Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGHurðir & hurðasmíði MÁNUDAGUR 30. APRÍL 20124 Trévík ehf. er fyrirtæki í Vík í Mýrdal sem sérhæf- ir sig í gerð innihurða fyrir heimili og fyrirtæki. Blaðamaður tók Sigurð Ævar Harðarson, fram- kvæmdastjóra Trévíkur, tali og fékk meðal annars að vita hvers konar hurðir eru helst eftirsóttar um þessar mundir. „Hurðirnar eru hærri en áður. Ná alveg upp í loft. Þetta er nú einhver arkitektúr hef ég grun um,“ greinir Ævar frá og hlær. „Svo er talsvert um liggjandi spón sem var ekki hér áður og ekki ge- refti heldur raufar utan með dyrakörmunum. Síðan velur fólk oftast hurðir úr eik. Hún virðist vera í tísku í dag,“ segir hann en lætur þess getið að allar viðartegundir bjóðist hjá Trévík. Að sögn Ævars sérhæfir fyrirtækið sig ein- göngu í sérpöntunum. „Við erum ekki með lag- erframleiðslu. Þá er sami spónn notaður í hurð- ir til dæmis í alla íbúðina en ekki einhver samtín- ingur,“ bendir hann á og bætir við að Trévík hafi átt í samstarfi við fjölda innlendra fyrirtækja um framleiðslu á innréttingum og innihurðum úr sérvöldum spæni. Spónninn sé valinn í hurðir og innréttingar um leið. Ásamt hefðbundnum innihurðum framleiðir Trévík hljóðeinangrandi hurðir, eldvarnarhurð- ir, tvöfaldar hurðir, rennihurðir og gluggahurð- ir, sem Ævar segir vinsælar til dæmis í forstofur. „Núna eru glergöt mjög vinsæl til að brjóta upp lúkkið,“ nefnir hann. Trévík ehf. var stofnað árið 1995 og þar starfa smiðir með margra ára reynslu. Ævar lætur þess getið að sendingarkostnaður, máltaka og upp- setning sé þó ekki innifalin í tilboðum vegna staðsetningar Trévíkur. „Hins vegar getum við bent á aðila sem við þekkjum að góðu til að ann- ast uppsetningu og máltöku ,“ bendir hann á. Hægt er að kynna sér starfsemi fyrirtækis- ins í síma 487-1222 og á heimasíðu þess sem er í vinnslu. Slóðin er trevik.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á trevik@trevik.is. Nútímaleg hurðasmíði Trévík ehf. hefur frá árinu 1995 sérhæft sig í ráðgjöf og framleiðslu á innihurðum við góðan orðstír. Trévík sérhæfir sig í framleiðslu innihurða. Hér má sjá dæmi um smíði frá fyrirtækinu. MYND/VALLI Flest notum við hurðir á hverj-um degi en gerum okkur ef til vill ekki grein fyrir því hversu oft eða hve margar á dag. Við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut og áttum okkur ekki á eigin- leikum þeirra. Til dæmis næðinu sem við sköpum okkur með því að loka að okkur þegar við þörfn- umst þess, dótið sem við lokum af í skápum, hringhurðirnar sem þeyta okkur inn í verslanamiðstöðvar og svo mætti lengi telja. Hurðir eru því ómissandi partur af tilveru nú- tímamanneskju og tilgangur þeirra er að loka af ákveðið rými og marka inngang úr einu yfir í annað. Því stærri, þyngri og glæsilegri sem hurðin er þeim mun mikilvægara hlýtur það sem fyrir innan er að vera hvort sem það er manneskja, hlutur, dýr, helgidómur eða skelfi- legt myrkraverk. Gullna hliðið Flestir kannast við Gullna hlið- ið þar sem Sankti Pétur eða Lykla Pétur stendur og dæmir þá sem þangað koma og hvort þeir séu hæfir til inngöngu í himnaríki eða skuli dæmast til vistar í helvíti. Lík- lega er það frægast sem táknmynd kristinnar trúar og til áminningar um að lifa lífinu án teljandi skaða fyrir aðra. Hliðið og Pétur hafa einnig verið uppspretta óteljandi gamansagna, leikrita, skopmynda- teikninga og brandara. Downingstræti 10 Downingstræti 10 er þekkt um allan heim. Þar eru höfðustöðv- ar bresku ríkisstjórnarinnar og skrifstofur forsætisráðherra ásamt móttökurými fyrir erlenda gesti. Sú hefð hefur skapast að forsætis- ráðherrar láti mynda sig fyrir utan útihurð Downingsstrætis og er hún því flestum kunn. Ríkisstjórn- ir Bretlands hafa haldið þar reglu- lega fundi síðan 1856. Höfði Á einni nóttu varð Höfði á Íslandi þekktur um allan heim eftir að sáttafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbatsjov var haldinn þar árið 1986. Fundurinn markaði lok kalda stríðsins. Myndin af Reag- an og Gorbatsjov fyrir utan dyrnar á Höfða þar sem þeir takast í hend- ur er þekkt. Það má því segja að hvítar og hreinar hurðirnar á Höfða séu táknmynd sátta og heimsfriðar sem mörkuðu skil. Auschwitz Dyrnar að gasklefum Auschwitz eru táknmynd þess hryllings sem mannskepnan er fær um að fram- kvæma. Talið er að um 1,1 milljón manna hafi verið tekin af lífi í út- rýmingabúðum nasista í Ausch- witz. 1,3 milljónum manna var haldið föngnum þar. Mismunandi hlutverk hurða Við opnum og lokum dyrum á hverjum degi og njótum næðisins sem hurðir skapa, upplifum öryggi við að læsa þeim þegar við förum að heiman og tökum þeim sem sjálfsögðum. Þær gera ekki upp á milli fólks og þjóna öllum jafnt hvort sem sá er illur eða góður. Opin hurð inn í gasklefa í Auschwitz .Gullna hliðið að konungshöllinni í Versölum í Frakklandi Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov heilsast við dyr Höfða. Valþjófsstaðahurðin svokallaða er einn af merkisgripum Þjóð- minjasafnsins, útskorin kirkjuhurð frá Valþjófsstað í Fljótsdal en hurðin er talin vera frá um 1200. Hún er eina útskorna hurðin sem varðveist hefur frá miðöldum en íslenskar kirkjur voru þá gjarnan skreyttar útskurði. Hurðin er skorin út á Íslandi og er talið að hún hafi upphaflega verið hærri og hringirnir þá þrír. Í efri hringnum er skorin út þekkt miðaldasaga í þremur þáttum af riddara sem bjargar ljóni úr klóm dreka. Í neðri hringnum vefjast fjórir drekar saman hver um annan. Hurðin var fyrir kirkjum á Valþjófsstað allt til ársins 1851. Þá var hún flutt til Kaupmannahafnar en skilaði sér aftur til Íslands árið 1930, þegar Danir skiluðu fjölda sögulegra gripa til landsins. Eftirlíkingu af hurðinni má sjá í kirkjunni sem nú stendur á Val- þjófsstað. Hana skar Halldór Sig- urðsson frá Miðhúsum út árið 1966 en sú hurð var gjöf til kirkjunnar frá brottfluttum Fljóts- dælingum. Hina uppruna- legu Valþjófs- staðahurð má sjá á grunnsýningu Þjóðminjasafns- ins, Þjóð verður til – menning og samfé- lag í 1200 ár. Heimild: www.thjod- minjasafn.is Dýrgripur frá miðöldum Valþjófsstaðahurðin er einn af lykilgripum Þjóðminjasafns Íslands og er til sýnis á grunnsýningu safnsins ,Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. MYND/ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.