Fréttablaðið - 02.04.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 02.04.2012, Síða 4
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is BÚRMA, AP Staðfesti herforingja- stjórnin í Búrma sigur Aung San Suu Kyi í aukaþingkosningum í Kawhmu, þá tekur hún von bráðar sæti á þingi í fyrsta sinn. Flokkur hennar, Lýðræðis- fylkingin, fullyrðir að fram- bjóðendur flokksins hafi unnið sigur í 40 kjördæmum af þeim 45 sem kosið var í. Lýðræðisfylkingin bauð fram í 44 þeirra. Mikill fögnuður braust út meðal stuðningsmanna flokksins og Suu Kyi víða um land. Yfirlýsing flokksins um sigur í hverju kjör- dæminu á fætur öðrum var birt á ljósaskilti fyrir utan höfuðstöðvar hans í borginni Rangún. Þúsundir stuðningsmanna flokksins voru saman komnir fyrir utan húsið og tóku strax að hrópa sigri hrósandi: „Við unnum, við unnum!“ Ekki er búist við opinberum niður stöðum úr atkvæðatalningu fyrr en í dag. Yfirlýsingar Lýð- ræðisfylkingarinnar eru byggðar á útgönguspám, sem flokkurinn lét gera. Engin óháð samtök hafa getað staðfest þessa niðurstöðu. Suu Kyi, sem er orðin 66 ára, hefur verið höfð í stofufangelsi meira og minna undanfarna tvo ára- tugi en var látin laus síðla árs 2010, þegar herforingjastjórnin var tekin til við að slaka á valdataumunum. Lýðræðisfylkingin vann yfir- burðasigur í þingkosningum árið 1990 en herforingjastjórnin neitaði þá að viðurkenna úrslit þeirra kosninga. Síðan herforinginn Thein Sein tók við forsetaembætti í landinu snemma á síðasta ári hafa nokkrar lýðræðisumbætur orðið. Flestum pólitískum föngum hefur verið sleppt úr haldi og ritskoðun á fjöl- miðlum hefur að stórum hluta verið aflétt. Jafnframt hefur einangrun landsins verið rofin. Samskiptin við Vesturlönd hafa batnað og jafn- vel Bandaríkin hafa gefið vilyrði um aðstoð, haldi þessi þróun í lýð- ræðisátt áfram. Lýðræðisfylkingin hefur á hinn bóginn sakað herforingjastjórnina um að hafa staðið að margs konar kosningasvindli í gær. Tugir kæra höfðu borist til yfirkjörstjórnar landsins. Meðal annars eru þar ásak- anir um að kjörseðlar hefðu verið vaxbornir, sem gerði kjósendum erfitt fyrir að merkja við fram- bjóðendur með þeim af leiðingum að kjörseðlarnir geta verið taldir ógildir. gudsteinn@frettabladid.is Suu Kyi sögð komin á þing Helsti flokkur stjórnarandstöðunnar í Búrma lýsti yfir sigri í aukakosningum í gær og fullyrti að Aung San Suu Kyi væri þar með komin á þing. Herforingjastjórnin sökuð um kosningasvik og óvíst um staðfestingu. 7. nóvember 2010: Herforingjastjórnin efnir til þingkosninga, þeirra fyrstu síðan 1990. 13. nóvember 2010: Suu Kyi leyst úr stofufangelsi. 4. febrúar 2011: Nýkjörið þing kýs Thein Sein í forsetaembættið. 30. mars 2011: Thein Sein tekur við forseta- embætti. 17. maí 2011: Meira en 14 þúsund fangar fá sakaruppgjöf. Einungis fáir þeirra voru þó úr hópi hinna 2.000 pólitísku fanga, sem þá voru í haldi. 11. ágúst 2011: Suu Kyi skorar á stjórnina að hætta við áform um Myitsone-stífluna, sem Kínverjar hugðust fjármagna. 14. ágúst 2011: Suu Kyi lætur reyna á þolrif herforingjastjórnarinnar með því að halda í fundaferð um landið, sem henni hafði áður verið bannað. 19. ágúst 2011: Suu Kyi á fund með Thein Sein forseta og segist ánægð með viðræður þeirra. 15. september 2011: Hömlum létt af fjölmiðlum og bannaðar vefsíður opnaðar. 30. september 2011: Thein Sein lýsir yfir að hætt sé við áform um Myitsone- stífluna. 11. október 2011: Thein Sein undirritar lög, sem heimila starfsemi verkalýðs- félaga og leyfa verkföll, en með takmörkunum þó. 22. nóvember 2011: Thein Sein undirritar lög, sem heimila friðsamlega mótmælafundi, en þó með takmörkunum. 25. nóvember 2011: Lýðræðisfylking Suu Kyi skráð sem stjórnmálaflokkur og boðar þátttöku í aukakosningunum 2012. 30. nóvember 2011: Hilary Rodham Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Búrma og boðar bætt samskipti. 4. janúar 2012: Meira en sex þúsund fangar fá sakaruppgjöf, en aftur voru fáir þeirra úr hópi pólitískra fanga. 12. janúar 2012: Stjórnin undirritar friðarsamkomulag við uppreisnarhóp karena, einn fjölmargra þjóðernishópa landsins. 13. janúar 2012: Stjórnin sleppir meira en 600 pólitískum föngum úr haldi, þar á meðal sumum helstu andófsmönnum landsins. 18. janúar 2012: Suu Kyi skráir framboð sitt til þings í aukakosningum í Kawmhu, fátæku bæjarfélagi skammt suður af höfuðborginni Rangún. 14. mars 2012: Suu Kyi flytur stefnuskrá flokks síns í ríkisútvarpi og sjónvarpi. 1. apríl 2012: Aukakosningar haldnar í 45 kjördæmum. Kosið er um þingsæti sem losnað hafa síðan í þingkosningunum 2010. Búrma þokast í lýðræðisátt FÖGNUÐUR Í BÚRMA Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi eftir að flokkur hennar hafði lýst yfir sigri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUNG SAN SUU KYI Leiðtogi stjórnarandstöðunnar á kjörstað í Kawhmu. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 16° 8° 5° 14° 17° 6° 6° 20° 13° 19° 12° 31° 5° 16° 17° 2°Á MORGUN Strekkingur sums staðar NV-lands annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur úti fyrir N- og SA-ströndinni annars hægari. 7 7 5 5 6 5 4 3 2 3 2 3 1 0 -1 -1 -1 -2 -3 -3 -4 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 MILDIR PÁSKAR? Það verður heldur kaldara á landinu í dag en undanfarna daga og lítilsháttar snjókoma eða slydda með austur- og suðurströndinni. Á morgun hlýnar svo aftur og lítur út fyrir suðvestlægar áttir með mildu veðri og vætu næstu daga, jafnvel fram yfi r páska. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður UMHVERFISMÁL Umhverfisátakið Grænn apríl er hafið en þar er lögð áhersla á að kynna og bjóða upp á upplýsingar um þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn. Í upphafi átaksins í gær tók verslunar- miðstöðin Kringlan á móti viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í flokkun á sorpi frá Íslenska Gámafélaginu. Kringlan er fyrsta stóra verslunar- miðstöð landsins sem býður upp á flokkunar tunnur á göngunum. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, var að vonum ánægður með viðurkenninguna en þrjú ár eru síðan verslunarmiðstöðin hóf að flokka sitt sorp. Kringlan hefur nú sparað sér milljónir í sorpgjöld og með endurvinnslu bylgju- pappa hafa um 5,500 tré sparast frá upp- hafi flokkunar. „Nú flokkum við 38 prósent af okkar sorpi og á síðasta ári spöruðum við um 2,5 milljónir í urðunargjöld,“ segir Sigur- jón en Kringlan stefnir á að ná að flokka helming af sorpi sínu á næstu þremur árum. „Þetta er hægfara þróun en spurning um samfélagslega ábyrgð. Þetta er sam- vinnuverkefni allra hérna og viðurkenn- ingin mikil hvatning,“ segir Sigurjón. Hægt er kynna sér átakið á vefsíðunni graennapril.is. - áp Umhverfisátakið Grænn apríl hófst í gær, sunnudaginn fyrsta apríl, með því að Kringlan fékk viðurkenningu: Kringlan flokkar 38 prósent af sínu sorpi UMHVERFISVÆNN MÁNUÐUR Kringlan sparar um 2,5 milljónir í sorpgjöld með því að flokka sorpið en þau flokka um 38 prósent af því sem til fellur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BELGÍA, AP Lögreglan í Belgíu handtók í gær um það bil 200 manns sem efndu til mótmæla við höfuðstöðvar Atlantshafsbanda- lagsins í Belgíu. Fólkið mætti á staðinn til að krefjast kjarnorkuafvopnunar og brotthvarfs herliðs allra aðildar- ríkja NATO frá Afganistan. Mótmælendurnir reyndu að komast inn fyrir girðinguna, sem er í kringum um höfuðstöðvarnar, en þeim tókst það ekki. Lögreglumenn þurftu að elta marga mótmælendurna góðan spöl áður en þeim tókst að handtaka þá. - gb Tvö hundruð handtekin: Mótmæli gegn NATO í Belgíu HANDTÖKUR Lögreglan stöðvaði mótmæli. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Fjármálaráðherra lagði á laugardag fram frumvarp um heimild til handa ráðherra til að fjármagna jarðgöng undir Vaðla- heiði. Verði það að veruleika fær ráðherra heimild til að undir- rita lánssamning um allt að 8,7 milljarða króna við Vaðlaheiðar- göng ehf. Tryggingar fyrir láninu eru félagið sjálft, eignir þess og tekju- streymi. Í greinargerð með frum- varpinu kemur fram að með göngunum kæmust Akureyri og Húsavík nálægt því að mynda eitt atvinnu- og búsvæði. - kóp Fjármögnun Vaðlaheiðarganga: Heimild til 8,7 milljarða láns GENGIÐ 30.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 230,4448 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,17 126,77 201,97 202,95 168,26 169,20 22,615 22,747 22,133 22,263 19,041 19,153 1,5363 1,5453 195,38 196,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.