Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 53
en venjulegar Panodil töflur HRAÐAR Panodil Zapp (parasetamól, 500 mg). Ábendingar: Höfuðverkur, tannverkur, hiti sem fylgir kvefi, tíðaverkir, vöðva- og liðverkir, verkjastillandi við gigtarverkjum, hár hiti. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 1-2 töflur á 4-6 klst. fresti, að hámarki 8 töflur á sólarhring. Börn 10-15 mg/kg líkamsþyngdar á 4-6 klst. fresti, að hámarki 4 sinnum/sólarhring. Gæta skal varúðar ef um skerta nýrnastarfsemi og lifrarsjúkdóm er að ræða. Skal ekki notað með öðrum verkjalyfjum sem innihalda parasetamól (t.d. samsettum lyfjum). Hærri skammtar en ráðlagðir eru geta valdið hættu á mjög alvarlegum lifrarskemmdum. Aukaverkanir: Mjög sjaldgæfar: Almennar: Ofnæmisviðbrögð. Útbrot, ofsakláði, ofsabjúgur. Lifrarskemmdir. Lifrarskemmdir af völdum parasetamóls hafa komið fram í tengslum við misnotkun áfengis. Við langtímanotkun er ekki hægt að útiloka hættuna á nýrnaskemmdum. Pakkning: Filmuhúðaðar töflur 500 mg, 20 stk. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli lyfsins. Nánari upplýsingar eru á http://www.serlyfjaskra.is. Panodil er skrásett vörumerki GlaxoSmithKline fyrirtækjasamstæðunnar. ÁHRIFARÍKT GEGN VERKJUM OG HITA Panodil Zapp frásogast hraðar en venjulegar Panodil töflur, þannig nást fyrr hin vel þekktu verkjastillandi og hitalækkandi áhrif. MÁNUDAGUR 2. apríl 2012 29 „Þetta verður alveg geggjað. Ég held að við toppum þetta frá því í fyrra,“ segir Helgi Björnsson. Hann ætlar að endurtaka leikinn á þjóðhátíðardaginn og halda tónleika í Eldborg 17. júní undir nafninu Íslenskar dægurperlur. Þar mun stórskotalið íslenskra söngvara stíga á svið og flytja þekkt íslensk popplög undir stjórn Samúels J. Samúelssonar. Hann hefur sér til fulltingis vaska sveit tónlistar- manna, þar á meðal lúðra- og fiðlusveit. Meðal söngvara í ár verða Valdimar Guðmundsson, Ragnhildur Gísla dóttir, Sigríður Thorlacius, Jón Jónsson og þau Eivör og Bogomil Font sem komu einnig fram í fyrra. „Stemningin var svo góð í fyrra að það ætlaði bókstaflega að kvikna í húsinu,“ segir Helgi og hlær. Þá fór ein- mitt brunavarnarkerfið í gang þegar lagið Brennið þið vitar var flutt. „Núna verða væntanlega áttatíu slökkviliðs- menn á vakt til að vera með þetta allt á hreinu.“ Kynnir og skemmtanastjóri verður myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson. Miðasala hefst í apríl. Geisla- og mynddiskur með tón- leikunum kom út fyrir jólin í fyrra og hefur hann náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum. Tónleikarnir í sumar verða einnig teknir upp en ekki hefur verið ákveðið hvort þeir verða gefnir út. -fb Ætlar að toppa síðustu tónleika VILL GERA ENN BETUR Helgi Björnsson ætlar að gera enn betur á tón- leikum sínum 17. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngvarinn Elton John kveðst hafa orðið fyrir einelti á full- orðinsárum sínum. Þeir er lögðu söngvarann í einelti stóðu honum nærri og beittu hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Söngvarinn greinir frá þessu í nýju viðtali við sjón- varpsstöðina E!. „Þetta snérist um vald og ég var hið fullkomna fórnar- lamb þrátt fyrir frægð mína og frama. Ég var alltaf mjög feiminn og óöruggur og það gerði mig auðsæranlegan,“ sagði söngvarinn og bætir við að hann hafi bæði orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Þetta fólk stóð mér allt nærri. Þetta var fólk sem skipti mig og frama minn máli og spilaði stóra rullu í mínu persónulega lífi.“ Söngvarinn segir að eina leiðin til að upp- ræta einelti sé að fjalla um málið á opinskáan hátt og ekki bera harm sinn í hljóði. Var lagður í einelti VARÐ FYRIR EINELTI Elton John segir að hann hafi verið lagður í einelti á fullorðinsárum af fólki sem stóð honum nærri. NORDICPHOTOS/GETTY Breska söngkonan Adele hefur þurft að þola ýmsa gagn- rýni undanfarið en nú hafa fjölmiðlar verið að fjalla um aldurs muninn á milli henn- ar og kærasta hennar, Simon Konecki. Hann er fjórtán árum eldri en söngkonan vinsæla sem þykir fullmikið af því góða. Nú hefur amma Adele, Doreen Adkins, stigið fram í The Sun og tekið upp hanskann fyrir barna- barnið. „Við erum í skýjunum með ráðahaginn. Við erum stolt af Adele og nú hefur hún fundið ástina.“ Amman ánægð ALDURMUNUR GAGNRÝNDUR Breskir miðlar hafa gagnrýnt aldursmuninn á milli Adele og kærasta hennar en amma hennar segir barnabarnið hafa fundið ástina. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.