Fréttablaðið - 30.04.2012, Síða 17

Fréttablaðið - 30.04.2012, Síða 17
GOTT KAFFI Espressó kaffi er upphaflega frá Ítalíu þar sem það er drukkið eftir mat. Espressó er uppistaðan í mörgum kaffidrykkjum eins og cappuccino og latte sem helst eru drukknir á morgnana. Á Ítalíu þykir dónaskapur að biðja um cappuccino eftir matinn. Heimildarmynd um Sigurð Hjartar-son, stofnanda Hins íslenska reðasafns, verður frumsýnd á Hot Docs Canadian International Docu- mentary Festival í Torontó í Kanada á morgun. Hátíðin er stærsta og ein virtasta heimildarmyndahátíð í Norður- Ameríku. Var myndin um Sigurð valin ásamt 189 öðrum úr 2.000 innsendum myndum sem þykja fín meðmæli. Auk þess hlaut hún góðar viðtökur á forsýn- ingu og hefur verið lofuð í fjölmiðlum vestra. „Umfjöllunarefnið þykir greinilega áhugavert og myndin vel gerð. Það er frábært að komast þarna inn og ekki skemma fínir dómar fyrir,“ segir Hjörtur Sigurðsson, sem tók við rekstri Reða- safnsins þegar faðir hans lét af störfum í fyrra og safnið flutti til Reykjavíkur þar sem það hóf fyrst göngu sína. SÍÐASTI MEÐLIMURINN Heimildarmyndin kallast The Final Member eða Síðasti meðlimurinn og reynir að varpa ljósi á Reðasafnið og persónu Sigurðar. Kanadísku kvik- myndagerðarmennirnir Zach Math og Jonah Bekhor standa á bak við myndina en þeir hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir auglýsingar og stutt- og heimildar- myndir. „Math heyrði viðtal við pabba á CBC Radio One árið 2007 þar sem hann sagði frá leit að mannslim til að fullkomna Reðasafnið,“ segir Hjörtur. „Honum fannst viðtalið svo áhuga- vert að stuttu síðar birtust hann og félagar hans hér til að taka upp efni. Leit pabba að limnum varð rauði þráður myndarinnar.“ Feðgarnir hafa ekki séð hana alla en Hjörtur segir sýnishorn lofa góðu. „Myndin ber þess skýr merki að gríðarlega vinna var lögð í hana,“ lýsir hann og segir stefnt að því að sýna myndina sem víðast. Þó sé óljóst hvort hún verði tekin til sýninga hérlendis. ■ rve TYPPI LOFUÐ Í HÁSTERT GÓÐUR ÁRANGUR Leit stofnanda Hins íslenska reðasafns að mannslim til að fullkomna safnið er umfjöllunarefni nýrrar heimildarmyndar sem verður frum- sýnd á Hot Docs Canadian International Documentary Festival á morgun. ATHYGLISVERT Hjörtur Sigurðsson segir heimildarmyndinni The Final Member, sem fjallar um föður hans Sigurð Hjartarson (hér að neðan), hafa verið vel tekið þegar hún var for- sýnd í Toronto. MYND/PJETUR Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur* Stærð Verð Tilboð 120x200 84.900 kr. 79.900 kr. VALHÖLLNý hönnun 5 svæðaskipt gormakerfi, gæðabólstrun, stál kantstyrkingar Verð með íslenskum botni og fótum 10.000 kr . vöruútte kt fylgir öllum fermingar rúmum *3,5% lánt ökug jald SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.