Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 79

Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 79
LAUGARDAGUR 21. apríl 2012 51 íslenskt verk AÐSTANDENDUR JÓNS- MESSUNÆTUR Forvinna að leikritinu er hafin með leikhópi en æfingar hefjast að fullu í haust. Hinn árlegi bókamarkaður í forn- bókabúðinni Bókinni á Klappar- stíg 25 hefst á mánudag. Þar verða til sölu um 50 þúsund bækur, allar með 50 prósent afslætti. Um er að ræða bækur af öllum gerðum, mikið um listaverka- bækur, mat- reiðslubækur, bækur um kvenna- fræði og femínisma, barnabækur í miklu úrvali, saga lands og heims, íslensk og norræn fræði, lögfræðirit og bækur um hag- fræði og hagsögu, skáldverk yngri höfunda og eldri og svo má lengi áfram telja. Bókamarkaðurinn stendur til 28. apríl. Árleg útsala hjá Braga BRAGI KRISTJÓNSSON islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu 100.000 kr. 300.000 kr. 500.000 kr. Árlega veitir Íslandsbanki tíu félögum í Námsvild námsstyrki. Tekið er á móti umsóknum til 1. maí 2012 Við bjóðum námsstyrki www.islandsbanki.is. Helstu kostir Námsvildar E N N E M M / S ÍA / N M 5 19 8 0 Engilsaxneskir riddarar og rósir í frönskum félagsskap er yfir- skrift tónleika í syrpunni 15.15 á sunnudag. Þar verða fluttar sjald heyrðar tónlistarperlur frá Bretlandi. Á efnisskrá eru verkin Pastorale et Arlequinade fyrir flautu, óbó og píanó eftir Eugéne Goossens, Four Characteristic Pieces fyrir klarínettu og píanó eftir William Hurlstone, tríó fyrir flautu, óbó og píanó eftir Made- leine Dring og Caprice on Danish and Russian Airs eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns. Flytjendur eru Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Ármann Helgason klarínettuleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari. Tónlistin er öll afar létt og skemmti leg áheyrnar. Hröðu þættirnir einkennast af sveiflandi danstöktum og miklum glæsileika í andstöðu við syngjandi lagræna þætti þar sem sannkölluð sveita- stemning ríkir. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og hefjast, eins og nafn tónleikasyrpunnar gefur til kynna, klukkan 15.15. Fáheyrðar perlur frá Bretlandi 15.15 Hallfríður Ólafsdóttir, Eydís Franzdóttir, Ármann Helgason og Nína Margrét Grímsdóttir leika létt og skemmtileg verk frá Bretlandi í Norræna húsinu á sunnudag. Eiríkur Örn Norðdahl hefur vakið nokkra lukku í Svíþjóð fyrir skáld- sögu sína Eitur fyrir byrjendur, sem kom út nýlega í sænskri þýðingu. Gagnrýnandi sænska morg- unsjónvarps- ins, Gomorron Sverige, kallaði bókina „háska- lega ástar- hringekju með svörtum húmor sem leiftrar milli línanna og gerir bókina feykilega skemmtilega aflestrar“. Krimmahöfundurinn Jan Arnald fjallar um bókina í Dagens Nyhe- ter og segir bókina ná „hinum fullkomna slæpingjatóni og leiðir síðan allt saman út á verulega sérstakar slóðir“. Þá sagði gagn- rýnandi sænska Ríkisútvarpsins bókina vera eins og ef Notting Hill hefði verið leikstýrt af frönskum existensíalista sem hefði lært í Tíbet en ekki Hollywood. Það hlýtur að vera gott. Eitur fyrir byrjendur er önnur skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl og kom fyrst út árið 2006. Síðasta skáldsaga hans, Gæska, kom út 2009 en von er á bókinni Illsku í haust. Eiríkur Örn eitrar út frá sér í Svíþjóð EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.