Fréttablaðið - 23.04.2012, Side 8

Fréttablaðið - 23.04.2012, Side 8
23. apríl 2012 MÁNUDAGUR8 Alþingi gaf út ákæru í sex liðum á hendur Geir H. Haarde. Landsdómur féllst á kröfu Geirs um að tveimur ákæruliðum yrði vísað frá dómi. Eftir stóðu því fjórir ákæruliðir sem snúast um meinta vanrækslu Geirs á tímabilinu frá febrúar til byrjun október 2008. ■ Geir var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika væri markvisst og skilaði tilætluðum árangri. ■ Í öðru lagi er hann í ákæru sakaður um að hafa vanrækt að hafa frum- kvæði að virkum aðgerðum stjórnvalda til að draga úr stærð banka- kerfisins, til að mynda með því að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. ■ Þriðji ákæruliðurinn snýst um Icesave-reikningana. Þar er Geir ákærður fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi reikninganna úr útibúi Landsbankans í Bretlandi í þarlent dótturfélag bankans. Það hefði fært ábyrgð á reikningunum á herðar breskra stjórnvalda. ■ Í fjórða og síðasta ákæruliðnum er Geir sakaður um að hafa látið hjá líða að halda ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Í ákærunni segir að hann hafi látið hjá líða að funda með ráðherrum um aðsteðjandi háska vegna fjármálakrísunnar. *M.v. vaxtatöflu Íslandsbanka 13.04 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Íslandsbanki býður hagstæð framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði. Lánin eru óverðtryggð skuldabréfalán með breytilegum vaxtakjörum samkvæmt vaxtatöflu bankans hverju sinni. Framkvæmdalán geta numið allt að 1,5 milljónum gegn veði og allt að 750.000 kr. án veðs. Kynntu þér framkvæmdalán á www.islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Stjórnvöld hafa framlengt átakið ALLIR VINNA til 1. janúar 2013 Þú getur fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti fyrir framkvæmdir á árinu 2012. Kynntu þér málið á www.allirvinna.is. 6,25% óverðtryggðir vextir* og engin lántökugjöld Við bjóðum framkvæmdalán 1. Hvað óttast heilbrigðisyfirvöld að hreindýr geti borið með sér milli landshluta? 2. Hvað hefur Ólafur Ragnar Grímsson náðað marga fanga í forsetatíð sinni? 3. Hvar var keppt í Formúlu 1 kappakstri um helgina? SVÖRIN FRÉTTASKÝRING Hvenær kemur í ljós á hvorn veginn dómur Landsdóms fellur? Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í lang- an tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haust- ið 2008. Dómur yfir Geir verður kveð- inn upp í dag klukkan 14 í Þjóð- menningarhúsinu. Báðar sjón- varpsstöðvarnar munu sýna beint frá uppkvaðningu dómsins og má búast við að fjölmargir muni fylgj- ast með þegar dómur fellur. Geir hefur haldið fram sakleysi sínu og í dag kemur í ljós hvort Landsdómur tekur undir hans rök eða undir rök saksóknara Alþing- is. Hámarksrefsing við brotun- um sem Geir er sakaður um er tveggja ára fangelsi. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþing- is, fór þó ekki fram á svo þunga refsingu við aðalmeðferð málsins, og taldi eðlilegt að skilorðsbinda refsingu verði Geir fundinn sekur. Tveggja vikna aðalmeðferð fyrir dóminum hófst 5. mars síð- astliðinn. Geir gaf sjálfur skýrslu fyrir dóminum, og í kjölfarið fylgdu nokkrir af ráðherrunum sem sátu með honum í ríkisstjórn þegar bankarnir féllu. Bankastjór- ar föllnu bankanna báru einnig vitni fyrir dóminum, auk margra núverandi og fyrrverandi starfs- manna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Framburður vitna í málinu var í ýmsar áttir, en flest áttu það sam- eiginlegt að telja að einhver annar en þau sjálf hefðu átt að bregðast við yfirvofandi hættu á fjármála- kreppu í aðdraganda hrunsins. Mörg vitnanna voru þó sammála um að það hafi verið lítið sem Geir hefði getað gert á síðustu mánuð- unum fyrir hrun til að afstýra hruninu eða draga verulega úr tjóninu sem af því hlaust. Vitnaleiðslurnar eru þó aðeins hluti af því sem ákæruvaldið og verjandi Geirs byggja sinn mála- tilbúnað á. Bæði saksóknari og verjandi hafa auk þess lagt fram ógrynni gagna sem Landsdómur hefur nú legið yfir frá því aðal- meðferðinni lauk þann 16. mars síðastliðinn. brjann@frettabladid.is Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs Landsdómur kveður í dag upp dóm yfir Geir H. Haarde. Verði hann sakfelldur er hámarksrefsing við brotunum sem hann er sakaður um tveggja ára fangelsi. Saksóknari telur eðlilegt að skilorðsbinda mögulega refsingu. Fjórir ákæruliðir gegn Geir standa eftir HAGTÖLUR Gistinætur voru rúmar 3,2 milljónir hér á landi árið 2011 og fjölgaði um 8,3 prósent frá fyrra ári, að því er fram kemur í Gistináttaskýrslum 2011 hjá Hag- stofu Íslands. Erlendir ríkisborgarar standa undir þremur fjórðu af heildar- fjölda gistinátta og fjölgaði um 14 prósent milli ára. „Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 6 prósent,“ segir í frétt Hag- stofunnar. „Eins og mörg undan- farin ár gistu Þjóðverjar hér flestar nætur, þá Bretar og svo Bandaríkjamenn.“ Horft er til allrar seldrar gisti- þjónustu utan orlofshúsa félaga- samtaka, stéttar- og starfs- mannafélaga. - óká Heildarfjölgun er 8,3 prósent: Gistinóttum Ís- lendinga fækk- aði á síðasta ári 1. Sauðfjársjúkdóma. 2. Fjörutíu og fimm. 3. Í Barein. VEISTU SVARIÐ? ákæruliðir voru í upp- haflegri ákæru Alþingis á hendur Geir H. Ha- arde, fyrrum forsætisráðherra. Tveimur var vísað frá dómi. ÁKÆRA Á HENDUR GEIR H. HAARDE 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.