Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 10
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR10 EIN SÚ BESTA! Margrómuð verðlaunabók Friðriks Erlingssonar loksins fáanleg aftur í splunkunýrri útgáfu. Líf fjögurra drengja virðist óslitið ævintýri en það koma brestir í vináttuna og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf þeirra. Meðal hundrað bestu barna- og unglingabóka sem komið hafa út á íslensku að mati bókasafnsfræðinga. FRIÐRIK ERLINGSSON „Með betri barnabókum sem komið hafa útí langan tíma.“ DV „Einstök s aga, heilsteypt og leiftran di.“ MORGUN BLAÐIÐ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar NÁTTÚRUVERND Virkjanir í Reykja- nesfólkvangi eru óásættanlegar. Þetta er ályktun Náttúruverndar- þings, sem fram fór á laugardag. Með virkjunum í Reykjanesfólk- vangi þykir meðal annars geng- ið gegn áformum um að vernda fólkvanginn og stofna þar eld- fjallaþjóðgarð, sem náttúruvernd- arhreyfingin og Samtök ferðaþjón- ustunnar hafi áður bent á að rík tækifæri felist í. Almennt eru alvarlegar athuga- semdir gerðar við tillögur um Reykjanesskaga í þingsályktunar- tillögu um rammaáætlun, þar sem flest jarðhitasvæði frá Krísuvík og vestur úr eru sett í nýtingarflokk. Minnt er á að jarðfræði Reykja- nesskaga sé einstök á heimsvísu og gildi þess að upplifa lítt snortna náttúru á stórum svæðum í næsta nágrenni höfuðborgarinnar sé hátt. Ekki þykir þó allt neikvætt í þingsályktunartillögunni. Er því meðal annars fagnað að allmörg verðmæt svæði, sem löngu hafi verið tímabært að friðlýsa, hafi verið sett í verndarflokk sam- kvæmt tillögunni. Nokkur önnur svæði, þar á meðal tengd Neðri-Þjórsá, Skrokk- alda og Hágöngur hafi réttilega verið færð úr nýtingu í biðflokk. Leggur þingið ríka áherslu á að miðhálendi Íslands í heild verði um alla framtíð friðlýst samkvæmt náttúruverndarlögum, eins og ríkur stuðningur sé við hjá stórum hluta landsmanna. - hhs Náttúruverndarþing segir gengið gegn tillögum um verndun Reykjanesfólkvangs: Telja virkjanir óásættanlegar AF NÁTTÚRUVERNDARÞINGI Því er fagnað að allmörg verðmæt svæði hafi samkvæmt fyrirliggjandi þings- ályktunartillögu verið sett í verndarflokk, en lýst yfir áhyggjum vegna virkjana á Reykjanesfólkvangi. MYND/LANDVERND KOSNINGABARÁTTA Á FULLU Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti talaði á baráttufundi í Toulouse í gær. Kann- anir sýna að hann muni lúta í lægra haldi fyrir Francois Hollande í annarri umferð forsetakosninganna í landinu. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Fleiri forstöðumenn ríkisstofnana eru óánægðir með samskipti sín við ráðuneyti nú en árið 2007. Verulega hefur dreg- ið úr ánægju stofnananna með samskipti við fjármálaráðuneyt- ið. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum for- stöðumanna ríkisstofnana, sem var gerð á vegum fjármálaráðu- neytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Forstöðumenn virðast vera ósáttir við ýmislegt er varðar samskipti við ráðuneyti. Meðal annars eru þeir ósáttir við und- irbúning fjárlaga og almennt virðist að þeir séu ósáttari nú en 2007,“ segir Ómar H. Kristmunds- son, prófessor í stjórnmálafræði, en hann var einn þeirra sem unnu að könnuninni. Hann segir þetta athyglisvert með tilliti til þess að miklar breytingar hafi orðið í stjórnarráðinu frá 2007, þegar sams konar könnun var síðast gerð. „Það umrót hefur kannski haft þau áhrif að draga úr sam- skiptum við stofnanir frekar en hitt.“ Hann segir að það sé vænt- anlega tímabundin staða. Tæplega helmingur forstöðu- manna var óánægður með sam- skipti við ráðuneyti sitt vegna undirbúnings fjárlaga. Aðeins einn af hverjum tíu forstöðu- mönnum heilbrigðisstofnana telur stofnun sína geta sinnt lögbundn- um verkefnum miðað við fjár- veitingar. 64 prósent þeirra telja stofnunina frekar eða mjög illa geta sinnt verkefnum. Ef litið er til forstöðumanna ríkisstofnana almennt telja 44 prósent þeirra stofnun sína geta frekar eða mjög vel sinnt lögbundnum verkefnum. Þá telur tæpur helmingur for- stöðumanna sig fá nauðsynlegan stuðning frá viðkomandi ráðu- neyti. Minnsta ánægjan er meðal forstöðumanna stofnana heil- brigðis-, félags- og lýðheilsumála. Mesta ánægjan er hjá mennta-, menningar- og vísindastofnunum og í fjársýslu tolla- og dómsmála. Forstöðumennirnir eru almennt ánægðari með það nú en árið 2007 hversu fljótt og vel ráðu- neytið svarar erindum þeirra. Aðeins fjórtán prósent forstöðu- manna telja sig þó fá endurgjöf á frammistöðu sína frá ráðuneyt- inu sem þeir tilheyra. „Veruleg breyting til hins verra hefur orðið í flokki sýslumannsembætta, lög- gæslu og fangelsa eða 44 prósent aukning óánægju milli kannana,“ segir í skýrslunni um endurgjöf. Þá gætir einnig vaxandi óánægju meðal heilbrigðisstofnana. Ómar segir að forstöðumennirnir kalli hreinlega eftir því að frammi- staða þeirra verði metin. „Hún er ekki metin með formlegum hætti í dag.“ thorunn@frettabladid.is Ósáttir við samskipti við ráðuneytin Forstöðumenn ríkisstofnana eru ósáttir við sam- skipti sín við ráðuneytin, sérstaklega fjármálaráðu- neytið. Þorri forstöðumanna heilbrigðisstofnana segist ekki geta sinnt lögbundnum verkefnum. STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ Forstöðumenn ríkisstofnana eru ósáttir við ýmislegt í sam- skiptum sínum við ráðuneytin. Sérstaklega er viðhorf þeirra gagnvart samskiptum við fjármálaráðuneytið slæmt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA forstöðumanna heilbrigðis- stofnana telja sig ekki hafa fjárveitingar til að sinna lögbundnum verkefnum stofnananna. KÖNNUN Á VEGUM FJÁRMÁLARÁÐU- NEYTISINS, FÉLAGS FORSTÖÐUMANNA RÍKISSTOFNANA OG HÁSKÓLA ÍSLANDS. 90%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.