Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 48
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is AFTURELDING tryggði sér í gærkvöldi áframhaldandi sæti í efstu deild karla í handbolta með fimm marka sigri í öðrum leik liðsins gegn Stjörnunni í Garðabæ, 32-27. Stjarnan verður hins vegar að sætta sig við það að leika í næstefstu deild fjórða árið í röð. Rekstrarvörur - vinna með þér Enska úrvalsdeildin Tottenham - Blackburn 2-0 1-0 Rafael van der Vaart (22.), 2-0 Kyle Walker (75.) Chelsea - QPR 6-1 1-0 Daniel Sturridge (1.), 2-0 John Terry (13.), 3-0 Fernando Torres (19.), 4-0 Fernando Torres (25.), 5-0 Fernando Torres (64.), 6-0 Florent Malouda (84.), 6-1 Djibril Cisse (84.) Wigan - Newcastle 4-0 1-0 Victor Moses (13.), 2-0 Victor Moses (15.), 3-0 Shaun Maloney (36.), 4-0 Franco Di Santo (45.) Swansea - Wolves 4-4 1-0 Andrea Orlandi (1.), 2-0 Joe Allen (3.), 3-0 Nathan Dyer (15.), 3-1 Steven Fletcher (28.), 4-1 Danny Graham (31.), 4-2 Matthew Jarvis (33.), 4-3 David Edwards (43.), 4-4 Matthew Jarvis (69.) Stoke - Arsenal 1-1 1-0 Peter Crouch (10.), 1-1 Robin van Persie (15.) Everton - Fulham 4-0 1-0 Nikica Jelavic (6.), 2-0 Marouane Fellaini (16.), 3-0 Nikica Jelavic (40.), 4-0 Tim Cahill (61.) West Brom - Aston Villa 0-0 STAÐAN Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI Man.Utd. 35 26 5 4 54 83 Man.City 35 25 5 5 60 80 Arsenal 36 20 6 10 24 66 Tottenham 35 18 8 9 20 62 Newcastle 35 18 8 9 7 62 Chelsea 35 17 10 8 23 61 Everton 35 14 9 12 8 51 Liverpool 35 13 10 12 6 49 Fulham 35 12 10 13 -3 46 W.B.A. 36 13 7 16 -6 46 Sunderland 36 11 12 13 1 45 Swansea 36 11 11 14 -6 44 Norwich 36 11 10 15 -16 43 Stoke 35 11 10 14 -16 43 Aston Villa 36 7 16 13 -14 37 Wigan 36 9 10 17 -22 37 Q.P.R. 36 9 7 20 -23 34 Bolton 35 10 4 21 -28 34 Blackburn 36 8 7 21 -28 31 Wolves 36 5 9 22 -41 24 Markahæstu leikmenn deildarinnar 1. Robin van Persie 28 mörk 2. Wayne Rooney 26 mörk 3. Sergio Aguero 22 mörk Leikir sem Manchester-liðin eiga eftir: Manchester City Newcastle (úti), QPR (heima) Manchester United Swansea (heima), Sunderland (úti) ÚRSLIT FÓTBOLTI Tottenham tyllti sér í fjórða sæti ensku úrvalsdeildar- innar með þægilegum 2-0 sigri á Blackburn í gær. Chelsea andar þó ofan í hálsmál granna sinna með einu stigi minna og betri marka- tölu eftir fimm marka sigur á QPR. Fernando Torres skoraði þrennu í 6-1 sigri á Brúnni í gær. Tor- res, sem setið hefur undir mikilli gagnrýni síðan hann var keyptur frá Liverpool á 50 milljónir punda fyrir rúmum 15 mánuðum, virð- ist vera að rétta úr kútnum. Tíma- setningin gæti ekki verið betri enda bikarúrslitaleikur við Liver- pool á dagskrá um næstu helgi. Wigan fór illa með Newcastle 4-0 og fullkomnaði frábæran aprílmánuð. Arsenal og Manches- ter United fengu einnig að kenna á því gegn botnbaráttuliðinu sem virðist ætla að takast að bjarga sér frá falli enn eitt árið. Newcastle missti fjórða sætið í hendur Tot- tenham á markatölu. Luis Suarez var maður laug- ardagsins en hann skoraði þrjú glæsileg mörk sem tryggðu Liver- pool útisigur á Norwich. Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik með Swansea sem gerði 4-4 jafntefli gegn Wolves. Gylfi lagði meðal annars upp mark og átti stangarskot. -ktd Baráttan um fjórða sætið harðnaði um helgina: Torres með þrennu FÓTBOLTI „Þetta er stærsti Manch- ester-slagur allra tíma,“ segir Sir Alex Ferguson knattspyrnu- stjóri um viðureign Manchest- er-liðanna í kvöld. Mikilvægi leiksins er öllum ljóst. Sigurliðið kemst í forystusæti deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir lifa af mótinu. United myndi sætta sig við jafntefli en City þarf að sækja til sigurs. Stelur Tevez sviðsljósinu? Athygli margra mun beinast að Argentínumanninum Carlos Tevez sem mætir sínum gömlu félögum. Allt leit út fyrir að Tevez hefði spilað sinn síðasta leik fyrir City. Hann sneri nýverið aftur úr sex mánaða útlegð og hefur skor- að fjögur mörk í sjö leikjum. Það kæmi fáum á óvart ef hann stæli sviðsljósinu á einn eða annan hátt. Fáir kunna betur að koma sér á forsíður dagblaðanna en Argent- ínumaðurinn óþekki. Öll stærstu nöfnin með Ferguson segist glíma við það lúx- usvandamál að nánast allir leik- menn liðsins séu heilir. Ljóst er að Wayne Rooney mun leiða framlínu United en hvort Ferguson þétti miðjuna eða stilli Danny Welbeck upp við hlið hans á eftir að koma í ljós. Sergio Aguero hefur verið sjóð- andi heitur að undanförnu og verð- ur vafalítið í byrjunarliðinu. Mario Balotelli snýr aftur úr leikbanni og Roberto Mancini þarf að velja á milli hans, Carlos Tevez og Edin Dzeko sem skoraði þrennu í viður- eign liðanna í haust. Þá vann City ótrúlegan 6-1 sigur á Old Traf- ford en heimamenn misstu mann af velli sem er ekki óalgeng sjón í leikjum Manchester-liðanna. Leikur Manchester-liðanna á Etihad-leikvanginum hefst klukk- an 19 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. -ktd Manchester City getur stigið risaskref í átt að fyrsta Englandsmeistartitli félagsins í 44 ár með sigri í kvöld: Englandsmeistaratitill í húfi í Manchester DAGSVERKINU LOKIÐ Torres fékk leik- boltann til eignar. FER SÍNAR EIGIN LEIÐIR Carlos Tevez hefur brennt ansi margar brýr að baki sér í gegnum tíðina. Hann gæti þó reynst City happafengur eins og svo oft áður í stóru leikjunum. MYND/GETTY IMAGES Iceland Express-deild karla Grindavík-Þór Þorlákshöfn 91-98 (44-49) Grindavík: Giordan Watson 23/5 fráköst/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, J’Nathan Bullock 13/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 10/4 fráköst, Sigurður Gunnar Þor steinsson 8/8 fráköst, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3. Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 30/8 fráköst/11 stoðsendingar, Joseph Henley 19/11 fráköst, Blagoj Janev 19/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11/7 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Grétar Ingi Erlendsson 6/4 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 4/5 fráköst. Grindavík leiðir í einvíginu 2-1. Liðin mætast fjórða sinni í Þorlákshöfn á miðvikudagskvöld. KÖRFUBOLTI Leikurinn var jafn nánast allan tímann en gestirnir frá Þorlákshöfn náðu yfirhöndinni í fjórða leikhlutanum. Frábært fyrir körfuboltann á Íslandi en Þór Þorlákshöfn getur með sigri á miðvikudaginn náð fram odda- leik í einvíginu. „Við komum bara ekki tilbúnir í leikinn og spiluðum einfaldlega illa,“ sagði Þorleifur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, eftir tapið í gær. „Stress gæti hafa leikið stórt hlutverk í kvöld. Ég taldi sjálf- an mig vera tilbúinn fyrir leik- inn en var langt frá því að vera nægilega góður. Það er rosalega erfitt að bæta einhverju við leik okkar þegar komið er svona langt í mótið en við verðum bara að mæta tilbúnir í næsta leik á Þor- lákshöfn.“ „Það voru ansi margir búnir að afskrifa okkur eftir síðasta leik og kannski eðlilega en í kvöld kom allt annað lið til leiks,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir sigur- inn í gær. „Við náðum fráköstum í kvöld og framkvæmdum hlutina tölu- vert betur en síðast, mikill munur á liðinu milli leikja. Okkur lang- aði meira í sigurinn í kvöld, menn bara stigu upp og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Kanarnir okkar voru einnig frábærir og við þurfum svo sannarlega á þeim að halda í þessu einvígi. Þessi sigur gefur okkur voðalega lítið ef við mætum ekki dýrvitlausir í næsta leik og jöfnum þetta einvígi, en það er markmiðið. Við ætlum okkur að koma aftur hingað í oddaleik.“ - sáp Þórsarar héldu sér á lífi í Röstinni Grindvíkingum tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í gær þegar Þórsarar komu í heimsókn. Gestirnir úr Þorlákshöfn, með bakið upp að vegg, unnu sanngjarnan sigur. MARKMIÐINU NÁÐ Græni drekinn, stuðningsmannasveit Þórsara, naut stuðnings Matthew Hairston í Grindavík í gær. Hairston fór á kostum með Þór í vetur en varð frá að hverfa vegna meiðsla í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.