn á torgið frekar en aðrir. Um það bil 300 mótmælendur gripu þá til þess ráðs að koma saman fyrir utan hliðin og hófu á loft skilti með áletrunum á borð við „Þetta er okkar borg“, „Rúss- land fær frelsi“ og „Rússland án Pútíns“. Sumir mótmælenda kröfðust þess að fá að fara inn á Rauða torgið en lögreglan smalaði þeim saman og skipaði þeim að fara í farþegavagna, sem biðu þess að flytja fólkið burt. Lítið hefur verið um mótmæli gegn Pútín síðan hann vann sigur í forsetakosningum í byrjun mars, en tugir þúsunda höfðu efnt til mótmæla gegn honum eftir þingkosningarnar, sem haldnar voru í desember. - gb Tugir mótmælenda voru handteknir í Moskvu í gær: Rauða torginu í Moskvu lokað MÓTMÆLANDI HANDTEKINN Lögreglan tók 55 manns höndum. NORDICPHOTOS/AFP RÚSSLAND, AP Bjarga þurfti 675 veiðimönnum af ísfleka, sem rak á haf út frá Sakalín-eyju í gær. Um helmingurinn komst af ísnum með þyrlum en hinir með bátum. Algengt er að bjarga þurfi veiðimönnum af ís á reki á þessum slóðum, austast í Rúss- landi, sérstaklega á vorin þegar ísa tekur að leysa. Afar óvenjulegt er þó að bjarga þurfi svo mörgum í einu. Einn veiðimannanna, Vladimír Vasilenko, segir að þeir hefðu betur farið eftir veðurspám og viðvörunum í útvarpi. - gb Hætt komnir við Rússland: Veiðimönnum bjargað af ís Árni, ert þú nýja dægurflugan hans Bubba? „Já, hann að minnsta kosti kramdi mig ekki.“ Kvikmyndagerðamaðurinn Árni Sveinsson var fluga á vegg hjá Bubba er hann gerði heimildarmynd um tónlistarmanninn sem kemur út með vorinu. JAPAN, AP Allt að 34 metra há flóðbylgja gæti kaffært byggðir nánast hvar sem er á austur- strönd Japans, komi þar annar skjálfti upp á níu stig skammt út af ströndinni. Þetta fullyrðir sérfræðinga- nefnd sem fékk það verkefni að endurmeta flóðahættuna. Áður var talið að flóðbylgjur gætu vart orðið hærri en 20 metrar. Risaflóðbylgjan sem reið yfir í kjölfar skjálftans mikla á síðasta ári var 14 metra há þar sem hún varð hæst. - gb Japanir endurmeta hættu: Flóðahættan var vanmetin ALÞINGI Allsherjar- og mennta- málanefnd hefur lagt fram til- lögu til þingsályktunar um að innanríkisráðherra verði falið að undirbúa heildstæða aðgerðar- áætlun gegn skipulagðri glæpastarf- semi. Björgvin G. Sigurðsson er formaður nefndarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að ráðherra stofni til sam- vinnu við hlutaðeigandi ráðu- neyti og stofnanir, auk nefndar- innar sjálfrar. Þá er lagt til að fjármálaráð- herra tryggi að í frumvarpi til fjáraukalaga yfirstandandi árs verði gert ráð fyrir 50 milljónum króna fyrir fjárveitingu til starfa rannsóknar- og aðgerðarteymis lögreglu. - kóp Tillaga frá allsherjarnefnd: Aðgerðir gegn glæpastarfsemi BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON MEXÍKÓ, AP Fátæk fjölskylda í smábænum Nacozari, skammt frá landamærum Banda ríkjanna, er grunuð um að hafa myrt tvo tíu ára drengi og eina 55 ára konu. Morðin eru talin hafa verið liður í fórnarathöfn til Santa Muerte, eða Dauðans, goðsagna- veru sem náð hefur vaxandi vinsældum meðal fátækra íbúa í Mexíkó og í Bandaríkjunum. Nágrannar fjölskyldunnar eru miður sín. Engan grunaði að fjöl- skyldan væri gengin í þennan sértrúarsöfnuð. Lík drengjanna og konunn- ar fundust grafin skammt frá hreysum sem fjölskyldan hefur búið í. - gb Fátæk fjölskylda grunuð: Kona og tveir drengir myrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.