Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 42
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR2
Á hverju ári koma ráðgjafar Capacent Ráðninga að ráðningum hundruða einstaklinga í störf hjá einkafyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum sem og hjá opinberum
stofnunum og sveitarfélögum. Áhersla Capacent Ráðninga er á ráðningar forstjóra og framkvæmdastjóra, millistjórnenda, háskólamenntaðra sérfræðinga og skrifstofu-
starfsmanna. Capacent Ráðningar er áberandi í auglýsingum og býr yfir öflugri heimasíðu sem fær þúsundir heimsókna í hverri viku. Capacent rekur einnig ráðningastofuna
Vinna.is sem var stofnuð árið 2000 og hefur einbeitt sér að ráðningum starfsfólks í verslunar-, þjónustu-, skrifstofu-, sölu- og iðnaðarstörf. Rekstur þessara ráðningarstofa
gefur Capacent og viðskiptavinum einkar gott aðgengi að stórum hópi umsækjenda hverju sinni.
Sólskríkjan
Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni.
Hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni.
Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein, –
ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.
Hún kvað um sitt fjölbreytta fjalldala skraut,
hve frítt er og rólegt að eiga þar heima,
hve mjúkt er í júní í ljósgrænni laut,
hve létt þar er vetrarins hörmum að gleyma
og hvað þá er indælt við ættjarðarskaut
um ástir og vonir að syngja og dreyma.
En sætust af öllum og sigrandi blíð
hún söng mér þar ljóðin um dalbúans næði,
um lundinn sinn kæra og lynggróna hlíð,
þó lítil og fátækleg væru þau bæði.
En svipurinn hýrnar, þér sýnast þau fríð
í syngjandi snjótittlings vornæturkvæði.
Höfundur: Þorsteinn Erlingsson
Með sól í hjarta óskum við öllum
viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars