Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 4
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 16° 22° 14° 23° 22° 14° 14° 20° 16° 19° 17° 29° 16° 17° 19° 11°Á MORGUN 8-15 m/s N-til, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Hægvirði víðast hvar. 10 12 8 12 7 8 8 9 6 8 7 9 13 5 10 4 3 5 2 6 7 13 6 8 8 9 10 9 6 8 7 9 KÚVENDING Svalt í morgunsárið NA- til en sumarhiti að vinnudegi loknum! Rigning V-til í dag og skúrir á morgun en nokkuð bjart A- til. Þó dálítil væta NA-til seinnipartinn í dag og á miðviku- dag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Vill ekki lögregluna í vopnakapphlaup Meirihluti lögreglumanna vill í neyð geta gripið til skammbyssna úr læstum hólfum í lögreglubílum. Innanríkisráðherra segir lögreglumenn ekki eiga að vera berskjaldaða en kveðst óttast vígbúnaðarkapphlaup við ofbeldismenn. Misvísandi tölur um lögreglu Tölur um fjölda lögreglumanna á forsíðu blaðsins á laugardag eiga við um heildarfjölda lögreglumanna, að meðtöldum héraðslögreglumönnum og nemum. Héraðslögreglumenn og nemar eru hins vegar ekki taldir inn í fjölda starfandi lögreglumanna í tölum lögreglunnar. Heildarfjöldi lögreglumanna var þannig 716 í fyrra, en þar af voru 652 starfandi lög- reglumenn. HALDIÐ TIL HAGA LÖGREGLUMÁL „Það verður ekki flanað að neinu í þessum efnum,“ segir Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra um fregnir af áhuga meðal lögreglumanna á að geyma skammbyssur í lögreglubílum. Innan lögreglunnar eru vaxandi kröfur um aukinn vopnabúnað. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 um helgina sýnir óbirt könnun meðal félagsmanna í Landssambandi lögreglumanna að meirihluti þeirra vill að lögreglan búist rafbyssum. Sömuleiðis að koma eigi fyrir skammbyssum í lögreglubílum fyrir neyðartil- felli. Er þá rætt um verklag sem tíðkast í Noregi og felst í því að skammbyssur eru geymdar í læstu hólfi í farangursgeymslu lögreglu- bíla. Ekki er hægt að nálgast byss- urnar nema með leyfi frá höfuð- stöðvunum í hverju tilviki. Innanríkisráðherra sótti í síðustu viku aðalfund Lands- sambands lögreglumanna. Ögmundur segir vopnaburð hafa borið þar á góma. Slík umræða hafi verið lengi innan lögreglunnar og sitt sýnst hverj- um. „Almennt hafa lögreglumenn verið mjög varkárir í þessu efni en nú fer heimurinn harðnandi og við viljum að sjálfsögðu ekki að lögreglan sé berskjölduð og óvarin frammi fyrir vopnuðum ofbeldismönnum. En þá vil ég minna á að Víkingasveit- in hefur vopn undir höndum ef á þarf að halda,“ segir innanríkis- ráðherra. Ögmundur kveðst alltaf hafa verið mjög efasemdafullur þegar vopnaburður sé annars vegar. „Það er mjög auðvelt að lokast inni í vítahring þar sem vopnin kalla á meiri vopn og vígbúnaður á meiri vígbúnað. En það þýðir alls ekki að maður eigi að skella skollaeyr- um við ósk um umræðu af þessu tagi. Ef þess verður óskað að taka þetta formlega upp þá munum við að sjálfsögðu gera það og hafa þá hliðsjón af reynslu annarra ríkja og þá hljótum við að horfa til Norð- urlandanna,“ segir ráðherrann. Ekki náðist í gær í Snorra Magn- ússon, formann Landssambands lögreglumanna. „Þetta kemur út úr þessari könnun að það er almennur vilji og mikill meiri- hlutavilji lögreglumanna að þetta sé gert,“ sagði Snorri hins vegar í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. gar@frettabladid.is GENGIÐ 27.04.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,003 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,38 125,98 203,42 204,40 165,89 166,81 22,298 22,428 21,907 22,037 18,639 18,749 1,5521 1,5611 194,20 195,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR frá Adler á góðum kjörumBaðvog AD 8116b kr. stgr. Eldhúsvog AD 3138b kr. stgr. ESB styrkir jarðhitarannsóknir: 100 milljónir til Orkustofnunar ORKUMÁL Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja Orkustofnun, Rannís og stjórnsýslustofnanir átta annarra Evrópulanda um samtals tvær milljónir evra, rúm- lega 330 milljónir króna, til að styrkja rannsóknir á jarðhita. Á vef Orkustofnunar kemur fram að stofnunin fái um 600 þúsund evrur, um 100 milljónir króna, í sinn hlut, en stofnunin fer með stjórn verkefnisins. Samstarf ríkjanna er til fjög- urra ára og mun verkefnið stuðla að auknu flæði peninga til jarð- hitarannsókna, sem aftur getur leitt af sér ný verkefni á sviði jarðhitanýtingar, segir á vef Orkustofnunar. - bj DÓMSMÁL Forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hringdi í Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra Íslands, við hrun bankanna til að þrýsta á um að hagur erlendra kröfuhafa yrði tekinn með í reikn- inginn. Frá þessu greindi Geir í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. „Ég fann að hann var með und- irbúinn texta sem hann var að hluta til að lesa upp gagnvart mér, þar sem ég skildi vel hvert hann var að fara. Hann lagði sem sé mikla áherslu á að við myndum koma vel fram við hina erlendu lánardrottna. Við vorum bara ekkert í þeirri stöðu að geta tekið við neinum ábending- um hvað þá fyrirmælum eða til- mælum frá Evrópusambandinu á þessum tíma. Það kom bara ekki til greina,“ sagði Geir. Hann segir að Ísland hefði lent í enn meiri vand- ræðum ef við hefðum verið í Evr- ópusambandinu þegar hrunið varð. Þá talaði Geir um viðbrögð sín við dómi Landsdóms í síðustu viku. Aðspurður sagðist hann eflaust hafa gengið of langt. „Ég ætla ekk- ert að draga úr því að kannski tók maður fulldjúpt í árinni þarna. Ég vil nú ekki meina að ég hafi verið í geðs- hræringu en ég varð mjög reiður,“ sagði Geir. Geir útskýrði ummæli sín um að pólitíkin hefði laumað sér inn í Landsdóm á þann veg að hann héldi að dómarar hefðu verið að liðsinna pólitískt þeim sem væru upphafs- menn málsins. Hann héldi ekki að þeir hefðu verið að reyna að koma á sig pólitísku höggi. Hann sagði þetta vera vangaveltur af sinni hálfu. Sigurjón M. Egilsson, umsjónar- maður Sprengisands, spurði Geir einnig um upptöku af samtali hans og Davíðs Oddssonar daginn sem neyðarlögin voru sett. Efnahags- nefnd Alþingis hefur óskað eftir því að fá upptöku af samtalinu. Geir segist ekki hafa tekið afstöðu í því máli. Honum hafi ekki verið kunn- ugt um að samtalið væri hljóðritað. Honum þyki ágæt spurning hvort láta eigi slíkar upptökur í umferð. - þeb Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vildi að Íslendingar tækju tillit til erlendra kröfuhafa: Barroso þrýsti á Geir vegna lánardrottna GEIR H. HAARDE SKÓLAMÁL Samtök atvinnulífsins gagnrýna fjölgun skipulagsdaga hjá leikskólum Reykjavíkurborg- ar úr fimm í sex á ári. Samtökin segja einhliða fjölgun skipulags- daga bitna illa á foreldrum og fyrirtækjum. „Foreldrar barna eru þöglir þolendur sem virðast ekki eiga auðvelt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir í yfir- lýsingu SA. Fram kemur að fjöldi skipu- lagsdaga hafi tvöfaldast á fimm árum. Foreldrar þurfi oftast að nýta orlofsrétt sinn á þessum dögum og jafngildi þessi daga- fjöldi fjórðungi lágmarksorlofs. Samtökin telja að endurskoða þurfi þessi vinnubrögð í leik- skólastarfinu og leggja meiri áherslu á þjónustu við foreldra og atvinnulíf. - áp SA gagnrýna skipulagsdaga: Foreldrar hinir þöglu þolendur LEIKSKÓLI Starfsdagar nema fjórðungi lágmarksorlofs á vinnumarkaði. SNORRI MAGNÚSSON Það er mjög auðvelt að lokast inni í víta- hring þar sem vopnin kalla á meiri vopn. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkisráðherra segir heiminn fara harðnandi og að lög- reglumenn eigi ekki að vera berskjaldaðir frammi fyrir vopnuðum ofbeldismönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND VÍSINDI Engar sönnur hafa enn verið færðar á að farsíma- notkun geti haft neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Þetta er niður- staða vísindamanna sem fóru yfir hundruð rannsókna á áhrifum farsímanotkunar. Ýmsar rannsóknir hafa bent til tengsla á milli farsíma- notkunar og krabbameins, ófrjósemi og jafnvel röskunar heilastarfsemi. Ekkert slíkt var hægt að staðfesta með samanburði á rann- sóknunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu sögðu vísindamennirnir að frekari rann- sókna væri þörf á langtímaáhrifum farsímanotkunar. - bj Yfirfara farsímarannsóknir: Ekki sannað að símar skaði fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.