Fréttablaðið - 21.04.2012, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 21. apríl 2012 13
Aðalfundur
Stéttarfélags Vesturlands verður í Alþýðuhúsinu,
Sæunnargötu 2a, Borgarnesi fimmtudaginn 26. apríl 2012,
kl. 20:00
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum
• Breytingar á lögum og reglugerðum
• Kjör fulltrúa á aðalfund Festu lífeyrissjóðs
• Önnur mál
Verður heppnin með þér í ár?
Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá óvæntan
glaðning.
Glæsilegar veitingar.
Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á aðalfundinn!
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg
Úrbætur í umferðaröryggismálum 2012 nr. 12817.
Allar nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod.
Endurbætur á raflögnum í byggingu
131 á Keflavíkurflugvelli.
ÚTBOÐ NR. 6061030-E
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu
Íslands, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við
breytingar á raflögnum í byggingu nr. 131, sem er
innan öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar, og skal
laga hana að gildandi reglugerð um raforkuvirki og
ÍST: 200:2006 – Raflagnir bygginga. Skipta skal um
rafbúnað, innlagnarefni, tengla, rofa, lampa, mótora
og dælur og tengja nýjar töflur og breyta lömpum.
Núverandi loftræsikerfi, tölvu- og símakerfi og
brunaviðvörunarkerfi verða endurbætt. Byggingin
er sérhæfð skrifstofubygging um 920 m² að stærð á
einni hæð og þakrými. Byggingin stendur við veg að
nafni Þjóðbraut. Fara þarf inn um vaktað hlið til þess
að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka
hafa öryggis- og aðgangsheimild inn á vinnusvæðið
og fylgja öryggiskröfum Landhelgisgæslu Íslands og
þeim reglum sem gilda á öryggis- og varnarsvæðum.
Bakgrunnskoðunar verður krafist af verktaka og öllum
starfsmönnum sem koma að verkinu og einnig af
undirverktökum. Allir starfsmenn verktaka þurfa að
fylla út trúnaðaryfirlýsingarform og mæta á kynningu
í öryggismálum vegna byggingar 131. Tilboðsskrá
með öllum magntölum fylgir með útboðsgögnum.
Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 27. apríl
2012 kl 10-11 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 13. ágúst
2012.
Útboðsgögn verða til sýnis og afhendingar hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7A, 105 Reykjavík
frá og með mánudeginum 23. apríl 2012, opnunar-
tími 8:30 - 16:00.
Tilboðin verða opnuð hjá Framkvæmdasýslu ríkisins
8. maí 2012 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðend-
um sem þess óska.
FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS
ÚTBOÐHS Orka hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ
Sími 4225200 www.hsorka.is hs@hs.is
Forstöðumaður fjármálasviðs
HS Orka var stofnuð 1. desember 2008 þegar Hitaveitu
Suðurnesja hf var skipt í HS Orku og HS Veitur. HS Orka
framleiðir heitt vatn og raforku í Svartsengi ásamt því að
framleiða rafmagn á Reykjanesi og eru frekari virkjana-
framkvæmdir í undirbúningi. Hjá HS Orku starfa 136 starfs-
menn en félagið sinnir einnig verkefnum fyrir HS Veitur.
Starfs- og ábyrgðasvið
- Rekstur fjármálasviðs, mannauðsmál, ferlar ofl.
- Ábyrgð og umsjón uppgjöra félagsins
- Fjármögnun og áætlanagerð
- Samvinna við aðrar rekstrardeildir
- Ýmis önnur mál er tengjast fjárreiðum fyrirtækisins
- Þjónusta við HS Veitur
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta, endurskoðunar
eða önnur menntun er nýtist í starfi
- Haldgóð reynsla í fjármálum og stjórnun skilyrði
- Mjög góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
- Samskiptahæfni og frumkvæði
- Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
Nánari upplýsingar veitir Petra Lind Einarsdóttir, starfs-
mannastjóri. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er hægt að
nálgast á www.hsorka.is.
Umsækjendur geta sótt um starfið á heimasíðu fyrirtækisins
www.hsorka.is eða á netfangið petra@hs.is.
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2012.
HS Orka leitar að öflugum liðsmanni til að stjórna
fjármálasviði fyrirtækisins.
Hlíðarþúfur hesthúsahverfi –
losun og keyrsla
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í losun og
keyrslu hrossataðs frá Hlíðarþúfum fyrir árin 2012
og 2013.
Útboðsgögn eru til afgreiðslu í húsi Framkvæmda-
sviðs Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 221 Hafnarfirði.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 3. maí n.k.
klukkan 10:00 á sama stað.
Verð útboðsgagna er krónur 2.000
Framkvæmdasvið Hafnarfjarðarbær.
SÖLUFÓLK ÓSKAST!
Landssöfnun Blátt áfram dagana 4–6 maí.
20% Sölulaun
Vinsamlegast hafið samband við sofnun@blattafram.is
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu
fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um
veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði.
Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur
upp á að bjóða.