Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 42
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR18 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta BAKÞANKAR Erlu Hlynsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ríki í Mið-Ameríku, 6. rún, 8. efni, 9. skyggni, 11. tveir eins, 12. óstilltur, 14. rófa, 16. pot, 17. af, 18. fálm, 20. pfn., 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. stefna, 4. trjátegund, 5. eyrir, 7. starfræksla, 10. kusk, 13. skarð, 15. rótartauga, 16. margsinnis, 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. kúba, 6. úr, 8. tau, 9. der, 11. rr, 12. ókyrr, 14. skott, 16. ot, 17. frá, 18. fum, 20. ég, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. júdó, 3. út, 4. barrtré, 5. aur, 7. rekstur, 10. ryk, 13. rof, 15. tága, 16. oft, 19. mó. O´sweet relief! Ég þakka ykkur Kebab-guðunum fyrir að taka á móti minni fórn! Holy diver! Þessi hefði getað sökkt skipi! Jæja, strákar. Hækkum blindana og spilum virkilega lélegan póker. Ég kann að meta hversu litlar væntingar þessu hópur hefur. Tvistur?? Ég fólda. KJAMMS... NAMM... URG.... ROOP.. Egill, þú ert með eitthvað í skegginu þínu. Ætli þessar flögur séu of gamlar? Ég skal athuga það. KJAMMS... KJAMMS... KJAMMS.. Neibb. Þær eru í lagi. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið SÍÐUSTU SÝNINGAR Á LEIKÁRINU Konur þurfa að fylgja ákveðnum reglum í okkar samfélagi. Þær eiga ekki að vera í of stuttum pilsum, þær eiga ekki að vera of drukknar, og þær eiga ekki að vera einar á fáförnum stöðum. Nýverið bættist við ný regla: Konur eiga ekki að leggja bílnum sínum langt frá inngangin- um í bílastæðahúsum. EF KONUR brjóta þessar reglur, þá getur þeim verið nauðgað. Sérstök bílastæði fyrir konur í nágrenni við innganga í bílastæða- húsum, síð pils og óáfengir drykkir kunna að vera viðbrögð við þessum vanda. Vandinn er hins vegar í raun annar: Að sumir karlmenn nauðga konum. NAUÐGANIR eru vandamál og af því leiðir að við nauðgunum þarf að finna lausnir. Í ákveðnum sam- félögum hefur verið farin sú leið að láta konur klæðast búrkum. Þannig er freistingin minni fyrir nauðg- ara. HÉR Á ÍSLANDI var reynd sú leið að gefa konum kost á að leggja bílunum sínum nálægt innganginum í bílastæðahús- um. Við þekkjum öll úr spennu- myndunum þessi atriði þar sem konur, aleinar í bílastæða- húsum, heyra allt í einu fótatak að baki sér og á endanum ræðst allsendis ókunnugur maður á þær. Í RAUNVERULEIKANUM eru það hins vegar sjaldnast ókunnugir sem nauðga konum. Oftast eru það „vinir“ og kunn- ingjar sem nauðga. Jafnvel eiginmenn eða sambýlismenn. Og við skulum ekki gleyma feðrum og frændum. JÚJÚ, konum hefur verið nauðgað í bíla- stæðahúsum erlendis. Þeim hefur líka verið nauðgað í almenningsgörðum, á lista- söfnum, í verslanamiðstöðvum. Konum er nauðgað í skólanum. Í raunveruleikanum er konum nauðgað. Þeim er líka nauðgað þar sem þær telja sig vera öruggar. Þeim er nauðgað þegar þær eru í heimsókn hjá „vini“ og þeim er nauðgað þegar þær eru heima hjá sér. KONUM ER NAUÐGAÐ. Körlum er, því miður, líka nauðgað. Akkúrat núna snýst umræðan hins vegar um bílastæði fyrir konur til að verja þær gegn nauðgunum. Spurningin er hvort baráttunni gegn nauðg- unum sé mögulega beint til rangra aðila, að það eigi ekki að segja konum hvernig þær eigi að haga sér eða hvar þær eigi að vera. ÉG HELD AÐ við ættum að einbeita okkur að því að koma skilaboðum til þeirra sem bera hina raunverulegu ábyrgð. NAUÐGARAR: Hættið að nauðga! Hættu að nauðga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.