Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 10
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR10   VIÐSKIPTI Mikilvægt er að skapa menningu sameiginlegrar ábyrgðar innan fyrirtækja. Þetta er mat Dr. Daniel Levin, lögmanns og stjórn- armanns í Íslandsbanka. Levin var ræðumaður á fundi Festu, mið- stöðvar um samfélagsábyrgð fyr- irtækja, Viðskiptaráðs og Háskól- ans í Reykjavík fyrir helgi um stjórnunarhætti fyrirtækja. „Megnið af því sem sagt er um stjórnunarhætti fyrirtækja er lítils virði vegna þess að við þekkjum í raun öll muninn á góðum og slæmum stjórnunar- háttum. Sú nálgun sem ég hef þess vegna á þetta viðfangsefni er að skoða ekki ljótu dæmin um bresti í stjórnunarháttum heldur að skoða fremur litlu valkostina sem fólk stendur frammi fyrir daglega. Það kemur fyrir að fólk breyti gegn betri vitund í sínu daglega starfi og slíkir brestir geta undið upp á sig og valdið stórum vanda- málum. Spurningin er því hvernig við komum í veg fyrir slíkt og mitt svar er að það þurfi að skapa menningu þar sem slík hegðun er ekki liðin,“ segir Levin, sem hefur í gegnum lögmannsstörf sín komið reglulega til Íslands síðustu 20 ár. Levin er eins og áður segir stjórnamaður í Íslandsbanka en innan bankans hefur verið hleypt af stokkunum verkefni í því skyni að kortleggja ákvarðanatöku- ferla innan hans. Markmiðið er að tryggja að fyrir hendi séu kerfi og ferlar sem lágmarka áhættu, styðja við góða stjórnarhætti og að stjórnkerfi bankans sé ávallt í samræmi við það sem best gerist. „Áskorunin er að skapa menningu í kringum góða stjórnunar hætti þar sem fólk er verðlaunað fyrir að halda sig frá ósiðum sem geta mengað út frá sér. Þegar ég segi verðlaunað á ég ekki eingöngu við laun eða bónusa heldur einfaldlega að fólk fái áhugaverðari verkefni og meiri ábyrgð ef það til dæmis sýnir heilindi í starfi og vinnufé- lögum tillitsemi,“ segir Levin og heldur áfram: „Þá þarf að gera fólki ljóst að kerfið getur hrunið ef hver er að róa í sína átt. Þess vegna hef ég ekki trú á því að verðlauna einstaklinga með bónusum heldur fremur að verðlauna hópa og búa þannig til andrúmsloft sameigin- legrar ábyrgðar. Lykil atriðið er að hagsmunir einstaklinga og fyrir- tækisins séu þeir sömu.“ Levin segir að auðvitað sé hverju fyrirtæki mikilvægast að framleiða góðar vörur og hafa starfsfólk sem leggur hart að sér. „Þegar ég tala um þessa hluti þá er ég að gera ráð fyrir að grund- vallaratriðin séu í lagi. Vilji fyrir- tækið hins vegar skara fram úr er mikilvægt fyrir það að hafa sér- lega áhugasamt og atorkusamt starfsfólk og þá kemur menningin inn í spilið,“ segir Levin og bætir við að til þess að stuðla að heil- brigðri menningu þurfi stjórn- endur að sýna fordæmi í störfum sínum. magnusl@frettabladid.is Fyrir getur komið að fólk breyti gegn betri vitund Daniel Levin, lögmaður í stjórn í Íslandsbanka, er sérfróður um góða stjórnunarhætti. Hann telur mikil- vægt að skapa menningu samábyrgðar innan fyrirtækja og mælir ekki með bónusum til einstaklinga. DR. DANIEL LEVIN Levin er fæddur í Sviss en er bæði svissneskur og bandarískur ríkisborgari. Hann hefur verið tíður gestur hér á landi vegna lögmannsstarfa sinna síðustu tvo áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SKIPULAGSMÁL Úrslit eru fengin í hugmyndasamkeppni Reykjavíkur- borgar, Háskóla Íslands og Norræna hússins um umhverfi Vatnsmýrarinnar. „Hugmyndin sem vann þykir vera með framúrskarandi til- lögu að tengingu við Hljómskóla- garðinn og tjörnina með regn- bogagöngum undir Hringbraut þar sem breið tenging gefur bæði mannfólki, fuglum og dýrum að ferðast frítt,“ að því er segir í tilkynningu um lyktir sam- keppninnar. Þar kemur líka fram að til- lagan sé líka með norðurljósastíg sem myndi menningaröxul „með Hörpu í norður og Háskólann og Norræna húsið í suður.“ Alls bárust í hugmyndasam- keppni borgarinnar, Háskólans og Norræna hússins fjórtán tillögur víðs vegar af Norðurlöndunum. Vinningstillagan er unnin af arkitektastofunni Landsmótun af þeim Aðalheiði Erlu Kristjáns- dóttur, Áslaugu Traustadóttur, Kristbjörgu Traustadóttur og Þórhildi Þórhallsdóttur. - gar Valið úr 14 tillögum í hugmyndasamkeppni: Göng undir Hringbraut VINNINGSTILLAGAN Á svokölluðum Norðurljósastíg milli Norræna hússins og mið- borgarinnar liggja Regnbogagöngin undir Hringbrautina. MYND/LANDSMÓTUN UMHVERFISMÁL Norðurþing hefur gróðursett flestar plöntur allra sveitarfélaga á landinu, yfir tvær milljónir frá árinu 1990. Sveitarfélagið hlaut sérstaka viðurkenningu frá Skógræktar- félagi Íslands á dögunum. Viðurkenningin var veitt á fagráðstefnu skógræktar, sem fór fram á Húsavík í síðustu viku. Norðurþing fékk viður- kenningu fyrir þátttöku í Land- græðsluskógaverkefni félagsins og gróðurbótastarf í bæjar- landinu. - þeb Viðurkenning Norðurþings: Gróðursetja flestar plöntur SKIPULAGSMÁL Björn Zöega, for- stjóri Landspítalans, segir mikil- vægt að aðgengi allra landsmanna að spítalanum sé sem best, hvort heldur sem þeir koma land- veginn eða með flugi. Þetta kemur fram í umsögn Björns vegna ályktunar stjórnar Lands- sambands heil- brigðisstofnana um nauðsyn nálægðar Reykjavík- urflugvallar og Landspítalans. Björn segir mikilvægt að Reykjavíkurborg tryggi með skipulagsstarfi gott aðgengi að spítalanum með góðum tengslum við almenningssamgöngur og greiðum akstursleiðum sjúkrabíla frá öllum hverfum Reykjavíkur- svæðisins og innanlandsflugvelli, „hvar sem hann verður staðsettur í framtíðinni“. - gar BJÖRN ZOËGA Forstjóri Landspítalans: Borgin þarf að tryggja aðgengi NÝR LANDSPÍTALI Tölvugerð mynd af væntanlegu Sóleyjartorgi við nýjan spítala. MYND/NLSH VONAST EFTIR VIÐSKIPTUM Á markaði í Bamako, höfuðborg Mali, beið þessi sölukona eftir því að einhver vildi kaupa vefnaðarvörur sem hún geymdi á höfði sér. NORDICPHOTOS/AFP EGYPTALAND, AP Khayrat el-Shater, varaformaður Bræðralags mús- lima, verður í framboði til forseta í Egyptalandi. Forysta samtakanna skýrði frá þessu í gær. Flokkur á vegum Bræðralags múslima náði góðum árangri í þingkosningunum, sem haldnar voru í vetur. Samtökin höfðu ætlað að halda sig til hlés í forseta- kosningunum, sem haldnar verða seint í maí. El-Shater er auðugur kaupsýslu- maður sem hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í samtökunum á umbrotatímunum undanfarið ár, eftir að Hosni Mubarak forseta var steypt af stóli í fjöldamótmælum. Bæði herforingjarnir, sem nú fara með völd í landinu, og lýðræðis- hreyfingar sem stóðu að mót- mælunum í byrjun síðasta árs, hafa viðrað áhyggjur af því að Bræðra- lag múslima nái sterkum tökum á stjórnmálum í landinu. Samtökin hafa hug á að auka veg íslamstrúar í stjórn landsins og löggjöf. Samskiptin við Banda- ríkin gætu versnað og Ísraelar hafa áhyggjur af vaxandi áhrifum íslamista. Bræðralagi múslima var áratugum saman bannað að skipta sér af stjórnmálum en hefur þrátt fyrir það notið vinsælda og átt sterk ítök í landsmönnum. - gb Bræðralag múslima tilkynnir þátttöku í forsetakosningum í Egyptalandi í maí: Þykir eiga góðar líkur á sigri MOHAMED BADIE Leiðtogi Bræðralags múslima tilkynnir framboð varafor- mannsins, Khayrat el-Shater, til forseta. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.