Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 39
Hið virta glerlistasafn Corning Museum of Glass í New York, CMOG, hefur hafið framleiðslu á glerlíffærum úr smiðju iðnhönnuðarins Siggu Heimis. Safnið hefur unnið með fjölda þekktra og verðlaunaðra hönnuða á borð við Matali Crasset, James Irvine og Fernando og Humberto Campana að gerð hluta í takmörkuðu upplagi. Verk Siggu verða þau fyrstu sem það fjölda- framleiðir. „Þetta er merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti er safnið að fara að vinna markvisst með hönnuði,“ segir Sigga sem heldur vestur um haf 13. maí til þess að gefa grænt ljós á fyrstu framleiðsluna. Að hennar sögn verða glerlíffærin til að byrja með seld í verslun CMOG sem hefur hingað til aðeins boðið hluti í fá- einum eintökum. Hún segir svo stefnt að því að selja verkin á völdum söfnum eins og Cooper-Hewitt, MoMa í New York og bandaríska hönnunarsafninu sem CMOG á í samstarfi við. VEKUR ATHYGLI Á MIKILVÆGU MÁLEFNI Sigga hóf vinnu við glerlíffærin árið 2007 þegar henni bauðst að halda sýningu á CMOG. Hún segist hafa hannað líffærin meðal annars til að efla umræðu og fræðslu um líffæragjöf sem hún segir að ekki sé í nógu góðum farvegi í dag. „Að vel athuguðu máli komst ég að því að líffæragjafalistar reyndust víða vera fátæklegir og fólk í þriðja heims ríkjum reiðubúið að selja úr sér líffæri gegn greiðslu,“ nefnir hún. Sýningin á CMOG vakti mikla athygli á sínum tíma og síðan þá hefur kröftug umræða um líffæragjöf skapast þar sem Sigga hefur sýnt glerlíffærin. „Okkur hefur greinilega tekist að hreyfa við fólki. Bæði er glerið heillandi efni og svo virðist sem líffæraumræðan tali til margra,“ bendir hún á og bætir við að frá 2007 hafi CMOG borist fjöldi fyrirspurna, frá læknum, fjölmiðlum og einkaaðilum sem vilja kaupa eintök af verkum hennar. Þessi gríðarlegi áhugi hafi átt þátt í því að safnið vildi fjöldaframleiða verkin. SÝNIR Á STÓRRI GLERLISTASÝNINGU Óhætt er að segja að skammt sé stórra högga á milli hjá Siggu því henni hefur nú í annað sinn verið boðin þátttaka í sýningu á CMOG sem verður opnuð 19. maí. Á sýning- unni, sem ber yfirskriftina Making Ideas: Experiments in Design at GlassLab, verða til sýnis glerlista- verk eftir 150 virta hönnuði. Hluti hennar verður helgaður líffærum og þar verða verk Siggu í sviðs- ljósinu. Nánar má fræðast um sýn- inguna á heimasíðu CMOG. Slóðin er www. cmog.org. ■ rve FRAMLEIÐIR LÍFFÆRI GERIR ÞAÐ GOTT Hið heimsþekkta Corning glerlistasafn í New York hefur hafið framleiðslu á glerlíffærum úr smiðju Siggu Heimis iðnhönnuðar. HEIMSÞEKKT Sigga Heimis iðnhönn- uður hefur getið sér gott orð fyrir hönnun sína. Árið 2007 hannaði hún glerlíffæri til að vekja athygli á slæmu ástandi í líffæragjöfum í dag. HEIMILI |FÓLK ■ SNIÐUGT Það er alltaf gott að rifja upp gömul húsráð. Húsráðin eru eins misjöfn og þau eru mörg og sum virka betur en önnur. Mörg hver eru byggð á reynslu kynslóðanna og hafa erfst mann fram af manni. Hér koma örfá sniðug ráð sem virka: Tyggjóklessur úr fötum: Skellið flíkinni inn í frysti og síðan má mylja tyggjóið úr. Vaxblettur úr efni: Náið í dag- blað, leggið yfir blettinn og strauið svo yfir. Þá bráðnar vaxið og sogast upp í dagblaðið. Til að skera sveppi í jafnar sneiðar er best að skella þeim í eggjaskerann. Til að losna við vonda lykt úr ísskáp má láta 2-3 teskeiðar af mat- arsóda standa í opnu íláti í ísskápnum. HÚSRÁÐ SEM VIRKA UTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK pið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 SK ÓR SSK ÓRR O O 007.9 aðeins aðeins kr. kr. 0011.9 aðeins kr.0904 Herra skó r St. 41–48 Stráka skór St. 27–35 aðeins 01 90 Hjólaskór barna St. 28–41 kr. Upe ps Sha u skórdöm S 36–40t. aðeins 05.90 Stelpu skór St. 28–35 kr. Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí Mikið úrval af skemmtilegum kökum í afmælið GOTT Í BARNAAFMÆLIÐ Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Tangled, Cars, Hello Kitty, Spiderman, Barbie, Svampur Sveinsson og margt fleira. Bjóðum einnig upp á eggjalausar tertur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.