Fréttablaðið - 21.04.2012, Side 52

Fréttablaðið - 21.04.2012, Side 52
12 Útboð – Skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í skólaakstur fyrir Hrafna- gilsskóla. Útboðið miðast við 6 bifreiðar og tvær þeirra skulu vera fjórhjóladrifnar. Heildarakstur er um 3.200 km á viku. Óskað er eftir tilboði í allar leiðirnar og ekki er heimilt að bjóða aðeins í hluta verksins. Samningstíminn er 3 ár, en möguleikar á framlengingu verkþátta um allt að 2 ár. Útboðsgögn verða seld, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá og með 24. apríl 2012, fyrir kr. 5.000-. Tilboð verða opnuð í fundarsal Eyjafjarðar- sveitar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 9. maí 2012 kl. 13:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. SÖLUSTARF kona 35 - 55 ára Samstarf – meðeigandi? Fyrirtæki-verslun í Reykjavík, sem flytur inn heimilis- og gjafavörur (eigið merki) leitar að sölukonu til starfa ásamt eiganda. Um getur verið að ræða 50 til 75 % starf og mögulega eignarhlut fljótlega eða síðar eftir aðstæðum. Fyrir hendi er reynsla í rekstri, sölu- innflutningi og sölusaga ásamt stuðningi hins erlenda fyrirtækis, Vör- urnar eru á góðu verði og fjölbreyttar að gerð, efni og útliti þar sem lögð er áhersla á litasamsetningu og fallegt útlit verslana. Áhugasamir, vinsamlega leggi inn svar til Fréttablaðsins merkt ,,Samstarf-meðeigandi“ fyrir 27.4. með stuttum upplýsingum um umsækjanda - samstarfsaðila. Útboð – Matseld fyrir Hrafnagils- skóla í Eyjafjarðarsveit Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í matseld fyrir Hrafnagils- skóla. Útboðið miðast við að elda mat fyrir um 200 nemendur í Hrafnagilsskóla, grunnskóladeild og um 60 nemendur leikskóla- deildar, auk kennara, starfsmanna sveitarfélagsins og nokkra aldraða íbúa sveitarfélagsins. Ekið skal með mat í leikskóladeild (um 400 m) og til aldraðra. Samningstíminn er 3 ár, en möguleikar á framlengingu verkþátta um allt að 2 ár. Útboðsgögn verða seld, á skrifstofu Eyjafjarðar- sveitar frá og með 24. apríl 2012, fyrir kr. 5.000-. Tilboð verða opnuð í fundarsal Eyjafjarðar- sveitar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 9. maí 2012 kl. 13:30, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hjólagröfumaður/bílstjóri óskast Dráttarbílar ehf. óska eftir að ráða vanan hjólagröfu- mann/bílstjóra í 100% vinnu sem allra fyrst. Tekið er á móti umsóknum á netfangið marino@drattarbilar.is. Öllum umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og mynd. www.drattarbilar.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.