Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 44
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR20 20 menning@frettabladid.is Bækur ★★ Morðið á Bessastöðum Stella Blómkvist Mál og menning Íslenskur Morgan Kane með píku Það er vinsæll samkvæmisleikur að velta því fyrir sér hver Stella Blómkvist sé. Allt frá því að fyrsta bók höfundar kom út árið 1997. Strax fóru á flot ýmsar kenningar, en það er nokkuð afrek að tekist hafi að leyna sann- leikanum í allan þennan tíma. Stella kom sem ferskur vindur inn í íslenska glæpa- sagnahefð, hún skrifar í fyrstu persónu um sjálfa sig, er töff og kúl, fær sitt alltaf fram, veður í frösum, þambar viský og leggur allar þær konur sem hún girnist. Og suma karla. Nokkurs konar Morgan Kane Íslands, nema Stella er sneggri með lagaklæki en skammbyssu. Morðið á Bessastöðum er 7. bók Stellu. Sagan er innan sömu formúlu og hinar fyrri. Í heimi Stellu eru morð framin á þekktum opinberum stað, Bessastöðum nú, en áður Þingvöllum, Alþingishúsinu og Sjónvarpshús- inu, svo eitthvað sé nefnt, og Stella dregst inn í málið. Hún berst ein gegn kerfinu og hefur að sjálfsögðu sigur. Í nýju bókinni er eldra máli fléttað inn í, en því miður nær það litlu flugi. Ekki frekar en bókin sjálf. Formúlubókmenntir eru oft hinar ágætustu, en galli þeirra er þó sá að þær eru einsleitar. Stella er hætt að vera ferskur vindur og orðin að stöðnu innilofti. Karakterinn er vægast sagt þreytandi, hún talar og hugsar í leiði- gjörnum frösum sem líklega eiga að vera töff; skjalataska verður stressa, lögreglumenn prúðupiltar og svartfuglar, karlmenn folar og Jack Daniels Nonni Daníels. Þetta var smá krútt í upphafi, en er nú farið að hljóma eins og þegar miðaldra fólk reynir að tala unglingamál, bara vandræðalegt. Þá er mamma kapítuli út af fyrir sig. Fjölmörgum köflum bókarinnar lýkur með tilvitnunum í mömmu, sem virðist hafa verið leiðinlegasti rass- vasaheimspekingur sögunnar. „Hunangsilmur ástarinnar er sjálfsblekking“ „Illur grunur er lostæti andskotans“ Kvenleg eðlisávísun er reykskynjari sálarinnar“. Allt þetta sagði mamma, sem virðist hafa verið nokkurs konar páskaeggjamálsháttasjálfsali og er jafn leiðinleg og slíkur. Þá er galli við Morðið á Bessastöðum að í hana vantar alla spennu. Það er leitt að spennan um hver Stella Blómkvist er sé orðin meiri en spennan í sögunum hennar. Morgan Kane var ágætur í fyrstu 20 bókunum, en svo varð töffarahátturinn vandræðalegur. Eins er með Stellu. Því miður, hún var einu sinni ágæt. Kolbeinn Óttarsson Proppé Niðurstaða: Leikur með formúlu sem ekki er lengur ferskur og skemmti- legur heldur einungis höfundi til skemmtunar. Sigurður Skúlason, leikari og driffjöður leikfélagsins Leikur einn, ferðast með sýninguna Hví- líkt snilldarverk er maðurinn! um Austfirði, til Akureyrar og Bol- ungarvíkur í maí. Hvílíkt snilldarverk er mað- urinn! er einleikur eftir Sigurð Skúlason og Benedikt Árnason, byggður á höfundarverki Williams Shakespeare, sem Helgi Hálfdan- arson hefur þýtt. Sigurður leik- ur og Benedikt leikstýrir, en þeir eiga báðir langan feril að baki í leikhúsi, lengst af í Þjóðleikhús- inu. Leiksýningin er safn brota sem mynda heild sem tekur einum þræði mið af vegferð mannsins frá vöggu til grafar og öðrum þræði af samlíkingu lífs og leikhúss. Jafnframt er hún hugsuð sem þakklætisvottur til leiklistarinnar og þess besta sem hún hefur af sér alið: sköpunarverk Shakespeares. Sigurður verður á ferð í Vopna- firði 2. maí, á Seyðisfirði 3. maí, Reyðarfirði 4. maí, Egilsstöðum 5. maí, Djúpavogi 6. maí, Höfn í Hornafirði 7. maí, Akureyri 10. maí, Bolungarvík 12. maí. Að lok- inni leikför verða nokkrar auka- sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum í Reykjavík. Sigurður og Shakespeare út á land SIGURÐUR SKÚLASON Ferðast með einleik byggðan á verkum Shakespeares um landið í maí. Gengið hefur verið frá samning- um um útgáfu á skáldsögu Frið- riks Erlingssonar Góða ferð, Sveinn Ólafsson hjá bókaforlag- inu Candlewick Press í Banda- ríkjunum síðar á árinu. Skáldsag- an var fyrst gefin út hér á landi árið 1998 og hefur síðan komið út víða um heim, meðal annars í Bretlandi. Í tilkynningu frá Bjarti/Ver- öld segir að Candlewick Press sé það barna- og unglingabóka- forlag í Bandaríkjunum sem vex hraðast. Friðrik þýddi bók- ina sjálfur á ensku. Fish in the Sky, eins og bókin nefnist í enskri þýðingu, var tilnefnd af ensku- deild Alþjóða barnabókaráðsins (IBBY) á heiðurslista ráðsins árið 2010 fyrir þýðingu. Í Góða ferð, Sveinn Ólafsson segir af Sveini sem vaknar á 13. afmælisdegi sínum og finnst allt hafa breyst. Sagan lýsir átökum hans við örar tilfinningasveiflur og óreiðukennda tilveru. Friðrik gefinn út í Bandaríkjunum JÓEL PÁLSSON Flytur ásamt félögum sínum djassstandarda og frumsamið efni á hljómleikum annað kvöld. Kvartett Jóels Pálssonar saxófón- leikara kemur fram á djasstón- leikaröð á KEX Hosteli, Skúla- götu 28, þriðjudaginn 1. maí. Með honum leika þeir Eyþór Gunnars- son á píanó, Valdimar K. Sigur- jónsson á kontrabassa og Matth- ías Hemstock á trommur. Kvartettinn flytur djassstand- arda og frumsamið efni. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20.30 og standa í um tvær klukkustundir með hléi. Aðgangur er ókeypis. Jóel Páls- son á Kex Á BANDARÍKJAMARKAÐ Skáldsaga Friðriks Erlingssonar, Góða ferð, Sveinn Ólafsson, kemur út vestanhafs síðar á árinu. TINDAR ARA TRAUSTA Summit, 100 Mountain hikes in Iceland eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, rithöfund og forsetafram- bjóðanda, kom út á vegum Uppheima fyrir helgi. Summit er leiðarvísir um gönguleiðir á 100 íslensk fjöll, ætlaður erlendum ferðamönnum, enda bókin aðeins gefin út á ensku. Ýmiss konar ráðleggingar og upplýsingar, kort, ljósmyndir og lýsingar gera þessa bók afar gagnlega og fróðlega öllum þeim sem hyggjast ganga á íslensk fjöll. FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS Plastprent ehf. var stofnað árið 1957 og hefur frá þeim tíma verið brautryðjandi í framleiðslu áprentaðra plastumbúða. Í dag starfa um 75 manns hjá félaginu og felur starfsemi þess í sér filmugerð, klisjugerð, prentun, lamineringu, pokagerð, endurvinnslu hráefnis og innflutning. Höfuðstöðvar félagsins eru í dag í 6.200 fermetra húsnæði við Fossháls í Reykjavík, en auk þess er félagið með starfsstöð á Akureyri. Plastprent ehf. fór í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu á árunum 2010 og 2011 sem er nú að fullu lokið. Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. að annast formlegt söluferli vegna fyrirhugaðrar sölu á öllu hlutafé Plastprents ehf. sem er í 100% eigu FSÍ. Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem geta sýnt fram á fjárfestingagetu umfram 250 milljónir króna og búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu eða uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Seljendur áskilja sér þó rétt til þess að takmarka aðgang að söluferlinu, m.a. ef lagalegar takmarkanir eru á því að fjárfestir eignist ráðandi hlut í félaginu svo sem vegna samkeppnisreglna. Áhugasömum fjárfestum gefst kostur á að fá afhentar viðeigandi upplýs- ingar eftir að þeir hafa skilað inn undirritaðri trúnaðaryfirlýsingu auk annarra upplýsinga sem staðfesta að ofangreind skilyrði séu uppfyllt. Óskað er eftir skuldbindandi tilboðum með sérstaklega tilgreindum fyrirvörum fyrir kl. 12:00, mánudaginn 21. maí 2012, byggt á þeim gögnum sem afhent verða. Seljandi mun velja hagstæðustu tilboðin að hans mati og verður fjárfestum sem skiluðu inn þeim tilboðum boðin þátttaka í öðru stigi söluferlisins. Áhugasömum fjárfestum er bent á að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Straums, www.straumur.com. Einnig er hægt að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka hf. í síma 585 6600 eða með því að senda tölvupóst á netfangið plastprent@straumur.com. Opið söluferli Plastprents ehf. Plastprent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.