Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 14
14 2. apríl 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hvað geta þau sem tala ekki kennt okkur? Hvað sjá þau sem eru hug- fangin af smáatriðunum? Hvernig upp- lifa þau sem hringsnúast lífið? Hvernig miðla þau sem berg- mála til okkar hinna? Á Degi einhverfunnar bein- um við sjónum okkar og athygli að því sem hin einhverfu geta kennt okkur um fjölbreytileika lífsins. Álagið sem er fylgi- fiskur þess að eiga einhverft barn getur valdið því að við horfum fram hjá gjöfunum sem sá einhverfi gefur og ljómanum sem hann varpar í kringum sig. Alltof oft vill umhverfið þvinga alla í sama mót og þau sem passa ekki inn í væntingar um það sem þykir „eðlilegt“ eru jafnvel álitin byrði og ógæfa. En barninu sem er ein- hverft fylgir ekki ógæfa heldur gæfa. Það er vissulega öðru- vísi, það gengur ekki í takt, það um- turnar væntingum um eðlilegan þroska og áreynslulaust uppeldi. Til að geta notið og glaðst yfir slíku barni þurfum við að tengja upp á nýtt og vera opin fyrir hinu óvænta. Fjölskyldur einhverfra barna á Íslandi standa ekki einar. Það er okkar reynsla að stuðningsnet leik- skóla, félagsþjónustu og heil- brigðiskerfis er ómetanlegur samherji einhverfa barnsins og fjölskyldunnar allrar. Þessa þjónustu ber að þakka og meta. Fyrir kennara, stuðnings- fulltrúa og ráðgjafa erum við þakklát. Fyrir samfélag sem metur, hvetur og styður, gefur rými og skapar möguleika erum við þakklát. Við erum líka þakk- lát fyrir fræðimenn sem sinna rannsóknum á einhverfu og því sem gagnast einhverfum börnum í námi og leik. Við erum þakklát fyrir áhugasamtök og stuðningsfélög sem halda utan um systkini og aðstandendur. Þakklátust erum við fyrir drenginn okkar sem minnir okkur á gildi þess sem er öðruvísi og beinir sjónum okkar að leyndardómum lífsins. S itjandi ríkisstjórn er almennt illa liðin. Einungis 31% þjóðarinnar styður hana og ólíklegt virðist að það fylgi muni aukast verulega. Fyrir því eru fjórar ástæður. Í fyrsta lagi hefur hún þurft að taka erfiðari og óvinsælli ákvarðanir en líkast til nokkur önnur ríkisstjórn til að rétta af ríkis- reksturinn. Margar þeirra hafa verið algjörlega nauðsynlegar og því marki brenndar að vera hugsaðar með langtímahagsmuni í huga frekar en skammtímavinsældir. Í öðru lagi lofaði hún miklu meiru en hún gat nokkurn tímann efnt. Það átti að keyra í gegn umfangs- miklar samfélags breytingar á nánast öllum sviðum samhliða því að endurreisa efnahagskerfi þjóðar. Verkefnin sem þó hefur verið ráðist í hafa hins vegar mörg hver verið útþynnt. Í þriðja lagi hefur hún hreinlega klúðrað mörgum málum. Ber þar að nefna framgöngu hennar í Icesave- deilunni, meðhöndlun á viljugri erlendri fjárfestingu, mislukkaða endurreisn sparisjóða- kerfisins og ólögmæta kosningu til stjórnlagaráðs. Í fjórða lagi hafa lykilmenn innan stjórnarflokkanna opinberað sig sem hégómatröll sem taka eigin hagsmuni og valdafýsn fram yfir heildina. Vegna þessa verður að teljast nánast útilokað að Samfylking og Vinstrihreyfingin-grænt framboð muni geta myndað ríkisstjórn eftir komandi alþingiskosningar. Og miðað við gífuryrðin sem fallið hafa á kjörtímabilinu er nánast útilokað að stjórnarandstaðan sé tilbúin að vinna með öðrum stjórnarflokknum. Það er raunar afar erfitt að sjá hvers konar stjórn verður hægt að mynda yfir höfuð. Sjálfstæðisflokkurinn, sá eini sem gæti myndað tveggja flokka ríkis stjórn, mælist með um þriðjungsfylgi. Það er líkast til kjarna- fylgi hans. Draumur hans um að mynda stjórn með Framsóknar- flokknum virðist þó fjarlægur. Samanlagt fylgi þeirra er ekki nægjan legt. Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því nýverið réttilega fram að þetta litla fylgi væri vísbending um að uppgjör Sjálfstæðisflokksins við fortíðina hefði ekki tekist sem skyldi. Vegna þessa höfðar flokkurinn ekki til lausafylgis. Forystu- menn hans virðast þó gera alls ekki gera sér grein fyrir því heldur umlykja sig fremur já-mönnum sem segja að það sé ómaklegt að spyrna þeim saman við óuppgerð mál. Kannanir hafa sýnt það í lengri tíma að 25-30% kjósenda munu að öllum líkindum kjósa eitthvað annað en fjórflokkinn. Valkostirnir hafa líkast til aldrei verið fleiri en enginn þeirra virðist líklegur til að hreinsa upp nægilega mikið af óánægjufylginu til að geta orðið valkostur í ríkisstjórn. Í lausafylginu felst gullið tækifæri fyrir skynsamt og jarðbundið stjórnmálaafl sem talar hvorki beint til neinna sérhagsmunahópa né lofar óframkvæmanlegri eða eyði- leggjandi steypu til að tryggja sér lýðhylli. Slíkt afl virðist þó, enn sem komið er, ekki vera að finna á meðal jaðarflokkanna sem til- kynnt hafa sig til leiks. Við erum að sigla inn í kosningar við aðstæður þar sem ógjörningur virðist vera að mynda starfhæfa ríkisstjórn úr þeim valkostum sem í boði eru. Á sama tíma er traust á Alþingi í sögu- legu lágmarki. Það mælist nú 10% en var 40% í febrúar 2008. Á meðal stofnana mælist einungis bankakerfið með minna traust. Það er því pólitísk kreppa framundan á sama tíma og við þurfum nauðsynlega á festu að halda. Vonandi smitar hún ekki út frá sér til annarra anga samfélagsins. Við því megum við illa. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Á degi ein- hverfunnar beinum við sjónum okkar og athygli að því sem hin einhverfu geta kennt okkur… Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Kostir Íslendinga í gjaldmiðlamálum Frummælendur: GYLFI ZOËGA, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. RAGNAR ÁRNASON, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Fundarstjóri: MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, forstjóri Icepharma. Opinn fundur í Háskóla Íslands, mánudaginn 2. apríl kl. 16, stofu 103 á Háskólatorgi, 1. hæð. S j á l f s t æ ð i r E v r ó p u m e n n Erfitt verður að mynda ríkisstjórn næsta vor: Pólitísk kreppa Dagur einhverfu er dagur fjölbreytni Einhverfa Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir Prestar Ekki gegn sjálfum sér Lög um þingsköp eru í stöðugri endurskoðun og starfar nefnd innan þings að þeim málum. Þar hefur mikið verið rætt að undanförnu um hvernig bæta megi störf þingsins og þykir sumum víst ekki vanþörf á. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur sú hugmynd komið upp að setja það í lög að þingmenn megi ekki fara í andsvar gegn eigin flokksmönnum, nema þeir séu sannarlega á móti málflutningi þeirra. Þykir sumum kannski óþarfi að setja slík lög, þar sem í orðinu andsvar felst beinlínis að menn séu að setja fram mótstæð rök. Það hefur hins vegar ekki stöðvað þingmenn í að flykkjast unnvörpum í pontu til að taka undir málflutning samflokks- manna eða spyrja þá út í ólíklegustu hluti. Hvað heldur þú að þeir hugsi? Athyglisvert var að fylgjast með Ásmundi Einari Daðasyni í andsvari við Birgi Ármanns- son í síðustu viku. Þar spurði hann Birgi hverja hann teldi vera ástæðuna fyrir því að stjórnarliðar vildu ekki þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort hætta ætti aðildarviðræð- um við ESB. Birgir sagði sem satt var, að hann væri ekki í aðstöðu til að skyggnast inn í hugarheim annarra. Sérkennileg túlkun Björn Bjarnason setur fram sérkenni- lega túlkun á heimasíðu sinni. Þar segir hann: „Þegar Hæstiréttur ógilti stjórn- lagaþingskosningarnar ákvað ríkis- stjórnin að hafa ákvörðunina að engu og skipaði stjórnlagaráð.“ Hæstiréttur úrskurðaði kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hann hefur aldrei nokkurn tímann tjáð sig um lögmæti stjórnlagaráðs, enda tveir ólíkir hlutir. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.