Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2012, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 21.04.2012, Qupperneq 36
Heilsa LAUGARDAGUR 21. APRÍL 20122 Fita er lífsnauðsynleg og skiptir miklu máli, bæði hvað varðar andlega og líkamlega heilsu. Hún örvar efnaskipti og hjálpar til við brennslu hitaeininga. Fita myndar kynhormón og styrkir húð, hár og neglur. Hún mýkir þarmana og auð- veldar þannig meltinguna. Fita styrkir sömuleið- is frumuhimnuna og hjálpar líkamanum að verjast sjúkdómum. Frumuhimnan sem ver frumurnar gegn sjúkdómum er mynduð úr þrenns konar fitu í nokkurn veginn jöfnum hlutföllum; mettaðri fitu, fjölómettaðri fitu (omega-6) og einómett- aðri fitu (omega-3). Þess vegna er mikil vægt að fá allar tegundir fitu en gæta þess að uppsprettan sé góð. Best er að mettaða fitan komi sem mest úr jurtaríkinu og má hún gjarnan vera pálma- eða kókos- olía. Omega-6 er meðal annars að finna í ólífum, möndlum, valhnetum, sól- blómafræjum, sesamfræjum og olíum sem unnar eru úr þessum fæðutegund- um. Hún er einnig í lárperum, grænu grænmeti og sojabaunum. Ofneysla á Omega-6 er nær aldrei vandamál og er um að gera að strá hnetum og fræjum yfir mat og salöt. Eins ætti að nota lárperur sem oftast, til dæmis í salöt, sem álegg og í ídýfur. Omega-3 er helst að finna í hörfræjum, feitum fiski og lýsi en einnig í þangi. Omega-3 fitusýr- ur gegna mikilvægu hlutverki við flutning tauga- boða frá einni taugafrumu til annarrar og hafa reynst vel gegn þunglyndi. Um helmingur heil- ans er myndaður úr fitusýrum og hafa þær mikil áhrif á starfsemi hans. Fitusýrurnar eru nauðsynlegar til að mynda hormónið seró- tónín sem hefur örvandi áhrif á skapferli og taugakerfi. Heimild: Léttara og betra líf. Átta vikna heilsuáætlun Lene Hansson. Vaka Helgafell. Nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega heilsu Ásta Arnardóttir jógakenn-ari og leiðsögukona stund-ar jóga og hugleiðslu á fjöll- um. Hún segir heilunarkraft búa í náttúrunni sem ekki megi vanmeta í hraða hversdagsins. „Grunnstefið í jóga er að vera hér og nú og náttúran er yndisleg- ur kennari í að færa okkur í núið,“ segir Ásta. „Nútíma borgarsam- félagi fylgir mikil streita en marg- ir sem ganga út í náttúruna sér til heilsubótar finna þar frið og ró. Oft fylgir því líka að fólk á auðveldara með að greina aðalatriðin og for- gangsraða upp á nýtt. Það býr gíf- urlegur heilunarkraftur í nátt- úrunni og það gerir manni gott að fara út, þó það sé bara í stutta gönguferð.“ Ásta hefur verið leiðsögumaður í yfir tuttugu ár og kennt jóga í tíu ár en hún rekur Lótus jógasetur ásamt Auði Bjarnadóttur. Sjálf stendur Ásta fyrir jógaferðum á vegum Augnabliksferða en segist ekki síður njóta þess að fara um há- lendið ein. Hún á þó erfitt með að nefna einn uppáhaldsstað. „Foreldrar mínir voru í skát- unum og ég fór mikið á fjöll með þeim. Tengingin við náttúruna hefur verið til staðar frá því ég var lítil. Hálendi Íslands á stóran stað í hjarta mér og margir staðir svo fal- legir að ég get ekki gert upp á milli. Því miður eru margir þeirra horfnir í dag sem er sorgleg staðreynd. Það eru ekki mörg svæði eftir í heimin- um, ósnortin,“ segir Ásta en nátt- úruvernd er henni hugleikin. „Komandi kynslóðir verða að eiga aðgang að gjöfum náttúrunn- ar eins og við,“ segir hún en eitt af markmiðum jógaferðanna henn- ar á fjöll er að efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðarinnar. „Það er mikilvægt að þakka fyrir góðar gjafir lífsins, hálendis- víðernið og smæstu jurtir. Sem betur fer er náttúran hér enn þá hrein og hægt að drekka úr lækj- um,“ segir Ásta og bætir því við að góða heilsu sé ekki hægt að öðlast með einni vítamínpillu, hún komi í samvinnu við náttúruna. „Heilsa okkar er samofin heilsu jarðarinnar. Við verðum að fá ferskt vatn, hreint loft og næringin sem við fáum úr jurta og dýrarík- inu verður að vera ómenguð. Um leið og við umgöngust jörðina af virðingu og nærgætni þá erum við að umgangast sjálf okkur af virð- ingu og nærgætni.“ Tengist náttúrunni Heilsa mannana er samofin heilsu jarðarinnar segir Ásta Arnardóttir jógakennari og leiðsögukona en hún stundar hugleiðslu og jóga úti í náttúrunni. Ásta Arnardóttir, jógakennari hjá Lótus jógasetri og leiðsögukona, segir heilunarkraft búa í náttúrunni. MYND/PJETUR Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.