Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 12
12 30. apríl 2012 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðn- ing við stefnu Samfylkingarinnar í Evr- ópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Sam- fylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnu- mál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusam- bandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðn- ingi frá aðildarfélögum Samtaka iðnað- arins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópu- sambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðn- aðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvars- menn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og ósk- aði eftir stuðningi við að rjúfa einangr- unina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könn- unin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðar- ins eru á móti aðild Íslands að Evrópu- sambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Sam- taka iðnaðarins að 45% svarenda sögð- ust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að aftur- kalla umsóknina. Iðnaðurinn staðfestir einangrun Samfylkingar M álefni lögreglunnar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Ályktun Landssambands lögreglu- manna á þingi þess um síðustu helgi vakti athygli, en þar var lagt til að lögreglan í núverandi mynd yrði lögð niður. Það er rétt sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði hér í blaðinu á laugardaginn, að það er ekki sanngjarnt eða raun- sætt af lögreglumönnum að gefa í skyn að stofnunin sem þeir vinna fyrir sé orðin einskis nýt. Hitt er víst að lögreglumenn hafa mikið til síns máls þegar þeir segja að lögreglan sé fjársvelt og eigi erfitt með að sinna hlut- verki sínu svo vel sé. Nýleg könnun sýnir að almenningur telur lögregluna ekki eins sýnilega og áður. Það er meðal annars rakið til þess að akstur lögreglubíla hefur dregizt saman um nærri þriðj- ung á fimm árum vegna hækk- andi eldsneytisverðs og niðurskurðar á fjárveitingum. Starfandi lögreglumönnum hefur jafnframt fækkað talsvert og fjárveit- ingar til lögreglunnar dregizt saman að raungildi. Í erfiðu ástandi í ríkisfjármálunum hljóta bæði stjórnendur og starfsmenn hjá lögreglunni, rétt eins og öðrum ríkisstofn- unum, að þurfa að spara eins og hægt er og leita allra leiða, þar með talinna breytinga á skipulagi, til að sinna þjónustu við borgarana með minni tilkostnaði. Ýmislegt bendir til að þetta hafi tekizt vel hjá lögreglunni. Það sýna að minnsta kosti tölur um að skráðum afbrotum hafi fækkað um fjórðung á síðasta ári frá árinu á undan. Það rakti yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu meðal annars til aukins eftirlits og frum- kvæðisvinnu lögreglu í samtali við Fréttablaðið. Tölurnar sýna hins vegar líka að kynferðis- og fíkniefna- glæpum fjölgar þótt öðrum brotum fækki. Lögreglumenn geta sömuleiðis bent á tölur um að árásum á þá sjálfa fjölgar og harð- ara ofbeldi er beitt í undirheimunum. Það tengist bæði vaxandi fíkniefnaneyzlu og -viðskiptum og skipulagðri glæpastarfsemi, sem hefur haslað sér völl hér á landi. Skoðanakönnun meðal lögreglumanna sýnir að þeir óska eftir að fá tæki sem auðvelda þeim að verja sig fyrir árásum. Meiri- hluti lögreglumanna vill rafbyssur og sumir vilja skotvopn, sem geymd yrðu í læstum hirzlum í lögreglubílum. Þörfina fyrir þessi tæki rökstyðja lögreglumenn meðal annars með því að vegna niðurskurðar séu þeir oftar einir á ferð. Ögmundur ráðherra segist reiðubúinn að skoða þessar hug- myndir, en er efins um að rétt sé að vopna lögregluna frekar. Draga verður í efa að almennur stuðningur sé við að lögreglan sé vopnuð við sín daglegu störf. Það væri talsvert hátt gjald að greiða fyrir að lögreglumenn væru orðnir of fáir til að hægt væri að tryggja öryggi þeirra með öðrum leiðum. Eitt verða yfirvöld að hafa í huga þegar metið er hvort gengið hefur verið of langt í niðurskurði hjá lögreglunni. Að gæta laga og reglu og öryggis borgaranna er verkefni ríkisvaldsins númer eitt. Með öðrum orðum hlýtur að þurfa að skera niður alls staðar annars staðar áður en skorið er niður hjá lögreglunni. Lögreglan kvartar undan fjárskorti: Verkefni nr. eitt ESB Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og formaður Heimssýnar Fráleit tenging Geir H. Haarde var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í gær. Þar sagði Geir það „aldeilis fráleitt“ að tengja virkjanaframkvæmdir á Austurlandi við bankahrunið. Þó þarf ekki að leita lengra en í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis til að finna nokkur orð um þetta efni. Þar segir að hið opinbera hafi aukið þenslu með stóriðjuframkvæmdum fyrir austan og látið undir hælinn leggjast að grípa til mótvæg- isaðgerða: „Ráðstafanir hins opinbera í þeirri uppsveiflu sem varð í aðdraganda falls bankanna urðu til þess að auka á þensluna.“ Stoltur af verkunum Geir sagðist líka stoltur af skattalækk- unum sem hann stóð fyrir sem fjármálaráðherra. Um þær segir í rannsóknarskýrslunni: „Áhrif þeirra voru enn auknar framkvæmdir, aukin eftirspurn og meiri þensla. Af skýrslu Geirs H. Haarde fyrir rannsóknar- nefndinni má ráða að hann hafi gert sér grein fyrir óæskilegum áhrifum skattalækkana við þessar aðstæður.“ Nú virðist Geir annarrar skoðunar. Gegn orðaöfgum „Það getur verið erfitt fyrir miðjuflokk sem byggir á rökhyggju að láta rödd sína heyrast hátt og skýrt í því ölduróti orðræðu og öfga sem harðindin skapa.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins í upphafi ræðu sinnar á miðstjórnar- fundi á laugardag. Skömmu síðar sagði hann í viðtali við RÚV að ríkis- stjórn Jóhönnu hefði skapað meira efnahagstjón en hrunið sjálft gerði. Það er spurning hvort Sigmundur Davíð ætti að lúta eigin ráðum um öldurót öfgaorðræðunnar, eða er hann með reikninga sem sýna að Jóhanna og Steingrímur hafi toppað þessa a.m.k. tæpu 8.000 milljarða sem töpuðust í hruninu? kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.