Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 8
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR8 FRÉTTAVIÐTAL: Robert C. Nurick, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum Staðsetning Íslands gerir það að verk- um að landið verður í lykilstöðu nú þegar áhersla á norðurslóðir fer að aukast segir sérfræðingur í öryggis- málum. Hlutverk Íslands verður ekki síst á vettvangi eftirlits- og björgunar- mála á hafinu. Ísland mun án efa fá aukið hlutverk tengt öryggismálum á norðurslóðum á komandi árum þó áhrifamikil ríki og ríkjabandalög hafi enn ekki veitt þessu svæði fulla athygli, segir Robert C. Nurick, bandarískur sérfræð- ingur í öryggis- og varnarmálum. Nurick var staddur hér á landi í síðustu viku á vegum Bandaríska sendiráðsins hér á landi og hélt fyrirlestur um öryggismál á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar. Augljóst er að Ísland verður í lykilhlutverki þegar kemur að björgunarmálum á þessu gríðarstóra hafsvæði þegar og ef skipaleiðir opnast með tilheyrandi olíuflutningum, eða þegar norðlæg ríki hefja frekari nýtingu á orkuauðlindum undir hafsbotni, segir Nurick í viðtali við Fréttablaðið. Hann segir að Ísland verði einnig í stóru hlutverki þegar komi að nýtingu þessara sömu orkuauðlinda. „Nýting orkuauðlinda á norðurslóðum hefur ekki bara áhrif á samskipti ríkja á efnahags- legum forsendum, til að skipta þeim auðlind- um sem finnast á svæðinu,“ segir Nurick. „Við það bætast til dæmis umhverfissjónarmið þar sem risavaxin olíuskip munu fara um svæð- ið með tilheyrandi hættu á skipssköðum og mengunarslysum.“ „Alþjóðasamfélagið áttar sig á því að það verður að undirbúa allar hliðar málsins, þar með talin viðbrögð við hættu af því tagi,“ segir Nurick. „Ríkin á þessu svæði verða að ná samkomulagi um ásættanlega hegðun á svæðinu og hver ábyrgð hvers og eins er. Þar verður einnig að koma skýrt fram hver eigi að bregðast við þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Staðsetning Íslands gerir það að verkum að landið verður afar mikilvægt í öllum þeim umræðum. Nurick nefnir að burtséð frá því hversu mikinn viðbúnað Ísland geti byggt upp geri staðsetningin Íslendingum mögulegt að fylgjast með skipaumferð á gríðarstóru haf- svæði, sem verði sífellt mikilvægara eftir því sem skipaumferð aukist. Eftirlitið mikilvægt „Það verður mjög mikilvægt í sjálfu sér að fylgjast með því hverjir eiga leið um hafsvæð- ið, hvert þeir eru að fara, hvernig ástandið er hjá hverjum og einum. Einnig verður að tryggja að sjófarendur geti átt samskipti hver við annan. Það er óhjákvæmilegt að Ísland taki stóran þátt í slíku eftirliti,“ segir Nurick. Íslensk stjórnvöld hafa um nokkurra ára skeið lagt mikla áherslu á samvinnu á norður- slóðum á alþjóðavettvangi. „Það er enn ein- hver tími til stefnu, en þróun mála á norður- Eftirlit og björgun mikilvægari Netvarnir eru ólíkar öðrum vörnum að mörgu leyti, en eru að verða sífellt mikilvægari hluti af varnarmálum ríkja, segir Robert Nurick. Eitt af því sem aðskilur netvarnir frá hefðbundnari vörnum á landi, sjó og lofti er ekki síst að ríki geta ekki komið sér upp öllum nauðsynlegum vörnum án samvinnu við einkaaðila sem oftar en ekki eiga þau kerfi sem þarf að verja. „Ísland hefur mikla hagsmuni af því að verja sitt netöryggi. Þar getur landið ekki treyst á aðra en eigin stofnanir. En það sama gildir um Ísland og önnur ríki, það er mikilvægt að kynna sér hvernig þessum vörnum er háttað í öðrum löndum, kynna sér þau atvik sem hafa komið upp og viðbrögð sem hafa dugað,“ segir Nurick. „Það er allt of mikið í húfi til að hægt sé að stinga höfðinu í sandinn. Með netárásum er hægt að ráðast á tölvukerfi sem stýra raforku, vatni, olíudælingu og öðrum gríðarlega mikil- vægum kerfum. Fólk sem vinnur að netöryggis- málum fær martraðir um árásir af þessu tagi.“ Nurick segir Ísland geta grætt á samstarfi við Atlantshafsbandalagið (NATO) sem hefur á undanförnum árum aukið verulega áhersluna á netöryggi og ætlar að auka hana enn á komandi árum. „Það er mjög mikilvægt að læra af reynslu annarra og NATO virðist tilbúið að veita aðildar- ríkjum aðstoð.“ Martraðir fólks í netöryggisgeiranum NORÐURSLÓÐIR Búast má við að bandarísk stjórnvöld muni auka verulega áherslu sína á að móta stefnu fyrir norðurslóðir á næstu tveimur árum segir Robert C. Nurick, sérfræðingur um öryggismál. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI slóðum er hraðari en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Nurick. „Ég reikna með að ef ég yrði spurður myndi ég ráðleggja íslenskum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherslu á samvinnu á Norðurslóðum. Ég myndi reyndar ráðleggja öðrum ríkjum á svæðinu að gera það sama, þar með talið Banda- ríkjunum. Það er vissulega tími til stefnu, en það verður mjög flókið að leysa úr álitaefnum sem upp munu koma og betra að vera komin lengra en styttra þegar þau koma upp.“ Nurick segir ekki rétt að orða það svo að bandarísk stjórnvöld hafi takmarkaðan áhuga á norðurslóðum. Réttara væri að segja að þau viti af mikilvægi svæðisins og hafi áhuga á því að koma að samvinnu á þessum slóðum. Staðreyndin sé hins vegar sú að stjórnvöld vestra hafi nóg annað á sinni könnu í öðrum heimsálfum. Athyglin sé frekar á Mið-Austur- löndum, Afganistan, Norður-Kóreu og víðar. „Bandarísk stjórnvöld eru þegar farin að leggja meiri áherslu á að móta sér stefnu fyrir norðurslóðir, en hvort sú vinna er komin upp á yfirborðið í samskiptum við önnur ríki er annað mál. En á næstu einu til tveimur árum mun þessi heimshluti fá meiri og meiri athygli í Washington. Það er óhjákvæmilegt,“ segir Nurick. Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Með bættri hönnun á loftflæði ytra byrðis og tæknibúnaði sem tryggir hagkvæmustu aksturstilhögun er mögulegt að minnka umtalsvert eyðslu eldsneytis. Þannig er Audi A4 enn sparneytnari en áður og eyðir aðeins frá 4,5 lítrum á hverja 100 km.* Nýr A4 er því afrakstur stöðugrar tækniþróunar hjá Audi. Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað í Audi A4 fylgir sóllúga öllum bílum sem pantaðir eru fyrir 1. júní 2012. *M.v. 2.0TDI 143 hestafla, dísilvél, beinskiptan. Farvegur framþróunar Velkomin í reynsluakstur SAMFÉLAGSMÁL Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty Inter- national stóð nýverið fyrir mót- mælum við bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg. Með mótmælunum, eða „hreins- unaraðgerðinni“ eins og ungliða- hreyfingin kallaði aðgerðina, var athygli vakin á umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum sem sögð eru hafa hlotist af olíuvinnslu móð- urfyrirtækisins Shell á óseyrum Nígerfljóts í Nígeríu. Ungliðarnir krefjast úrbóta en mótmælin voru þáttur í alþjóðlegri herferð Amnesty. - shá Mættu á Skeljungsstöð: Mengun í Níg- eríu mótmælt MÓTMÆLT Hópurinn lét til sín taka við bensínstöð Skeljungs við Vesturlands- veg. MYND/AMNESTY Varað við flóðum Bresk yfirvöld vöruðu í gær við yfirvofandi flóðum í landinu. Mikil úrkoma hefur verið á Bretlandseyjum síðustu daga og er gert ráð fyrir áframhaldandi rigningu og jafnvel snjókomu á stöku stað. BRETLAND 1. Hversu mikið fækkaði skráðum afbrotum hjá lögreglunni milli áranna 2010 og 2011? 2. Hver tekur við starfi knatt- spyrnustjóra hjá Barcelona? 3. Meðlimir hvaða hljómsveitar sitja naktir fyrir á umslagi nýrrar plötu? SVÖR: 1. Um fjórðung 2. Tito Vilanova 3. Kiriyama family VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.