Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 48
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR24 BAKÞANKAR Erlu Hlynsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. fyrirhöfn, 6. kúgun, 8. berja, 9. fljótfærni, 11. tveir eins, 12. drep- sótt, 14. sveigur, 16. persónufornafn, 17. flík, 18. bókstafur, 20. bókstafur, 21. spyrja. LÓÐRÉTT 1. rusl, 3. fyrirtæki, 4. dagatal, 5. mak, 7. hænsnfugl, 10. aum, 13. útdeildi, 15. málmur, 16. þögn, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómak, 6. ok, 8. slá, 9. ras, 11. mm, 12. plága, 14. krans, 16. þú, 17. fat, 18. enn, 20. ká, 21. inna. LÓÐRÉTT: 1. sorp, 3. ms, 4. almanak, 5. kám, 7. kalkúnn, 10. sár, 13. gaf, 15. stál, 16. þei, 19. nn. Rólegur Jói! Ekki missa glasið! Rólegur! Ég HEF stjórn á þessu! Kærar þakkir! Uh... Já. Þjónustan hér hefur batnað mikið... ...Mér fannst hann ekki hunsa mig jafn mikið og síðast. Krakkarnir hérna vinna ekki. Þeir fá greitt fyrir að fara í taugarnar á fullorðnum. Ok. Hvaða fífl borðaði nautalundina? Pabbi, hvað ertu stór? 175 cm. Hvað? Þú ert ekki 1,75. Þú ert í mesta lagið 1,70. Ekki samkvæmt mínum aðferðum. Þá er komið að því. Ég ætla að opna bar. En ekki neinn venjulegan bar, nei. Þessi bar verður opnaður til að berjast gegn alkóhólisma. ÞAÐ er sorgleg staðreynd að fólk er í auknum mæli að drekka áfengi heima hjá sér, algjörlega eftirlitslaust. Á mínum bar verður ótrúlega gott verð á áfengi þannig að það verður mun hagstæðara að kaupa áfengi hjá mér. AUÐVITAÐ græði ég pening á því að fólk kaupi af mér áfengi, en það er algjört aukaatriði fyrir mig. Ég vil bara bjóða fólki upp á umhverfi þar sem það getur farið á fyllerí undir eftirliti og leggja þannig mitt af mörkum til að bæta samfélagið. INN af barnum stefni ég síðan á að hafa lítið vændishús. Bara rétt passlega stórt til að koma í veg fyrir nauðganir á Íslandi. ÉG KEM til með að bjóða upp á stelpur á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum. Til er fólk (aðallega konur) sem halda að nauðganir snúist um valdbeitingu og kúgun. Ég veit hins vegar að þeir sem nauðga gera það bara því þeir fá ekki nóg að ríða. Það er því nauðsynlegt að bjóða upp á þessa þjónustu. Á VÆNDISHÚSINU mínu verður nóg af smokkum og stelpurnar fara reglulega í skoðun hjá kvensjúkdómalækni til að tryggja að þær séu ekki að dreifa klamydíu eða herpes. Síðan þurfa allir viðskipta- vinirnir að skrifa undir yfirlýsingu þar sem segir að þeir beri ómælda virðingu fyrir stelpunum. Það er auðvitað bara formsatriði. INNI á barnum, framan við vændishúsið, verður síðan þetta líka fína spilavíti þar sem markmiðið er að vinna gegn spilafíkn. EINS og staðan er í dag neyðist áhugafólk um fjárhættuspil til að notast við spila- kassa í sjoppum þar sem enginn fylgist með því. Meira að segja eru dæmi um að börn og unglingar komist í þetta. SÍÐAN færist í aukana að fólk sé einsamalt heima hjá sér, eftirlitslaust, og tapi háum upphæðum á spilasíðum á Netinu. Þetta er auðvitað ólíðandi. ALLT að sjö þúsund Íslendingar eiga í veru- legum vanda vegna spilafíknar. Þetta fólk mun eiga athvarf hjá mér. Baráttubarinn minn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.